Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 11:09 Fjórir hinna handteknu. AP/Jean Marc Hervé Abélard Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. Sautján árásarmenn hafa verið handsamaðir af lögreglu á Haítí og nokkrir voru felldir í átökum við lögregluþjóna. Þrír málaliðar hafa verið skotnir til bana. Enn er verið að leita að átta málaliðum og er sömuleiðis ekki vitað hver höfuðpaur árásarinnar er en lögreglan hefur heitið því að komast að því. Tveir hinna handteknu eru með bandaríska ríkisborgararétti en eru upprunalega frá Haítí. Fimmtán þeirra eru frá Kólumbíu og yfirvöld þar segja minnst sex úr hópnum, þar á meðal tveir sem eru dánir, vera fyrrverandi hermenn. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur skipað yfirmönnum hersins og lögreglunnar að hjálpa yfirvöldum Haítí við rannsóknina eins og völ er á. Hér má sjá mennina sem hafa verið handteknir og vopn og aðra muni sem lögreglan á Haítí hefur lagt hald á. Haítíska dagblaðið Le Novuelliste segir að meðal þess sem lögreglan hafi lagt hald á séu skotvopn, skotfæri, skotheld vesti og ýmislegt annað. Þá fundu lögregluþjónar vefþjón öryggiskerfis heimilis forsetans. Vonast er til þess að þar megi finna upplýsingar um árásina. Le Nouvelliste hefur eftir dómara að mennirnir með bandarísku ríkisborgararéttina hafi sagst verið ráðnir sem túlkar. Þeim hafi verið sagt að handtaka ætti forsetann og gátu ekki sagt hver höfuðpaurinn væri. Bara að þeir hefðu verið ráðnir í gegnum internetið. Eins og áður segir er ekki vitað hver sendi málaliðana til að myrða forsetans og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir heldur. Moise var ekki vinsæll á Haítí og hafði meðal annars verið sakaður um spillingu, alræðistilburði, að halda illa á efnahagsmálum og margt annað. Haítí Kólumbía Tengdar fréttir Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49 Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16 Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Sautján árásarmenn hafa verið handsamaðir af lögreglu á Haítí og nokkrir voru felldir í átökum við lögregluþjóna. Þrír málaliðar hafa verið skotnir til bana. Enn er verið að leita að átta málaliðum og er sömuleiðis ekki vitað hver höfuðpaur árásarinnar er en lögreglan hefur heitið því að komast að því. Tveir hinna handteknu eru með bandaríska ríkisborgararétti en eru upprunalega frá Haítí. Fimmtán þeirra eru frá Kólumbíu og yfirvöld þar segja minnst sex úr hópnum, þar á meðal tveir sem eru dánir, vera fyrrverandi hermenn. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur skipað yfirmönnum hersins og lögreglunnar að hjálpa yfirvöldum Haítí við rannsóknina eins og völ er á. Hér má sjá mennina sem hafa verið handteknir og vopn og aðra muni sem lögreglan á Haítí hefur lagt hald á. Haítíska dagblaðið Le Novuelliste segir að meðal þess sem lögreglan hafi lagt hald á séu skotvopn, skotfæri, skotheld vesti og ýmislegt annað. Þá fundu lögregluþjónar vefþjón öryggiskerfis heimilis forsetans. Vonast er til þess að þar megi finna upplýsingar um árásina. Le Nouvelliste hefur eftir dómara að mennirnir með bandarísku ríkisborgararéttina hafi sagst verið ráðnir sem túlkar. Þeim hafi verið sagt að handtaka ætti forsetann og gátu ekki sagt hver höfuðpaurinn væri. Bara að þeir hefðu verið ráðnir í gegnum internetið. Eins og áður segir er ekki vitað hver sendi málaliðana til að myrða forsetans og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir heldur. Moise var ekki vinsæll á Haítí og hafði meðal annars verið sakaður um spillingu, alræðistilburði, að halda illa á efnahagsmálum og margt annað.
Haítí Kólumbía Tengdar fréttir Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49 Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16 Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49
Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16
Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31
Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06