Þetta hefur greinilega verið farsæll morgun við Sogið því í morgun var fimm löxum landað við Ásgarð sem er flott veiði á þessum tíma. Nú fyrst er það sem mætti kalla besti tíminn að byrja í Soginu og það sem meira er, honum lýkur yfirleitt ekki fyrr á síðasta degi. Núna er auðvitað verið að veiða nýgengna laxa en þegar líður á fara yfirleitt stóru hængarnir á stjá og Sogið er einmitt þekkt fyrir að geyma þessa stóru hænga vel fram á haustið.
Bleikjuveiðin í sumar hefur verið frábær á silungasvæðinu við Ásgarð og nokkur hundruð bleikjur komið þar á land, margar hverjar 5-6 punda, þykkar og vænar.