Skellt í lás á æfingasvæði Ítala eftir að sjónvarpslýsandi greindist með veiruna Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 17:46 Ítalía hefur ekki tapað leik síðan árið 2018 og getur orðið Evrópumeistari á sunnudaginn. EPA/Frank Augstein Ítalir vonast til þess að staðfest smit þriggja fjölmiðlamanna sem fylgt hafa ítalska landsliðshópnum eftir muni ekki hafa nein áhrif á úrslitaleikinn við England á sunnudaginn. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er lýsandi ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, Alberto Rimedio, á meðal hinna smituðu og þarf því að fylla í hans skarð á sunnudaginn. Talið er að Rimedio og tveir tökumenn hafi smitast í Bretlandi. Tvö smitanna greindust í London í kjölfar undanúrslitaleiks Ítalíu gegn Spáni þar á þriðjudagskvöld en eitt smitanna greindist eftir að ítalski hópurinn og fjölmiðlafólk hafði snúið aftur í bækistöðvar sínar í Flórens á Ítalíu. Ítalska knattspyrnusambandið lét þegar í stað sótthreinsa alla fleti á Coverciano-æfingasvæðinu. Svæðinu var lokað og ákveðið að blaðamannafundur dagsins færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Litlar líkur á smiti í ítalska liðinu The Guardian segir að samkvæmt ítölskum miðlum séu leikmenn ítalska liðsins ekki áhyggjufullir þar sem að þeir séu allir bólusettir. Ítalska sambandið vilji hins vegar enga óþarfa áhættu taka fyrir stóru stundina enda nóg að leikmaður greinist með smit til að hann fái ekki að spila og líklegt að fleiri en viðkomandi leikmaður þyrftu að fara í sóttkví. „Þetta er ekki nein óskastaða í undirbúningi liðsins og við erum að taka próf og ganga úr skugga um að enginn sé smitaður,“ er haft eftir talsmanni ítalska sambandsins í The Sun sem bætti við: „Það eru litlar líkur á að smiti í liðinu en við verðum að vera vissir. Þetta þýðir að við höfum hætt við að hafa æfingar opnar fyrir fjölmiðlamönnum og þurfum að gera aðrar ráðstafanir.“ Ítalski hópurinn ferðast aftur til Bretlands um hádegisbil á morgun. Liðið fær æfingaaðstöðu Tottenham að láni en snýr svo aftur á Wembley þar sem úrslitaleikurinn við England hefst klukkan 19 á sunnudagskvöld. EM 2020 í fótbolta Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Sjá meira
Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er lýsandi ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, Alberto Rimedio, á meðal hinna smituðu og þarf því að fylla í hans skarð á sunnudaginn. Talið er að Rimedio og tveir tökumenn hafi smitast í Bretlandi. Tvö smitanna greindust í London í kjölfar undanúrslitaleiks Ítalíu gegn Spáni þar á þriðjudagskvöld en eitt smitanna greindist eftir að ítalski hópurinn og fjölmiðlafólk hafði snúið aftur í bækistöðvar sínar í Flórens á Ítalíu. Ítalska knattspyrnusambandið lét þegar í stað sótthreinsa alla fleti á Coverciano-æfingasvæðinu. Svæðinu var lokað og ákveðið að blaðamannafundur dagsins færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Litlar líkur á smiti í ítalska liðinu The Guardian segir að samkvæmt ítölskum miðlum séu leikmenn ítalska liðsins ekki áhyggjufullir þar sem að þeir séu allir bólusettir. Ítalska sambandið vilji hins vegar enga óþarfa áhættu taka fyrir stóru stundina enda nóg að leikmaður greinist með smit til að hann fái ekki að spila og líklegt að fleiri en viðkomandi leikmaður þyrftu að fara í sóttkví. „Þetta er ekki nein óskastaða í undirbúningi liðsins og við erum að taka próf og ganga úr skugga um að enginn sé smitaður,“ er haft eftir talsmanni ítalska sambandsins í The Sun sem bætti við: „Það eru litlar líkur á að smiti í liðinu en við verðum að vera vissir. Þetta þýðir að við höfum hætt við að hafa æfingar opnar fyrir fjölmiðlamönnum og þurfum að gera aðrar ráðstafanir.“ Ítalski hópurinn ferðast aftur til Bretlands um hádegisbil á morgun. Liðið fær æfingaaðstöðu Tottenham að láni en snýr svo aftur á Wembley þar sem úrslitaleikurinn við England hefst klukkan 19 á sunnudagskvöld.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti