Tökum vel á móti fólki Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 16. júlí 2021 12:45 Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Nauðsynlegt er að opnar séu ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi og auðvelda þarf ríkisborgurum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til leiks og starfa. Samhliða þarf að berjast gegn mismunun og misnotkun á vinnumarkaði af fullri hörku, því allt fólk sem starfar á Íslandi á að sjálfsögðu að njóta fullra réttinda. Málefni og aðstæður flóttafólks eru meðal stærstu viðfangsefna sem heimsbyggðin verður að takast á við. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum. Stríðsátök og ófriður hrekja marga að heiman og sífellt stækkandi hópur tekur sig upp því loftslagsbreytingar hafa gert það að verkum að fólk kemst ekki lengur af heima hjá sér. Þessi alvarlega staða á ekki og má ekki vera einkavandamál flóttafólks og einstakra landa, sem vegna legu sinnar á landakortinu fá til sín fjölda fólks. Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta. Við höfum sýnt það í gegnum tíðina að með því að bjóða hingað fólki og aðstoða það við að setjast að og verða þátttakendur í íslensku samfélagi getum við sem samfélag gert frábæra hluti. Við eigum að halda því áfram og taka á móti enn fleiri kvótaflóttamönnum. Þar er mikilvægt að horfa sértaklega til fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Jafnframt þarf að standa vörð um upphaflegan tilgang Dyflinarsamstarfsins, um að aðildarríki deili ábyrgð vegna komu fólks á flótta til Evrópu. Skilvirkni kerfisins má aldrei vera á kostnað mannúðar- og réttlætissjónarmiða. Við í Vinstri grænum viljum efla samstarf ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fólk flótta og aðra innflytjendur. Þá þarf að skipta Útlendingastofnun upp og skilja á milli stjórnsýslu umsókna annars vegar og þjónustu við fólk á flótta hins vegar. Réttlátt og öflugt samfélag nýtur hæfileika og þekkingar allra óháð uppruna. Fordómar sem byggja á trúarbrögðum eða uppruna eiga ekki að vera liðnir, né heldur framkoma sem felur í sér hatur og tortryggni gagnvart innflytjendum. Höldum áfram að vinna að þannig samfélagi og tökum vel á móti fólki sem hingað kemur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingi Hælisleitendur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Nauðsynlegt er að opnar séu ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi og auðvelda þarf ríkisborgurum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til leiks og starfa. Samhliða þarf að berjast gegn mismunun og misnotkun á vinnumarkaði af fullri hörku, því allt fólk sem starfar á Íslandi á að sjálfsögðu að njóta fullra réttinda. Málefni og aðstæður flóttafólks eru meðal stærstu viðfangsefna sem heimsbyggðin verður að takast á við. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum. Stríðsátök og ófriður hrekja marga að heiman og sífellt stækkandi hópur tekur sig upp því loftslagsbreytingar hafa gert það að verkum að fólk kemst ekki lengur af heima hjá sér. Þessi alvarlega staða á ekki og má ekki vera einkavandamál flóttafólks og einstakra landa, sem vegna legu sinnar á landakortinu fá til sín fjölda fólks. Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta. Við höfum sýnt það í gegnum tíðina að með því að bjóða hingað fólki og aðstoða það við að setjast að og verða þátttakendur í íslensku samfélagi getum við sem samfélag gert frábæra hluti. Við eigum að halda því áfram og taka á móti enn fleiri kvótaflóttamönnum. Þar er mikilvægt að horfa sértaklega til fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Jafnframt þarf að standa vörð um upphaflegan tilgang Dyflinarsamstarfsins, um að aðildarríki deili ábyrgð vegna komu fólks á flótta til Evrópu. Skilvirkni kerfisins má aldrei vera á kostnað mannúðar- og réttlætissjónarmiða. Við í Vinstri grænum viljum efla samstarf ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fólk flótta og aðra innflytjendur. Þá þarf að skipta Útlendingastofnun upp og skilja á milli stjórnsýslu umsókna annars vegar og þjónustu við fólk á flótta hins vegar. Réttlátt og öflugt samfélag nýtur hæfileika og þekkingar allra óháð uppruna. Fordómar sem byggja á trúarbrögðum eða uppruna eiga ekki að vera liðnir, né heldur framkoma sem felur í sér hatur og tortryggni gagnvart innflytjendum. Höldum áfram að vinna að þannig samfélagi og tökum vel á móti fólki sem hingað kemur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar