„12 merkur af eintómri gleði og hamingju,“ segir Karítas í Facebook færslu sinni fyrr í dag en dóttirin ákvað að koma í heiminn aðeins fyrir tímann.
Samkvæmt færslunni virðist allt hafa gengið að óskum og heilsast móður og barni vel.
Hjónin þykja hafa einstaklega góðan smekk og gott auga en þau hafa getið sér góðs orðspors í hönnunarheiminum undanfarin ár. .
Mikið hefur verið fjallað um heimili þeirra hjóna í fjölmiðlum en hér fyrir neðan má sjá klippu úr þættinum Heimsókn með Sindra Sindrasyni.