Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 17:01 Mikið ósætti er innan leikmannahóps Manchester United sem stendur vegna metnaðarleysis. Lewis Storey/Getty Images Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. Samkvæmt heimildum íþróttamiðilsins The Athletic eru leikmenn Man United pirraðir á því hversu illa það hefur gengið að finna arftaka Casey Stoney sem sagði starfi sínu lausu í maí eftir þrjú ár frá félaginu. Leikmenn Man Utd vilja ræða við leikmannasamtökin þar sem þeim finnst nálgun félagsins á kvennalið þess hafa farið versnandi undanfarna mánuði. Casey Stoney, fyrrverandi þjálfari Manchester United.Lewis Storey/Getty Images Leikmenn telja að félagið sé almennt metnaðarlaust þegar kemur að kvennaliðinu og vilja fá að vita hver stefna liðsins fyrir komandi tímabil er. Liðið sótti sterka leikmenn fyrir síðasta tímabil í þeirri von um að blanda sér í toppbaráttuna. Í stað þess að byggja ofan á gott tímabil í fyrra virðist sem metnaðurinn sé nær enginn og lýsir það sér eflaust best í því að ekki er enn búið að ráða þjálfara. Samkvæmt heimildum Athletic eru leikmenn búnir að missa trú á Steve Deaville, fjármálastjóra sem hefur verið hálfgerður framkvæmdastjóri kvennaliðsins og John Murtough sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United. Martin Ho, aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð, hefur stýrt liðinu í upphafi undirbúningstímabilsins. Leikmannahópur liðsins er einkar þunnskipaður þar sem flest stærstu nöfn liðsins eru hofin á braut. Bandaríska tvíeykið Christen Press og Tobin Heath framlengdu ekki samninga sína, Amy Turner samdi við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og stöllur í Orlando Pride. Framherjarnir Jess Sigsworth og Jane Ross hafa leitað á ný mið og þá er nær örugggt að Lauren James, ein efnilegasta knattspyrnukona Englands, muni semja við Englandsmeistara Chelsea. Lauren hefur ágætis tengingu við Chelsea en hún er uppalin í Lundúnum og bróðir hennar - landsliðsbakvörðurinn Reece James - leikur með karlaliði félagsins. Lauren James virðist vera á leið til Chelsea.Manchester United „Félagið hefur ráðið nýjan liðslækni, sjúkraþjálfara og íþróttafræðinga fyrir kvennaliðið ásamt því að leit að aðalþjálfara heldur áfram. Félagið vill taka sér tíma svo besti einstaklingurinn verði örugglega ráðinn,“ segir í yfirlýsingu frá Manchester United. Þrjú ár eru síðan Manchester United setti kvennalið á laggirnar og hefur gengi þeirra síðan þá verið frábært. Liðið var ekki langt frá því að ógna stórliðum Chelsea, Manchester City og Arsenal á síðustu leiktíð en betur má ef duga skal. Last-minute winners Manchester derby rockets Making history at Old Trafford Watch back all the best moments from @ManUtdWomen in the 2020-21 #BarclaysFAWSL season — Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) June 30, 2021 Eins og staðan er í dag virðist sem Man Utd gæti farið sömu leið og Liverpool sem féll úr deildinni á þar síðustu leiktíð og var aldrei nálægt því að komast upp í ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Samkvæmt heimildum íþróttamiðilsins The Athletic eru leikmenn Man United pirraðir á því hversu illa það hefur gengið að finna arftaka Casey Stoney sem sagði starfi sínu lausu í maí eftir þrjú ár frá félaginu. Leikmenn Man Utd vilja ræða við leikmannasamtökin þar sem þeim finnst nálgun félagsins á kvennalið þess hafa farið versnandi undanfarna mánuði. Casey Stoney, fyrrverandi þjálfari Manchester United.Lewis Storey/Getty Images Leikmenn telja að félagið sé almennt metnaðarlaust þegar kemur að kvennaliðinu og vilja fá að vita hver stefna liðsins fyrir komandi tímabil er. Liðið sótti sterka leikmenn fyrir síðasta tímabil í þeirri von um að blanda sér í toppbaráttuna. Í stað þess að byggja ofan á gott tímabil í fyrra virðist sem metnaðurinn sé nær enginn og lýsir það sér eflaust best í því að ekki er enn búið að ráða þjálfara. Samkvæmt heimildum Athletic eru leikmenn búnir að missa trú á Steve Deaville, fjármálastjóra sem hefur verið hálfgerður framkvæmdastjóri kvennaliðsins og John Murtough sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United. Martin Ho, aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð, hefur stýrt liðinu í upphafi undirbúningstímabilsins. Leikmannahópur liðsins er einkar þunnskipaður þar sem flest stærstu nöfn liðsins eru hofin á braut. Bandaríska tvíeykið Christen Press og Tobin Heath framlengdu ekki samninga sína, Amy Turner samdi við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og stöllur í Orlando Pride. Framherjarnir Jess Sigsworth og Jane Ross hafa leitað á ný mið og þá er nær örugggt að Lauren James, ein efnilegasta knattspyrnukona Englands, muni semja við Englandsmeistara Chelsea. Lauren hefur ágætis tengingu við Chelsea en hún er uppalin í Lundúnum og bróðir hennar - landsliðsbakvörðurinn Reece James - leikur með karlaliði félagsins. Lauren James virðist vera á leið til Chelsea.Manchester United „Félagið hefur ráðið nýjan liðslækni, sjúkraþjálfara og íþróttafræðinga fyrir kvennaliðið ásamt því að leit að aðalþjálfara heldur áfram. Félagið vill taka sér tíma svo besti einstaklingurinn verði örugglega ráðinn,“ segir í yfirlýsingu frá Manchester United. Þrjú ár eru síðan Manchester United setti kvennalið á laggirnar og hefur gengi þeirra síðan þá verið frábært. Liðið var ekki langt frá því að ógna stórliðum Chelsea, Manchester City og Arsenal á síðustu leiktíð en betur má ef duga skal. Last-minute winners Manchester derby rockets Making history at Old Trafford Watch back all the best moments from @ManUtdWomen in the 2020-21 #BarclaysFAWSL season — Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) June 30, 2021 Eins og staðan er í dag virðist sem Man Utd gæti farið sömu leið og Liverpool sem féll úr deildinni á þar síðustu leiktíð og var aldrei nálægt því að komast upp í ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira