Mikil spenna var í toppbaráttu mótsins en Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiddu mótið fyrir lokahringinn í dag á 14 höggum undir pari. Spánverjinn Jon Rahm kom næstur á 13 undir parinu, Lucas Herbert frá Ástralíu var á 12 undir pari og tveir landar hans, Min Woo Lee og Wade Ormsby komu næstir auk Bandaríkjamannsins Scottie Scheffler á ellefu undir parinu.
Keppni frestaðist um tíma í dag vegna veðurs en spennan hélt áfram eftir stutt hlé.
Whatever the weather, protect the trophy #abrdnScottishOpen | #RolexSeries pic.twitter.com/GeSJN3L2nZ
— abrdn Scottish Open (@ScottishOpen) July 11, 2021
Lee var á meðal þeirra bestu á hringnum í dag þar sem hann fór hringinn á sjö höggum undir pari sem dugði honum til að vera 18 höggum undir parinu í heildina. Þar sem efstu menn fyrirfram, Detry og Fitzpatrick, fóru hringinn báðir á fjórum undir pari voru þeir jafnir Lee með það skor eftir hringinn.
Ian Poulter, sem lék manna best í dag, á átta höggum undir pari var aðeins höggi á eftir þeim þremur, auk Ryans Palmer, sem lék á sjö undir í dag, og Lucasar Herbert sem fór á fimm undir pari í dag.
The winning moment #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/rRwZv7VHAX
— The European Tour (@EuropeanTour) July 11, 2021
Það voru hins vegar Lee, Detry og Fitzpatrick sem luku keppni á toppnum. Þar sem þeir voru þrír jafnir þurfti bráðabana til að útkljá hver þeirra myndi fagna sigri. Sá bráðabani var óvenju stuttur þar sem 18. hola vallarins var leikin. Lee fékk fugl á holunni á meðan þeir tveir síðarnefndu fóru á pari og fagnaði Ástralinn því sigri eftir að hafa fengið sinn áttunda fugl í dag.