Dánarvottorð eiginmanns og stjúpdætra talin fölsuð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 09:28 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Víetnömsk kona sem fullyrðir að eiginmaður og tvær stjúpdætur hennar hafi látist í hörmulegu slysi í Víetnam árið 2010 fær ekki dánarbætur frá tveimur íslenskum tryggingafélögum. Dánarvottorð sem framvísað var vegna málsins eru talin fölsuð. Héraðsdómur telur ekki sannað að eiginmaðurinn og stjúpdæturnar hafi látist í umræddu slysi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en konan, sem búsett var hér á landi í nokkur ár, krafðist þess að fá greiddar hátt í 40 milljónir frá Vátryggingafélagi Íslands og Líftryggingafélagi Íslands vegna andláts eiginmanns hennar og tveggja stjúpdætra. Fjölskyldan var búsett hér á landi á árunum 2008 til 2010 en konan sagði að slysið þar sem eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur létust hafi átt sér stað í orlofsferð til Víetnam í árið 2010, í skipbroti þann 2. október það ár. Konan framvísaði afritum af dánarvottorðum auk staðfestingar frá yfirmanni almannaöryggis í sveitarfélaginu þar sem slysið hafi átt sér stað að lík þeirra hafi fundist þremur dögum síðar. Niðurstaðan sé að þau hafi drukknað á sjó. Við meðferð málsins hjá héraðsdómi staðfestu nokkur vitni að lík þriggja einstaklinga hafi fundist umræddan dag, án þess þó að þau hafi borið kennsl á þá. Þrír einstaklingar fundust látnir Tryggingafélögin leituðu liðsinnis embættis Ríkislögreglustjóra til þess að öðlast staðfestingu á því sem konan hélt fram að hefði gerst. Athugun Interpol á málinu leiddi í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu látist í skipbroti þann 2. október en enginn sem bæri nöfn eiginmannsins eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins þar sem slysið átti sér stað. Konan sagði að fjölskyldumeðlimir hennar hefðu látist við strendur Víetnam er þau voru við veiðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Getty/Dukas Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað umrædd dánarvottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem konan hafði framvísað eru ekki á því formi. Ekki sannað að einstaklingarnir þrír hafi verið þeir sem konan hélt fram Í niðurstöðu héraðsdóms segir að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá sendiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þannig hafi dánarvottorð sem konan framvísaði í upphafi verið, að fenginni staðfestingu víetnamska ríkisins, verið talin fölsuð og önnur vottorð sem síðar var aflað reyndust ekki gefin út af þar til bærum yfirvöldum í Víetnam. Taldi héraðsdómur að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á að sá vátryggingaratburður sem bótakröfur hennar byggðust á hefði gerst í raun og veru, það er að eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur hefðu í raun og veru látist í umræddu slysi. Voru tryggingarfélögin því sýknuð af öllum kröfum konunnar. Víetnam Dómsmál Tryggingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en konan, sem búsett var hér á landi í nokkur ár, krafðist þess að fá greiddar hátt í 40 milljónir frá Vátryggingafélagi Íslands og Líftryggingafélagi Íslands vegna andláts eiginmanns hennar og tveggja stjúpdætra. Fjölskyldan var búsett hér á landi á árunum 2008 til 2010 en konan sagði að slysið þar sem eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur létust hafi átt sér stað í orlofsferð til Víetnam í árið 2010, í skipbroti þann 2. október það ár. Konan framvísaði afritum af dánarvottorðum auk staðfestingar frá yfirmanni almannaöryggis í sveitarfélaginu þar sem slysið hafi átt sér stað að lík þeirra hafi fundist þremur dögum síðar. Niðurstaðan sé að þau hafi drukknað á sjó. Við meðferð málsins hjá héraðsdómi staðfestu nokkur vitni að lík þriggja einstaklinga hafi fundist umræddan dag, án þess þó að þau hafi borið kennsl á þá. Þrír einstaklingar fundust látnir Tryggingafélögin leituðu liðsinnis embættis Ríkislögreglustjóra til þess að öðlast staðfestingu á því sem konan hélt fram að hefði gerst. Athugun Interpol á málinu leiddi í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu látist í skipbroti þann 2. október en enginn sem bæri nöfn eiginmannsins eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins þar sem slysið átti sér stað. Konan sagði að fjölskyldumeðlimir hennar hefðu látist við strendur Víetnam er þau voru við veiðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Getty/Dukas Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað umrædd dánarvottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem konan hafði framvísað eru ekki á því formi. Ekki sannað að einstaklingarnir þrír hafi verið þeir sem konan hélt fram Í niðurstöðu héraðsdóms segir að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá sendiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þannig hafi dánarvottorð sem konan framvísaði í upphafi verið, að fenginni staðfestingu víetnamska ríkisins, verið talin fölsuð og önnur vottorð sem síðar var aflað reyndust ekki gefin út af þar til bærum yfirvöldum í Víetnam. Taldi héraðsdómur að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á að sá vátryggingaratburður sem bótakröfur hennar byggðust á hefði gerst í raun og veru, það er að eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur hefðu í raun og veru látist í umræddu slysi. Voru tryggingarfélögin því sýknuð af öllum kröfum konunnar.
Víetnam Dómsmál Tryggingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira