Lögregla tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 14:49 Mörgum þykir freistandi að birta ljósmyndir úr fríinu á samfélagsmiðlum. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum þar sem íbúar greina frá því að þeir séu í fríi og þar með að heiman. Töluvert hefur verið um innbrot og þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og telur lögregla fulla ástæðu til að vera á varðbergi. Meðal annars er um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vespum, auk þess sem nokkuð hefur verið um innbrot í bíla, heimili, geymslur og á byggingarsvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ítarlega verður fjallað um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við yfirlögregluþjón sem lýsir ástandinu sem faraldri. Lögreglan brýnir fyrir fólki að fara varlega í að birta ljósmyndir á samfélagsmiðlum sem gefa til kynna að það sé að heiman. Þá er fólk hvatt til þess að geyma reiðhjól og vespur innandyra, ef það hefur tök á. Einnig eru umráðamenn ökutækja minntir á að hafa ekki hluti í augsýn, sem kunna að freista þjófa. Mikilvægt að ganga tryggilega frá „Viðbúið er að hinir illa fengnu hlutir séu boðnir til kaups og því nauðsynlegt að hafa varan á. Lögreglan ítrekar jafnframt að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í umhverfi þess,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglu. Vill lögreglan einnig minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum þegar fólk er að heiman í lengri eða skemmri tíma. Þá sé mælt með því að tilkynna nágrönnum um slíkt þar sem nágrannavarsla geti oft á tíðum skipt sköpum þegar kemur að því að koma í veg fyrir innbrot eða upplýsa þau. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, fara inn í garða og hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einum sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“ Lögreglumál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Meðal annars er um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vespum, auk þess sem nokkuð hefur verið um innbrot í bíla, heimili, geymslur og á byggingarsvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ítarlega verður fjallað um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við yfirlögregluþjón sem lýsir ástandinu sem faraldri. Lögreglan brýnir fyrir fólki að fara varlega í að birta ljósmyndir á samfélagsmiðlum sem gefa til kynna að það sé að heiman. Þá er fólk hvatt til þess að geyma reiðhjól og vespur innandyra, ef það hefur tök á. Einnig eru umráðamenn ökutækja minntir á að hafa ekki hluti í augsýn, sem kunna að freista þjófa. Mikilvægt að ganga tryggilega frá „Viðbúið er að hinir illa fengnu hlutir séu boðnir til kaups og því nauðsynlegt að hafa varan á. Lögreglan ítrekar jafnframt að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í umhverfi þess,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglu. Vill lögreglan einnig minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum þegar fólk er að heiman í lengri eða skemmri tíma. Þá sé mælt með því að tilkynna nágrönnum um slíkt þar sem nágrannavarsla geti oft á tíðum skipt sköpum þegar kemur að því að koma í veg fyrir innbrot eða upplýsa þau. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, fara inn í garða og hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einum sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“
Lögreglumál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira