Birgir Ómar Hlynsson kom Þór yfir í fyrri hálfleik en fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.
Jóhann Helgi Hannesson tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfeiks og gestirnir frá Akureyri í góðri stöðu.
Aron Jóhannsson minnkaði muninn á 70. mínútu og sex mínútum síðar jafnaði Sigurður Bjartur Hallsson metin.
Lokatölur 2-2. Grindavík er í fjórða sætinu með 20 stig, þremur stigum frá ÍBV í öðru sætinu, en Þór er í 7. sæti.