Stefnir á sigur í Meistaradeild Evrópu en segir það súrsætt að yfirgefa Svíþjóð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2021 08:01 Glódís Perla er spennt fyrir komandi tímabili og setur markið hátt. Bayern Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, samdi í gær við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifaði hún undir þriggja ára samning við liðið og segist spennt fyrir nýrri áskorun. Jafnframt segist Glódís Perla gera sér fulla grein fyrir því að hún labbi ekki beint inn í byrjunarlið Bayern sem fór í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vinna þýsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Glódís Perla var að pakka er Vísir heyrði í henni en gaf sér þó góðan tíma í að ræða vistaskiptin og landflutningana. „Mér líður bara mjög vel. Er mjög spennt fyrir því sem er fram undan. Frábært líka að enda þetta á svona góðum nótum hjá Rosengård,“ sagði Glódís Perla aðspurð hvernig sér liði einfaldlega. Rosengård vann 5-0 sigur á Vaxjö á sunnudagskvöldið. Eftir leik staðfesti sænska félagið að hún væri á förum frá félaginu og í gær kom í ljós að miðvörðurinn væri á leið til Bayern München. Glódís Perla við undirskriftina.Bayern Glódís Perla gæti vart skilið Rosengård eftir á betri stað. Liðið trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar þegar 12 umferðum er lokið og hefur það aðeins fengið á sig tvö mörk. Átti eitt ár eftir af samning Hin 26 ára gamla Glódís Perla átti eitt ár eftir af samning við Rosengård og þar með ljóst að Bayern hefur þurft að opna budduna til að fá íslenska landsliðsmiðvörðinn í sínar raðir. Liðið hafði fylgst með henni í dágóða stund og félagaskiptin legið í loftinu. „Þetta er búið að vera dágóða stund að gerast, samt ekki. Um jólin heyrði ég af áhuga Bayern en það var ekki fyrr en eftir að við spiluðum við þær í Meistaradeild Evrópu sem boltinn fór að rúlla. Svo tekur þetta bara tíma, það þarf að semja við Rosengård … og mig auðvitað.“ Liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fór fram 24. mars og sá síðari viku síðar. Fór það svo að Bayern vann einvígið 4-0 samanlagt en féll svo úr leik gegn Chelsea í undanúrslitum. „Skemmtileg upplifun að vera þeim megin við borðið.“ Jens Scheuer, þjálfari Bayern, seldi Glódísi endanlega hugmyndina um að ganga til liðs við félagið. „Ég spjallaði við hann [Jens] um hvernig þeirra leikhugmynd er, hvernig hann vill setja leikina upp og hvernig hann vill að Bayern spili. Svo voru þau auðvitað að selja mér að koma til félagsins þar sem ég átti enn ár eftir af samning. Það var bara gaman, mjög skemmtilegum upplifun að vera þeim megin við borðið.“ „Mér leist vel á hann, þær hugmyndir sem hann hefur fyrir liðið og mig á næstum árum. Að því sögðu þá er ég að fara inn í mikla samkeppni, ég veit vel að ég er ekkert að fara labba inn í liðið hjá Bayern.“ Unsere neue Nummer 14! Innenverteidigerin Glódís Viggósdóttir unterschreibt für drei Jahre beim @FCBayern.Alle Informationen https://t.co/rDptEYsMPs#MiaSanMia pic.twitter.com/8CZdccEL3b— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 „Félagið er með mjög háleit markmið. Markmiðið er að vinna Meistaradeild Evrópu sem hefur einnig verið mitt markmið í langan tíma. Held að markmið mín og félagsins passi vel saman.“ Tvær íslenskar landsliðskonur í besta liði Þýskalands Glódís Perla verður ekki eina íslenska landsliðskonan hjá Bayern en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir samdi við félagið í janúar á þessu ári. Karólína Lea er aðeins 19 ára að aldri en hún skaust upp á stjörnuhimininn síðasta sumar er hún lék fyrir Breiðablik. Hún var svo valin í íslenska A-landsliðið og lék sína fyrstu landsleiki síðasta haust. Bayern festi svo kaup á henni skömmu eftir áramót en á svipuðum tíma var félagið að íhuga kaup á Glódísi. „Það hjálpar að hafa Karólínu Leu þarna. Ég talaði aðeins við hana í aðdragandanum að skiptunum. Fékk að heyra hennar sjónarhorn á klúbbnum og svona, hún hafði bara góða hluti að segja.