Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Snorri Másson skrifar 14. júlí 2021 11:46 Kristlín Dís Ingilínardóttir er á meðal þeirra sem Ingó Veðurguð krefur um miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla. Facebook Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. Kristlín er ein af fimm sem Ingó hefur sent kröfubréf vegna ærumeiðandi ummæla um hann á netinu. Í kröfubréfi hennar segir að verði hún ekki við þessu áskilji sendandi sér rétt til málshöfðunar. „Þetta kom á óvart en ég geri ekki ráð fyrir að draga ummæli mín til baka fyrir að vinna vinnuna mína,“ segir Kristlín í samtali við Vísi. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ segir Kristlín. Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Ekki liggur fyrir að þau tilteknu ummæli séu það sem krafist er að dregið verði til baka en meint ærumeiðandi ummæli Kristlínar eru fimm talsins. Hef fimm daga til að borga þrjár milljónir í miskabætur.. what a day— Kristlín Dís (@krist_lin) July 14, 2021 Fimm daga frestur Kristlín Dís sagði í samtali við Vísi í morgun að kröfubréfið hefði ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ sagði Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf Kristlín ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfs Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi vegna málsins. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 Á vef Fréttablaðsins segir að Kristlín hafi verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Þá er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Kristlín er ein af fimm sem Ingó hefur sent kröfubréf vegna ærumeiðandi ummæla um hann á netinu. Í kröfubréfi hennar segir að verði hún ekki við þessu áskilji sendandi sér rétt til málshöfðunar. „Þetta kom á óvart en ég geri ekki ráð fyrir að draga ummæli mín til baka fyrir að vinna vinnuna mína,“ segir Kristlín í samtali við Vísi. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ segir Kristlín. Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Ekki liggur fyrir að þau tilteknu ummæli séu það sem krafist er að dregið verði til baka en meint ærumeiðandi ummæli Kristlínar eru fimm talsins. Hef fimm daga til að borga þrjár milljónir í miskabætur.. what a day— Kristlín Dís (@krist_lin) July 14, 2021 Fimm daga frestur Kristlín Dís sagði í samtali við Vísi í morgun að kröfubréfið hefði ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ sagði Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf Kristlín ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfs Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi vegna málsins. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 Á vef Fréttablaðsins segir að Kristlín hafi verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Þá er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira