Heimildamynd um Anthony Bourdain gagnrýnd fyrir gervirödd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2021 14:10 Myndin Roadrunner: A Film About Anthony Bourdain hefur verið gagnrýnd fyrir að nota gervigreind til að endurgera rödd kokksins Anthony Bourdains heitins. Getty/Slaven Vlasic Heimildamynd um stjörnukokkinn Anthony Bourdain heitinn hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa beitt gervigreind til að endurgera rödd kokksins. Leikstjóri myndarinnar staðfesti að rödd kokksins hafi verið endurgerð með hjálp gervigreindar og notuð í myndinni. „Ef þú horfir á myndina muntu líklega ekki fatta hvaða setningar gervigreindin sagði, og þú munt ekki vita það,“ sagði Morgan Neville, leikstjóri myndarinnar Roadrunner: A Film About Anthony Bourdain, í samtali við New Yorker. Hann segir að tækninni hafi verið beitt til að hægt væri að heyra „kokkinn segja“ setningar, sem hann hafði skrifað, upphátt. Hann segir að hann hafi fengið leyfi hjá aðstandendum Bourdains til að beita tækninni í þessu skini. „Ég spurði ekkju hans og útgefandans hans til að vera viss um að þeim þætti þetta í lagi. Og þau sögðu að honum hefði þótt þetta flott,“ sagði Neville. Fólk hefur hins vegar velt upp spurningum um siðferði í sambandi við þetta. „Við verðum í sameiningu að endurmeta samband okkar við fræga listamenn og spyrja okkur að því hvers vegna okkur þykir við eiga rétt til þeirra jafnvel eftir dauða,“ tísti einn blaðamaður. no posthumous releases aren t new, yes artists sometimes leave behind nearly-finished work, an estate choosing to share a departed artist s work with their fan base can be special, blah blah blah. but also: why are we so comfy digging up dead people for profit?— hot girl midsommar (@verymimi) July 15, 2021 „Þetta er siðferðislega rangt á svo mörgum sviðum og er virkilega ógeðslegt,“ skrifaði Ashley Lynch, handritahöfundur, á Twitter. The quote from the director is "We can have a documentary ethics panel about it later."They clearly knew what they were doing was crossing a line but did it anyway.— Ashley Lynch (@ashleylynch) July 15, 2021 Neville brást við þessu og sagði að hann hafi fengið leyfi frá aðstandendum hans til að færa líf í orð sem Bourdain hafði skrifað með hjálp gervigreindar. „Þetta var nútímaleg leið til að segja sögu sem ég notaði á nokkrum stöðum þar sem mér fannst mikilvægt að heyra orð Tony,“ sagði hann í samtali við Variety. Bandaríkin Gervigreind Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ef þú horfir á myndina muntu líklega ekki fatta hvaða setningar gervigreindin sagði, og þú munt ekki vita það,“ sagði Morgan Neville, leikstjóri myndarinnar Roadrunner: A Film About Anthony Bourdain, í samtali við New Yorker. Hann segir að tækninni hafi verið beitt til að hægt væri að heyra „kokkinn segja“ setningar, sem hann hafði skrifað, upphátt. Hann segir að hann hafi fengið leyfi hjá aðstandendum Bourdains til að beita tækninni í þessu skini. „Ég spurði ekkju hans og útgefandans hans til að vera viss um að þeim þætti þetta í lagi. Og þau sögðu að honum hefði þótt þetta flott,“ sagði Neville. Fólk hefur hins vegar velt upp spurningum um siðferði í sambandi við þetta. „Við verðum í sameiningu að endurmeta samband okkar við fræga listamenn og spyrja okkur að því hvers vegna okkur þykir við eiga rétt til þeirra jafnvel eftir dauða,“ tísti einn blaðamaður. no posthumous releases aren t new, yes artists sometimes leave behind nearly-finished work, an estate choosing to share a departed artist s work with their fan base can be special, blah blah blah. but also: why are we so comfy digging up dead people for profit?— hot girl midsommar (@verymimi) July 15, 2021 „Þetta er siðferðislega rangt á svo mörgum sviðum og er virkilega ógeðslegt,“ skrifaði Ashley Lynch, handritahöfundur, á Twitter. The quote from the director is "We can have a documentary ethics panel about it later."They clearly knew what they were doing was crossing a line but did it anyway.— Ashley Lynch (@ashleylynch) July 15, 2021 Neville brást við þessu og sagði að hann hafi fengið leyfi frá aðstandendum hans til að færa líf í orð sem Bourdain hafði skrifað með hjálp gervigreindar. „Þetta var nútímaleg leið til að segja sögu sem ég notaði á nokkrum stöðum þar sem mér fannst mikilvægt að heyra orð Tony,“ sagði hann í samtali við Variety.
Bandaríkin Gervigreind Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira