Þekktasti blaðamaður Hollands dáinn eftir skotárás í síðustu viku Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 14:49 Peter R. de Vries hafði lengi barist gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Amsterdam. AP/Peter Dejong Peter R. de Vries, þekktur hollenskur rannsóknarblaðamaður er látinn. Hann dó í dag eftir að hafa verið skotinn á götu út í Amsterdam í síðustu viku, þann 6. júlí. De Vries dó af sárum sínum í dag en hann var 64 ára gamall. RTL, sjónvarpsstöð sem de Vries vann reglulega fyrir tilkynnti dauða hans í dag. Þar segir að hann hafi dáið umkringdur ástvinum sínum. Þá eru þeir sem virtu de Vries hvattir til að halda áfram baráttu hans fyrir réttlæti. Í yfirlýsingunni segir einnig að de Vries hafi lifað eftir þeirri sannfæringu sinni að berjast fyrir frelsi. Í frétt AP segir að de Vries hafi verið þekktasti blaðamaður Hollands. Hann hafi lengi barst gegn óréttlæti í Hollandi og hafi verið þyrnir í síðu glæpagengja í sífellt harðnandi undirheimi Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, vottaði de Vries virðingu sína á Twitter í dag. Hann sagði blaðamanninn hafa verið óttalausan í baráttu sinni fyrir sannleika og réttlæti. Peter R. de Vries was altijd toegewijd, vasthoudend, voor niets en niemand bang. Altijd op zoek naar de waarheid en op de bres voor gerechtigheid. En daarom des te dramatischer dat hij nu zelf slachtoffer is geworden van een groot onrecht.— Mark Rutte (@MinPres) July 15, 2021 De Vries var skotinn skömmu eftir að hann var í umræðuþætti í sjónvarpi. Hann hafði nýlega verið ráðgjafi vitnis sem hafði borið vitni í réttarhöldum gegn meintum foringja glæpagengis sem lögreglan hefur lýst sem hópi morðingja. Tveir hafa verið handteknir vegna skotárásarinnar. Lögreglan segir 21 árs Hollending vera grunaðan um að skjóta blaðamanninn og 35 ára Pólverji er grunaður um að hafa ekið flóttabílnum. Holland Andlát Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
RTL, sjónvarpsstöð sem de Vries vann reglulega fyrir tilkynnti dauða hans í dag. Þar segir að hann hafi dáið umkringdur ástvinum sínum. Þá eru þeir sem virtu de Vries hvattir til að halda áfram baráttu hans fyrir réttlæti. Í yfirlýsingunni segir einnig að de Vries hafi lifað eftir þeirri sannfæringu sinni að berjast fyrir frelsi. Í frétt AP segir að de Vries hafi verið þekktasti blaðamaður Hollands. Hann hafi lengi barst gegn óréttlæti í Hollandi og hafi verið þyrnir í síðu glæpagengja í sífellt harðnandi undirheimi Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, vottaði de Vries virðingu sína á Twitter í dag. Hann sagði blaðamanninn hafa verið óttalausan í baráttu sinni fyrir sannleika og réttlæti. Peter R. de Vries was altijd toegewijd, vasthoudend, voor niets en niemand bang. Altijd op zoek naar de waarheid en op de bres voor gerechtigheid. En daarom des te dramatischer dat hij nu zelf slachtoffer is geworden van een groot onrecht.— Mark Rutte (@MinPres) July 15, 2021 De Vries var skotinn skömmu eftir að hann var í umræðuþætti í sjónvarpi. Hann hafði nýlega verið ráðgjafi vitnis sem hafði borið vitni í réttarhöldum gegn meintum foringja glæpagengis sem lögreglan hefur lýst sem hópi morðingja. Tveir hafa verið handteknir vegna skotárásarinnar. Lögreglan segir 21 árs Hollending vera grunaðan um að skjóta blaðamanninn og 35 ára Pólverji er grunaður um að hafa ekið flóttabílnum.
Holland Andlát Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent