Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júlí 2021 11:53 Myndin var tekin í Leifsstöð í morgun. vísir/atli Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. Ekki hefur verið hægt að nota þær vélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða að framvísa til komast til útlanda. Metfjöldi véla Fjöldi þeirra sem fara í gegn um flugvöllinn hefur farið sívaxandi með hverjum deginum og er gert ráð fyrir að um 13 til 14 þúsund manns fari í gegn um flugstöðina í dag, ýmist á leið inn eða út úr landinu. Samtals hafa 23 vélar flogið frá landinu í hádeginu í dag og má ætla að fjöldi Íslendinga sé í þessum töluðu orðum á miðri leið í langþráð sumarfrí. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. Fjöldi farþega óx hraðar en reiknað var með Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir umferð á flugvellinum hafa verið fljóta að taka við sér eftir faraldurinn: „Það hefur orðið gríðarleg aukning á fjölda farþega, bæði þeirra sem eru að koma til landsins og þeirra sem eru að fara frá landinu, núna á síðastliðnum tveimur mánuðum. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Ég held að þetta hafi vaxið mun hraðar en menn höfðu reiknað með og við sjáum það þegar líður fram á árið að mögulega förum við að nálgast tölur á komufarþegum nálægt því sem var 2019,“ segir Arngrímur í samtali við Vísi. Sólþyrstir Íslendingar Hann segir greinilegt að ferðavilji Íslendinga sé mikill: „Íslendingarnir eru orðnir mjög sólþyrstir. Við sjáum að flest flug til þessara suðrænu landa eru full af Íslendingum og við sjáum að Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira milli landa í kring um okkur, til Skandinavíu og Evrópu.“ Því hafa myndast langar raðir við innritunarborðin síðustu daga. En það eru fleiri skýringar á þeim: „Þetta kemur til vegna þess að í flestöllum löndunum í kring um okkur þá eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru að koma til landsins,“ segir Arngrímur. „Flugfélögin hérna á flugvellinum þau þurfa að staðfesta þessi gögn sem farþegarnir eru með svo þeir megi halda áfram og það seinkar að sjálfsögðu aðeins þeim tíma sem tekur að innrita farþega og gerir það líka að verkum að það er ekki hægt að nýta þennan sjálfvirka innritunarbúnað þar sem farþegar geta afgreitt sig sjálfir í á flugvellinum.“ Hann gerir ráð fyrir að álag á starfsfólk vallarins fari vaxandi á næstu vikum og býst við að farþegafjöldinn gæti náð sér aftur í svipaðar hæðir á þessu ári og þekktust fyrir heimsfaraldurinn. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Ekki hefur verið hægt að nota þær vélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða að framvísa til komast til útlanda. Metfjöldi véla Fjöldi þeirra sem fara í gegn um flugvöllinn hefur farið sívaxandi með hverjum deginum og er gert ráð fyrir að um 13 til 14 þúsund manns fari í gegn um flugstöðina í dag, ýmist á leið inn eða út úr landinu. Samtals hafa 23 vélar flogið frá landinu í hádeginu í dag og má ætla að fjöldi Íslendinga sé í þessum töluðu orðum á miðri leið í langþráð sumarfrí. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. Fjöldi farþega óx hraðar en reiknað var með Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir umferð á flugvellinum hafa verið fljóta að taka við sér eftir faraldurinn: „Það hefur orðið gríðarleg aukning á fjölda farþega, bæði þeirra sem eru að koma til landsins og þeirra sem eru að fara frá landinu, núna á síðastliðnum tveimur mánuðum. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Ég held að þetta hafi vaxið mun hraðar en menn höfðu reiknað með og við sjáum það þegar líður fram á árið að mögulega förum við að nálgast tölur á komufarþegum nálægt því sem var 2019,“ segir Arngrímur í samtali við Vísi. Sólþyrstir Íslendingar Hann segir greinilegt að ferðavilji Íslendinga sé mikill: „Íslendingarnir eru orðnir mjög sólþyrstir. Við sjáum að flest flug til þessara suðrænu landa eru full af Íslendingum og við sjáum að Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira milli landa í kring um okkur, til Skandinavíu og Evrópu.“ Því hafa myndast langar raðir við innritunarborðin síðustu daga. En það eru fleiri skýringar á þeim: „Þetta kemur til vegna þess að í flestöllum löndunum í kring um okkur þá eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru að koma til landsins,“ segir Arngrímur. „Flugfélögin hérna á flugvellinum þau þurfa að staðfesta þessi gögn sem farþegarnir eru með svo þeir megi halda áfram og það seinkar að sjálfsögðu aðeins þeim tíma sem tekur að innrita farþega og gerir það líka að verkum að það er ekki hægt að nýta þennan sjálfvirka innritunarbúnað þar sem farþegar geta afgreitt sig sjálfir í á flugvellinum.“ Hann gerir ráð fyrir að álag á starfsfólk vallarins fari vaxandi á næstu vikum og býst við að farþegafjöldinn gæti náð sér aftur í svipaðar hæðir á þessu ári og þekktust fyrir heimsfaraldurinn.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira