Alfreð ánægður að þurfa loksins ekki að heyra öll boltahljóðin Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 10:01 Alfreð Gíslason er jafnan líflegur á hliðarlínunni og vill að sjálfsögðu hafa stuðningsmenn í stúkunni. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Alfreð Gíslason mun í kvöld loksins fá að stýra þýska landsliðinu í handbolta fyrir framan áhorfendur, í fyrsta sinn frá því að hann tók við liðinu. Alfreð hefur þurft að bíða í 16 mánuði með að stýra Þýskalandi fyrir framan stuðningsmenn, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta stórmót liðsins undir hans stjórn var HM í Egyptalandi í janúar þar sem var áhorfendabann, og í umspilinu um sæti á Ólympíuleikunum voru áhorfendur einnig bannaðir. Það verður jafnframt áhorfendabann á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í þessum mánuði en í leikjunum tveimur sem Þjóðverjar spila í undirbúningnum fyrir mótið, gegn Brasilíu og Egyptalandi í Nürnberg, mega 1.000 áhorfendur mæta: „Þetta er ný reynsla fyrir mig sem landsliðsþjálfara [Þýskalands]. Ég hef aldrei fengið að upplifa þetta,“ er haft eftir Alfreð á vef Handball-World. „Ég er afskaplega glaður yfir því að fá þessa stemningu af áhorfendapöllunum í stað þess að heyra hvert einasta hljóð þegar boltinn snertir eitthvað. Loksins eru hlutirnir að breytast,“ sagði Alfreð. Eftir fjórar vikur í starfi átti Alfreð að stýra Þýskalandi í leik í fyrsta sinn í mars 2020, gegn Hollandi. „Ég hlakkaði mikið til að sjá fulla höll,“ sagði Alfreð en ekkert varð af leiknum. Mótherjar sem krefjast mikils Þó að Alfreð verði að sætta sig við að engir áhorfendur verði svo á Ólympíuleikunum þá vonast hann til þess að leikirnir við Brasilíu og Egyptaland hjálpi þýska liðinu á leikunum. „Við þurfum sárlega á þessum tveimur leikjum að halda. Bæði þessi liðu eru góð og munu krefjast mikils af okkur. Við fáum að reyna okkur við toppaðstæður. Liðið er mjög metnaðarfullt og klárt í slaginn. Við vonumst eftir því að sækja okkur byr í seglin fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur Þýskalands á Ólympíuleikunum er gegn Spáni 24. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi, Frakklandi, Argentínu og einmitt Brasilíu, andstæðingi kvöldsins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira
Alfreð hefur þurft að bíða í 16 mánuði með að stýra Þýskalandi fyrir framan stuðningsmenn, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta stórmót liðsins undir hans stjórn var HM í Egyptalandi í janúar þar sem var áhorfendabann, og í umspilinu um sæti á Ólympíuleikunum voru áhorfendur einnig bannaðir. Það verður jafnframt áhorfendabann á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í þessum mánuði en í leikjunum tveimur sem Þjóðverjar spila í undirbúningnum fyrir mótið, gegn Brasilíu og Egyptalandi í Nürnberg, mega 1.000 áhorfendur mæta: „Þetta er ný reynsla fyrir mig sem landsliðsþjálfara [Þýskalands]. Ég hef aldrei fengið að upplifa þetta,“ er haft eftir Alfreð á vef Handball-World. „Ég er afskaplega glaður yfir því að fá þessa stemningu af áhorfendapöllunum í stað þess að heyra hvert einasta hljóð þegar boltinn snertir eitthvað. Loksins eru hlutirnir að breytast,“ sagði Alfreð. Eftir fjórar vikur í starfi átti Alfreð að stýra Þýskalandi í leik í fyrsta sinn í mars 2020, gegn Hollandi. „Ég hlakkaði mikið til að sjá fulla höll,“ sagði Alfreð en ekkert varð af leiknum. Mótherjar sem krefjast mikils Þó að Alfreð verði að sætta sig við að engir áhorfendur verði svo á Ólympíuleikunum þá vonast hann til þess að leikirnir við Brasilíu og Egyptaland hjálpi þýska liðinu á leikunum. „Við þurfum sárlega á þessum tveimur leikjum að halda. Bæði þessi liðu eru góð og munu krefjast mikils af okkur. Við fáum að reyna okkur við toppaðstæður. Liðið er mjög metnaðarfullt og klárt í slaginn. Við vonumst eftir því að sækja okkur byr í seglin fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur Þýskalands á Ólympíuleikunum er gegn Spáni 24. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi, Frakklandi, Argentínu og einmitt Brasilíu, andstæðingi kvöldsins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira