Með gosið í gangi heima í stofu Snorri Másson skrifar 10. júlí 2021 20:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir engin merki um að eldgosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd. Eftir að hafa legið í láginni í um fjóra sólarhringa tók eldgosið sig upp að nýju í nótt. Snemma í morgun farið að gusast hressilega úr gígnum, í fyrsta skipti frá því á mánudaginn. Vísindamenn hafa verið við gosstöðvarnar í dag að kanna aðstæður. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í viðtali við Bylgjuna í dag: „Það er mjög öflugur og tilkomumikill hraunfoss með boðaföllum sem hefur verið að fæða Meradalina. Allur vestari hluti Meradala, það er nýtt hraun sem þekur hann.“ Engar grundvallarbreytingar orðið á gosinu Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur áréttar að eldgosið hafi ekki á neinum tímapunkti stöðvast, heldur hafi eldvirknin á yfirborðinu aðeins breyst. „Þetta eru miklar breytingar, sem hafa orðið á virkninni í gígunum. Það er mjög athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að framleiðni, aðfærsla kviku að neðan og upp í gegnum gíginn, hún hefur lítið sem ekkert breyst. Samt erum við að sjá þessar miklu sveiflur í gígavirkninni. Það er fyrir mér mjög spennandi og athyglisvert og ég vil endilega skilja það betur,“ segir Þorvaldur. Á þessari stundu er hraunstreymið aðallega inn í Meradali en kvikan hefur þegar þakið töluvert svæði fjallsins. Eldgosið hefur nú staðið í tæpa fjóra mánuði og lætur engan bilbug á sér finna. "Ja, heldur þetta ekki bara áfram? Það er í sjálfu sér ekkert sem er að segja okkur það að endalok séu nærri eða neitt þess háttar. Það er greinilegt að það er enn aðstreymi af kviku upp í gegnum aðfærsluæðina og á meðan það er, þá heldur gosið áfram." Enn á kafi í gosinu Þótt almenningur kunni að leiða hugann sífellt minna að langvinnu gosinu, á það enn hug vísindamanna. „Við erum á kafi í þessu. Þetta eiginlega á hug manns og tíma líka. Þetta er náttúrulega alveg einstakt tækifæri til að gera ákveðnar mælingar og í raun og veru setja upp ákveðnar tilraunir ef það má orða það svoleiðis.“ Þar sem vísindamenn geta ekki verið við gosstöðvarnar öllum stundum koma beinar útsendingar helstu fjölmiðla að góðum notum. Þorvaldur er með beina útsendingu Vísis og Stöðvar 2 í gangi á flatskjánum heima í stofu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Eftir að hafa legið í láginni í um fjóra sólarhringa tók eldgosið sig upp að nýju í nótt. Snemma í morgun farið að gusast hressilega úr gígnum, í fyrsta skipti frá því á mánudaginn. Vísindamenn hafa verið við gosstöðvarnar í dag að kanna aðstæður. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í viðtali við Bylgjuna í dag: „Það er mjög öflugur og tilkomumikill hraunfoss með boðaföllum sem hefur verið að fæða Meradalina. Allur vestari hluti Meradala, það er nýtt hraun sem þekur hann.“ Engar grundvallarbreytingar orðið á gosinu Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur áréttar að eldgosið hafi ekki á neinum tímapunkti stöðvast, heldur hafi eldvirknin á yfirborðinu aðeins breyst. „Þetta eru miklar breytingar, sem hafa orðið á virkninni í gígunum. Það er mjög athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að framleiðni, aðfærsla kviku að neðan og upp í gegnum gíginn, hún hefur lítið sem ekkert breyst. Samt erum við að sjá þessar miklu sveiflur í gígavirkninni. Það er fyrir mér mjög spennandi og athyglisvert og ég vil endilega skilja það betur,“ segir Þorvaldur. Á þessari stundu er hraunstreymið aðallega inn í Meradali en kvikan hefur þegar þakið töluvert svæði fjallsins. Eldgosið hefur nú staðið í tæpa fjóra mánuði og lætur engan bilbug á sér finna. "Ja, heldur þetta ekki bara áfram? Það er í sjálfu sér ekkert sem er að segja okkur það að endalok séu nærri eða neitt þess háttar. Það er greinilegt að það er enn aðstreymi af kviku upp í gegnum aðfærsluæðina og á meðan það er, þá heldur gosið áfram." Enn á kafi í gosinu Þótt almenningur kunni að leiða hugann sífellt minna að langvinnu gosinu, á það enn hug vísindamanna. „Við erum á kafi í þessu. Þetta eiginlega á hug manns og tíma líka. Þetta er náttúrulega alveg einstakt tækifæri til að gera ákveðnar mælingar og í raun og veru setja upp ákveðnar tilraunir ef það má orða það svoleiðis.“ Þar sem vísindamenn geta ekki verið við gosstöðvarnar öllum stundum koma beinar útsendingar helstu fjölmiðla að góðum notum. Þorvaldur er með beina útsendingu Vísis og Stöðvar 2 í gangi á flatskjánum heima í stofu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43