„Það sem við köllum gott svindl“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 11:03 Kennie Chopart fiskaði vítaspyrnu fyrir KR gegn Keflavík. vísir/hulda margrét Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka féll Kennie í vítateig Keflvíkinga í baráttu við Ástbjörn Þórðarson og Einar Ingi dæmdi umsvifalaust víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnu hans. Réttlætinu var því fullnægt að mati Mána en honum fannst Kennie sækja vítið með leikaraskap. „Þetta er það sem við köllum gott svindl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnur, þegar menn koma rétt svo við hann. Hann dýfir sér glæsilega þarna,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta er ekki víti fyrir fimmaur. Þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá tökum við Raheem Sterling vítið með,“ bætti Máni við og vísaði til vítaspyrnu var dæmd í leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM í síðustu viku. Máni segir þó að Ástbjörn hafi ef til vill ekki verið nógu klókur í þessari stöðu. „Auðvitað hefði hann kannski átt að lesa að hann væri að fara í pressu á móti Kennie og hann væri vís til að láta sig detta,“ sagði Máni. Atla Viðari Björnssyni fannst Ástbjörn hafa verið full klaufalegur í varnarleik sínum. „Mér finnst að Ástbjörn eigi að passa sig á því einu að rekast ekki í Kennie því hann er að hlaupa burt frá markinu, út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna. Lítil brot geta líka verið víti,“ sagði Atli Viðar. Vítaklúður Pálma kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn, 1-0. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins með skoti í slá og inn á 7. mínútu. Umræðuna um vítið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka féll Kennie í vítateig Keflvíkinga í baráttu við Ástbjörn Þórðarson og Einar Ingi dæmdi umsvifalaust víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnu hans. Réttlætinu var því fullnægt að mati Mána en honum fannst Kennie sækja vítið með leikaraskap. „Þetta er það sem við köllum gott svindl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnur, þegar menn koma rétt svo við hann. Hann dýfir sér glæsilega þarna,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta er ekki víti fyrir fimmaur. Þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá tökum við Raheem Sterling vítið með,“ bætti Máni við og vísaði til vítaspyrnu var dæmd í leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM í síðustu viku. Máni segir þó að Ástbjörn hafi ef til vill ekki verið nógu klókur í þessari stöðu. „Auðvitað hefði hann kannski átt að lesa að hann væri að fara í pressu á móti Kennie og hann væri vís til að láta sig detta,“ sagði Máni. Atla Viðari Björnssyni fannst Ástbjörn hafa verið full klaufalegur í varnarleik sínum. „Mér finnst að Ástbjörn eigi að passa sig á því einu að rekast ekki í Kennie því hann er að hlaupa burt frá markinu, út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna. Lítil brot geta líka verið víti,“ sagði Atli Viðar. Vítaklúður Pálma kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn, 1-0. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins með skoti í slá og inn á 7. mínútu. Umræðuna um vítið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12