“ Glódís Perla í fyrri leiknum gegn Bayern í Meistaradeild Evrópu í vor.Roland Krivec/Getty Images Get bætt mig enn frekar Þrátt fyrir nokkuð ungan aldur er Glódís Perla einstaklega reynslumikill leikmaður. Hún hóf snemma að æfa og spila með meistaraflokki HK/Víkings. Þaðan fór hún til Stjörnunnar og varð tvívegis Íslandsmeistari fyrir tvítugt. Þaðan lá leiðin til Eskilstuna og svo Rosengård árið 2017. Varð hún sænskur meistari með liðinu tveimur árum síðar. Nú er hún komin til Þýskalands og stefnir ekki aðeins á að vinna titla heldur einnig að bæta sig sem leikmaður. „Ég er að fara inn í umhverfi þar sem er miklu meiri samkeppni og enn betra æfingaumhverfi. Efast ekki um að ég muni bæta mig sem leikmann með það umhverfi og þá umgjörð sem er til staðar hjá Bayern.“ „Þegar ég fór til Svíþjóðar var ég með það markmið að spila fyrir Rosengård. Það er vissulega stærsta félagið í Svíþjóð en það er einnig með góða tengingu út í aðra klúbba erlendis. Ég er mjög ánægð með hvernig þetta hefur spilast hingað til. Hef reynt að fylgja hjartanu þegar kemur að því að taka næstu skref og ekki verið að flýta mér of mikið. Fann svo í janúar á þessu ári að ég væri tilbúin í nýtt ævintýri.“ Erfitt að yfirgefa Malmö Glódís Perla viðurkenndi fúslega að það væri erfitt að yfirgefa Svíþjóð þar sem hún hefur búið undanfarin sex ár. „Það er klárlega mjög sorglegt og mjög erfitt að fara frá Rosengård, Malmö sérstaklega enda búin að vera hér í fjögur ár og liðið ótrúlega vel. Þetta er súrsætt einhvern veginn, að fara frá einhverju þar sem mér líður ótrúlega vel – í vonandi eitthvað enn betra, ég er mjög spennt.“ „Það er alltaf krefjandi að fara í nýtt land. Yfirgefa vinina, liðsfélagana og allt það sem maður er orðin vön. Svona er þetta hins vegar bara í boltanum, til að verða best þarf alltaf að fórna einhverju.“ Vill vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur „Ég er fyrst og fremst kannski að einbeita mér að mér og mínum ferli en ég vil auðvitað vera fyrirmynd fyrir stelpur. Það er frábært að þær – og allir heima – hafi möguleika á að sjá konur spila fótbolta í sjónvarpinu yfir höfuð. Það var alls ekkert sjálfgefið þegar ég var krakki,“ sagði Glódís Perla mikilvægi þess að gott aðgengi sé að kvennaknattspyrnu. Allir leikir í riðla- og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu verða sýndir beint í opinni dagskrá á Youtube næstu tvö árin. „Maður hefur verið krakkinn sem horfir upp til eldri leikmanna og sér þær sem fyrirmyndir. Man enn þegar Kata Jóns kom og horfði á okkur spila þegar ég var krakki, það var toppurinn á tilverunni. Það eru því algjör forréttindi að fá að vera þessi fyrirmynd.“ Katrín Jónsdóttir [Kata Jóns] var margfaldur Íslands- og bikarmeistari á sínum tíma ásamt því að leika sem atvinnumaður í bæði Noregi og Svíþjóð. Þá lék hún 133 A-landsleiki en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað fleiri landsleiki [136].Vísir/Daníel Glódís Perla á að baki 93 A-landsleiki og ef fer sem horfir mun hún bæta leikjafjölda Katrínar áður en langt um líður. Sumarfrí í sólinni Að endingu var Glódís Perla spurð út í komandi tímabil og hvenær hún myndi hefja æfingar með Bayern. „Tímabilið hefst í lok ágúst og liðið byrjar að æfa núna strax eftir helgi. Ég fæ samt smá sumarfrí þar sem ég hef verið að spila í Svíþjóð meðan þær eru búnar að vera í fríi síðan í byrjun júní. Ég fer því í sólina að slaka aðeins á áður en ég mæti til leiks.“ Fótbolti Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Jafnframt segist Glódís Perla gera sér fulla grein fyrir því að hún labbi ekki beint inn í byrjunarlið Bayern sem fór í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vinna þýsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Glódís Perla var að pakka er Vísir heyrði í henni en gaf sér þó góðan tíma í að ræða vistaskiptin og landflutningana. „Mér líður bara mjög vel. Er mjög spennt fyrir því sem er fram undan. Frábært líka að enda þetta á svona góðum nótum hjá Rosengård,“ sagði Glódís Perla aðspurð hvernig sér liði einfaldlega. Rosengård vann 5-0 sigur á Vaxjö á sunnudagskvöldið. Eftir leik staðfesti sænska félagið að hún væri á förum frá félaginu og í gær kom í ljós að miðvörðurinn væri á leið til Bayern München. Glódís Perla við undirskriftina.Bayern Glódís Perla gæti vart skilið Rosengård eftir á betri stað. Liðið trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar þegar 12 umferðum er lokið og hefur það aðeins fengið á sig tvö mörk. Átti eitt ár eftir af samning Hin 26 ára gamla Glódís Perla átti eitt ár eftir af samning við Rosengård og þar með ljóst að Bayern hefur þurft að opna budduna til að fá íslenska landsliðsmiðvörðinn í sínar raðir. Liðið hafði fylgst með henni í dágóða stund og félagaskiptin legið í loftinu. „Þetta er búið að vera dágóða stund að gerast, samt ekki. Um jólin heyrði ég af áhuga Bayern en það var ekki fyrr en eftir að við spiluðum við þær í Meistaradeild Evrópu sem boltinn fór að rúlla. Svo tekur þetta bara tíma, það þarf að semja við Rosengård … og mig auðvitað.“ Liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fór fram 24. mars og sá síðari viku síðar. Fór það svo að Bayern vann einvígið 4-0 samanlagt en féll svo úr leik gegn Chelsea í undanúrslitum. „Skemmtileg upplifun að vera þeim megin við borðið.“ Jens Scheuer, þjálfari Bayern, seldi Glódísi endanlega hugmyndina um að ganga til liðs við félagið. „Ég spjallaði við hann [Jens] um hvernig þeirra leikhugmynd er, hvernig hann vill setja leikina upp og hvernig hann vill að Bayern spili. Svo voru þau auðvitað að selja mér að koma til félagsins þar sem ég átti enn ár eftir af samning. Það var bara gaman, mjög skemmtilegum upplifun að vera þeim megin við borðið.“ „Mér leist vel á hann, þær hugmyndir sem hann hefur fyrir liðið og mig á næstum árum. Að því sögðu þá er ég að fara inn í mikla samkeppni, ég veit vel að ég er ekkert að fara labba inn í liðið hjá Bayern.“ Unsere neue Nummer 14! Innenverteidigerin Glódís Viggósdóttir unterschreibt für drei Jahre beim @FCBayern.Alle Informationen https://t.co/rDptEYsMPs#MiaSanMia pic.twitter.com/8CZdccEL3b— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 „Félagið er með mjög háleit markmið. Markmiðið er að vinna Meistaradeild Evrópu sem hefur einnig verið mitt markmið í langan tíma. Held að markmið mín og félagsins passi vel saman.“ Tvær íslenskar landsliðskonur í besta liði Þýskalands Glódís Perla verður ekki eina íslenska landsliðskonan hjá Bayern en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir samdi við félagið í janúar á þessu ári. Karólína Lea er aðeins 19 ára að aldri en hún skaust upp á stjörnuhimininn síðasta sumar er hún lék fyrir Breiðablik. Hún var svo valin í íslenska A-landsliðið og lék sína fyrstu landsleiki síðasta haust. Bayern festi svo kaup á henni skömmu eftir áramót en á svipuðum tíma var félagið að íhuga kaup á Glódísi. „Það hjálpar að hafa Karólínu Leu þarna. Ég talaði aðeins við hana í aðdragandanum að skiptunum. Fékk að heyra hennar sjónarhorn á klúbbnum og svona, hún hafði bara góða hluti að segja.“ Glódís Perla í fyrri leiknum gegn Bayern í Meistaradeild Evrópu í vor.Roland Krivec/Getty Images Get bætt mig enn frekar Þrátt fyrir nokkuð ungan aldur er Glódís Perla einstaklega reynslumikill leikmaður. Hún hóf snemma að æfa og spila með meistaraflokki HK/Víkings. Þaðan fór hún til Stjörnunnar og varð tvívegis Íslandsmeistari fyrir tvítugt. Þaðan lá leiðin til Eskilstuna og svo Rosengård árið 2017. Varð hún sænskur meistari með liðinu tveimur árum síðar. Nú er hún komin til Þýskalands og stefnir ekki aðeins á að vinna titla heldur einnig að bæta sig sem leikmaður. „Ég er að fara inn í umhverfi þar sem er miklu meiri samkeppni og enn betra æfingaumhverfi. Efast ekki um að ég muni bæta mig sem leikmann með það umhverfi og þá umgjörð sem er til staðar hjá Bayern.“ „Þegar ég fór til Svíþjóðar var ég með það markmið að spila fyrir Rosengård. Það er vissulega stærsta félagið í Svíþjóð en það er einnig með góða tengingu út í aðra klúbba erlendis. Ég er mjög ánægð með hvernig þetta hefur spilast hingað til. Hef reynt að fylgja hjartanu þegar kemur að því að taka næstu skref og ekki verið að flýta mér of mikið. Fann svo í janúar á þessu ári að ég væri tilbúin í nýtt ævintýri.“ Erfitt að yfirgefa Malmö Glódís Perla viðurkenndi fúslega að það væri erfitt að yfirgefa Svíþjóð þar sem hún hefur búið undanfarin sex ár. „Það er klárlega mjög sorglegt og mjög erfitt að fara frá Rosengård, Malmö sérstaklega enda búin að vera hér í fjögur ár og liðið ótrúlega vel. Þetta er súrsætt einhvern veginn, að fara frá einhverju þar sem mér líður ótrúlega vel – í vonandi eitthvað enn betra, ég er mjög spennt.“ „Það er alltaf krefjandi að fara í nýtt land. Yfirgefa vinina, liðsfélagana og allt það sem maður er orðin vön. Svona er þetta hins vegar bara í boltanum, til að verða best þarf alltaf að fórna einhverju.“ Vill vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur „Ég er fyrst og fremst kannski að einbeita mér að mér og mínum ferli en ég vil auðvitað vera fyrirmynd fyrir stelpur. Það er frábært að þær – og allir heima – hafi möguleika á að sjá konur spila fótbolta í sjónvarpinu yfir höfuð. Það var alls ekkert sjálfgefið þegar ég var krakki,“ sagði Glódís Perla mikilvægi þess að gott aðgengi sé að kvennaknattspyrnu. Allir leikir í riðla- og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu verða sýndir beint í opinni dagskrá á Youtube næstu tvö árin. „Maður hefur verið krakkinn sem horfir upp til eldri leikmanna og sér þær sem fyrirmyndir. Man enn þegar Kata Jóns kom og horfði á okkur spila þegar ég var krakki, það var toppurinn á tilverunni. Það eru því algjör forréttindi að fá að vera þessi fyrirmynd.“ Katrín Jónsdóttir [Kata Jóns] var margfaldur Íslands- og bikarmeistari á sínum tíma ásamt því að leika sem atvinnumaður í bæði Noregi og Svíþjóð. Þá lék hún 133 A-landsleiki en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað fleiri landsleiki [136].Vísir/Daníel Glódís Perla á að baki 93 A-landsleiki og ef fer sem horfir mun hún bæta leikjafjölda Katrínar áður en langt um líður. Sumarfrí í sólinni Að endingu var Glódís Perla spurð út í komandi tímabil og hvenær hún myndi hefja æfingar með Bayern. „Tímabilið hefst í lok ágúst og liðið byrjar að æfa núna strax eftir helgi. Ég fæ samt smá sumarfrí þar sem ég hef verið að spila í Svíþjóð meðan þær eru búnar að vera í fríi síðan í byrjun júní. Ég fer því í sólina að slaka aðeins á áður en ég mæti til leiks.“
Fótbolti Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira