Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júlí 2021 12:01 Julilan Assange sést hér koma fyrir dóm í London í apríl í fyrra. Getty/Jack Taylor Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna og segir markmiðið að vekja athygli á hörmulegri stöðu Julians Assange í breska fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í tvö ár. „Við erum ekki að finna upp hjólið heldur elta þingmenn annara ríkja. Það hafa komið fram þverpólitískar yfirlýsingar frá þingmönnum á ástralska þinginu, Þýskalandi, Bretlandi og víðar. Við erum að fylgja í fótspor þeirra,“ segir Helga Vala. Engin viðbrögð hafi enn fengist frá Bandaríkjamönnum. „Ég hef aðeins skrifað um þetta á síðustu árum og ekki fengið nein viðbrögð við því. Nú komum við saman, þingmenn flestra flokka á Alþingi, og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu sem hefði auðvitað getað verið mun harðorðari.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Stöð 2/Einar Þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins skrifa undir yfirlýsinguna auk eins þingmanns Vinstri grænna, Ara Trausta Guðmundssonar. Sum sé enginn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum né Miðflokknum. Helga Vala segir að málið sé ekki flokkspólitískt en öllum hafi staðið til boða að skrifa undir. „Það boð var ítrekað en þingmenn þessara flokka vildu ekki vera með. Ég átti kannski von á því að það kæmu fleiri frá VG en gott og vel. Það er einn þingmaður frá þeim sem ég auðvitað fagna. Það skiptir máli að þetta sé þverpólitísk yfirlýsing. Það hefur verið með svipuðum hætti annars staðar. Eins og í Þýskalandi þar sem öfgaflokkurinn var ekki með á yfirlýsingunni. Þetta er svipuð tilhneiging, klárlega,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér: Afhending yfirlýsingar þverpólitísks hóps íslenskra þingmanna vegna Julian Assange, rannsóknarblaðamanns og stofnanda Wikileaks. Í dag sendi þverpólitískur hópur íslenskra þingmanna sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Feta þingmennirnir þar í fótspor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambærilegum yfirlýsingum hafa að undanförnu ákallað bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rannsóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín. Julian Assange hefur nú um tveggja ára skeið setið í rammgirtasta fangelsi Bretlands, Belmarsh fangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldisfyllstu glæpina. Ber að minna á að Assange hefur enn ekki hlotið dóm, heldur snýst mál hans í Bretlandi enn um það hvort hann verður framseldur til Bandaríkjana eða ekki. Hafnaði breskur undirréttur beiðni Bandaríkjastjórnar um framsal Assange en Hæstiréttur Bretlands hefur nú heimilað áfrýjun á þeirri synjun og því mun Assange enn um hríð sitja í þessu rammgerða fangelsi. Vert er að minna á að hann hvorki almenns réttar fanga í Bretlandi er varðar það að fá að hitta sína nánustu né vera í nauðsynlegum samskiptum við lögmenn sína. Þá hafa breskir þingmenn, með Jeremy Corbyn fremstan í flokki, gert tilraun til að fá að hitta Assange í fangelsinu en án árangurs. Mál Julians Assange Bandaríkin Alþingi Utanríkismál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna og segir markmiðið að vekja athygli á hörmulegri stöðu Julians Assange í breska fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í tvö ár. „Við erum ekki að finna upp hjólið heldur elta þingmenn annara ríkja. Það hafa komið fram þverpólitískar yfirlýsingar frá þingmönnum á ástralska þinginu, Þýskalandi, Bretlandi og víðar. Við erum að fylgja í fótspor þeirra,“ segir Helga Vala. Engin viðbrögð hafi enn fengist frá Bandaríkjamönnum. „Ég hef aðeins skrifað um þetta á síðustu árum og ekki fengið nein viðbrögð við því. Nú komum við saman, þingmenn flestra flokka á Alþingi, og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu sem hefði auðvitað getað verið mun harðorðari.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Stöð 2/Einar Þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins skrifa undir yfirlýsinguna auk eins þingmanns Vinstri grænna, Ara Trausta Guðmundssonar. Sum sé enginn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum né Miðflokknum. Helga Vala segir að málið sé ekki flokkspólitískt en öllum hafi staðið til boða að skrifa undir. „Það boð var ítrekað en þingmenn þessara flokka vildu ekki vera með. Ég átti kannski von á því að það kæmu fleiri frá VG en gott og vel. Það er einn þingmaður frá þeim sem ég auðvitað fagna. Það skiptir máli að þetta sé þverpólitísk yfirlýsing. Það hefur verið með svipuðum hætti annars staðar. Eins og í Þýskalandi þar sem öfgaflokkurinn var ekki með á yfirlýsingunni. Þetta er svipuð tilhneiging, klárlega,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér: Afhending yfirlýsingar þverpólitísks hóps íslenskra þingmanna vegna Julian Assange, rannsóknarblaðamanns og stofnanda Wikileaks. Í dag sendi þverpólitískur hópur íslenskra þingmanna sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Feta þingmennirnir þar í fótspor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambærilegum yfirlýsingum hafa að undanförnu ákallað bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rannsóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín. Julian Assange hefur nú um tveggja ára skeið setið í rammgirtasta fangelsi Bretlands, Belmarsh fangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldisfyllstu glæpina. Ber að minna á að Assange hefur enn ekki hlotið dóm, heldur snýst mál hans í Bretlandi enn um það hvort hann verður framseldur til Bandaríkjana eða ekki. Hafnaði breskur undirréttur beiðni Bandaríkjastjórnar um framsal Assange en Hæstiréttur Bretlands hefur nú heimilað áfrýjun á þeirri synjun og því mun Assange enn um hríð sitja í þessu rammgerða fangelsi. Vert er að minna á að hann hvorki almenns réttar fanga í Bretlandi er varðar það að fá að hitta sína nánustu né vera í nauðsynlegum samskiptum við lögmenn sína. Þá hafa breskir þingmenn, með Jeremy Corbyn fremstan í flokki, gert tilraun til að fá að hitta Assange í fangelsinu en án árangurs.
Mál Julians Assange Bandaríkin Alþingi Utanríkismál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent