Mikið vatn runnið til sjávar síðan síðast en þá munaði 29 stigum á liðunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 13:31 Pálmi Rafn skoraði tvívegis er KR tók á móti Keflavík haustið 2018. Vísir/Bára Dröfn KR og Keflavík mætast í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikið er í Frostaskjóli en síðast þegar liðin mættust þar munaði 29 stigum á liðunum. Staðan er töluvert öðruvísi í dag. Keflvíkingar vilja eflaust gleyma sumrinu 2018 er lið þeirra féll úr Pepsi Max deild karla með aðeins fjögur stig. Liðið vann ekki leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði 18 leikjum. Þann 16. september sama ár mættu fallnir Keflvíkingar í Frostaskjólið. Mættu þeir þar KR-liði sem sat í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eða 29 stigum meira en gestirnir. Leiknum lauk með 3-1 sigri KR en markaskorar leiksins gætu allir skorað er liðin mætast að nýju í kvöld. Frans Elvarsson kom Keflvíkingum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin mínútu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í síðari hálfleik og Pálmi Rafn gulltryggði svo sigurinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir frábært sumar 2020 er Keflavík komið aftur í deild þeirra bestu. Liðið virðist töluvert betur í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni nú heldur en 2018. Keflavík er með 13 stig að loknum 10 leikjum á meðan KR er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Fari svo að Keflavík landi sigri í kvöld þá fer liðið upp fyrir KR í töflunni vinni það leikinn sem það á til góða. Vissulega stórt EF þar á ferð en meðan Joey Gibbs skorar og skorar eru Keflvíkingar færir í flestan sjó. Heimamenn gætu stillt upp mjög svipuðu liði í kvöld og þeir gerðu 2018 en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Knak Chopart, Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson hófu allir leik ásamt þeim Pálma Rafni og Atla Sigurjóns. Athygli vekur að Oddur Ingi Bjarnason var á varamannabekk KR sem markvörður en hann var markahæsti leikmaður Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er einnig þar á láni í ár. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur fyrir þremur árum og verður að öllum líkindum á sínum stað í kvöld. Davíð Snær Jóhannsson og Sindri Þór Guðmundsson voru einnig í byrjunarliðinu ásamt markaskoraranum Frans. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Keflvíkingar vilja eflaust gleyma sumrinu 2018 er lið þeirra féll úr Pepsi Max deild karla með aðeins fjögur stig. Liðið vann ekki leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði 18 leikjum. Þann 16. september sama ár mættu fallnir Keflvíkingar í Frostaskjólið. Mættu þeir þar KR-liði sem sat í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eða 29 stigum meira en gestirnir. Leiknum lauk með 3-1 sigri KR en markaskorar leiksins gætu allir skorað er liðin mætast að nýju í kvöld. Frans Elvarsson kom Keflvíkingum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin mínútu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í síðari hálfleik og Pálmi Rafn gulltryggði svo sigurinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir frábært sumar 2020 er Keflavík komið aftur í deild þeirra bestu. Liðið virðist töluvert betur í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni nú heldur en 2018. Keflavík er með 13 stig að loknum 10 leikjum á meðan KR er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Fari svo að Keflavík landi sigri í kvöld þá fer liðið upp fyrir KR í töflunni vinni það leikinn sem það á til góða. Vissulega stórt EF þar á ferð en meðan Joey Gibbs skorar og skorar eru Keflvíkingar færir í flestan sjó. Heimamenn gætu stillt upp mjög svipuðu liði í kvöld og þeir gerðu 2018 en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Knak Chopart, Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson hófu allir leik ásamt þeim Pálma Rafni og Atla Sigurjóns. Athygli vekur að Oddur Ingi Bjarnason var á varamannabekk KR sem markvörður en hann var markahæsti leikmaður Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er einnig þar á láni í ár. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur fyrir þremur árum og verður að öllum líkindum á sínum stað í kvöld. Davíð Snær Jóhannsson og Sindri Þór Guðmundsson voru einnig í byrjunarliðinu ásamt markaskoraranum Frans. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira