Tekinn með 27 kíló af grasi og 53 lítra af gambra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2021 13:45 Gæsluvarðhald sem Grynig sætti á meðan rannsókn málsins stóð dregst frá fangelsisvistinni. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn var tekinn með mikið magn maríjúana, kannabisstangla, plöntur og tæpt kíló af amfetamíni. Þá bruggaði maðurinn sömuleiðis gambra. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudaginn. Karlmaðurinn, Dawid Grynig, var ásamt sambýliskonu sinni ákærður fyrir að hafa fimmtudaginn 8. apríl síðastliðinn í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúmlega 27 kíló af maríjúana. Sömuleiðis 114 grömm af hassi, 8,7 kíló af kannabisstönglum, fimmtíu kannabisplöntur og tæplega 900 grömm af amfetamíni. Þá voru þau ákærð fyrir að hafa ræktað fyrrnefndar plöntur. Grynig játaði sök og lagði á það áherslu að hann hefði verið einn að verki. Var hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa á sama tíma verið tekinn með 53 lítra af gambra með 14 prósent áfengisstyrkleika, brot sem hann játaði. Lögreglan krafðist upptöku á fyrrnefndum efnum en einnig búnaði til framleiðslu. Þar má nefna 39 vatnsdælur, 18 ljós, þrjá tímarofa, tvo hitamæla, loftsíu, tvær mulningskvarnir, Samsung Galaxy S8 síma, Samsung Galaxy S20 síma, Nokia síma og 870 þúsund krónur í reiðufé. Var Grynig dæmdur í tveggja ára fangelsi og var litið til þess að ræktun hans var skipulögð og nokkuð umfangsmikil. Til málsbóta var horft til játningar hans. Þótti ekki við hæfi að skilorðsbinda refsingu að neinu leyti og vísaði dómurinn til þess hve mikið magn fíkniefnanna var. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudaginn. Karlmaðurinn, Dawid Grynig, var ásamt sambýliskonu sinni ákærður fyrir að hafa fimmtudaginn 8. apríl síðastliðinn í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúmlega 27 kíló af maríjúana. Sömuleiðis 114 grömm af hassi, 8,7 kíló af kannabisstönglum, fimmtíu kannabisplöntur og tæplega 900 grömm af amfetamíni. Þá voru þau ákærð fyrir að hafa ræktað fyrrnefndar plöntur. Grynig játaði sök og lagði á það áherslu að hann hefði verið einn að verki. Var hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa á sama tíma verið tekinn með 53 lítra af gambra með 14 prósent áfengisstyrkleika, brot sem hann játaði. Lögreglan krafðist upptöku á fyrrnefndum efnum en einnig búnaði til framleiðslu. Þar má nefna 39 vatnsdælur, 18 ljós, þrjá tímarofa, tvo hitamæla, loftsíu, tvær mulningskvarnir, Samsung Galaxy S8 síma, Samsung Galaxy S20 síma, Nokia síma og 870 þúsund krónur í reiðufé. Var Grynig dæmdur í tveggja ára fangelsi og var litið til þess að ræktun hans var skipulögð og nokkuð umfangsmikil. Til málsbóta var horft til játningar hans. Þótti ekki við hæfi að skilorðsbinda refsingu að neinu leyti og vísaði dómurinn til þess hve mikið magn fíkniefnanna var.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira