Mikið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 14:57 Mikill erill var á höfuðborgarsvæðinu í gær og sérstaklega mikið um slagsmál og ölvun. Vísir/Vilhelm Fjöldi innbrota var tilkynntur til lögreglu síðastliðinn sólarhring og töluvert var um þjófnað. Eitthvað af þýfi fannst líka af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill hefur verið hjá henni undanfarinn sólarhring. Mikið var um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál og voru allir fangaklefar fullir eftir nóttina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, sem ekki gafst tími til að rita í fyrr en nú. Frá klukkan þrjú í gær fram til klukkan átta var tilkynnt um þjófnað í verslun, innbrot í fyrirtæki, um mann að opna og fara inn í bíla og þjófnað á munum úr ólæstri bifreið. Þýfi fannst á fjórða tímanum í gær sem haldlagt var af lögreglu og fundust þrjú stolin reiðhjól sömuleiðis sem lögregla lagði hald á. Tilkynnt var um eftirlitslaust barn sem var eitt að hjóla og var því haft samband við forráðamann sem hafði litið af ungu barninu eitt augnablik og misst sjónar á því. Tilkynnt var um mann að drekka undir stýri í bifreið fyrir framan verslun á níunda tímanum í gær og stuttu síðar var tilkynnt um tvo aðila sem voru að neyta fíkniefna í bifreið í miðbænum. Sá sem tilkynnti það til lögreglu sagði þá hafa verið að sveifla hníf en fólkið fannst ekki þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um slys á tólfta tímanum í gær en maður hafði dottið og slasast á mjöðm. Annað slys var tilkynnt eftir miðnætti í nótt, aðili hafði dottið og fengið skurð við auga. Töluvert var um slagsmál í miðbænum í nótt. Tveir menn slógust á öðrum tímanum í miðbænum og annar þeirra með hníf. Þá var stuttu síðar tilkynnt um æstan mann með golfkylfu í hendi í miðbænum. Sá flúði lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um átök í bíl á ferð og stuttu síðar um hópslagsmál í miðbænum. Þar var einn vopnaður hníf og annar hamri. Þeir voru báðir handteknir en látnir lausir stuttu síðar eftir upplýsingaöflun lögreglu. Önnur hópslagsmál voru tilkynnt stuttu fyrir klukkan fimm í nótt en þau voru búin þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um ölvaðan mann á miðri götu rétt eftir klukkan fimm sem var að reyna að stoppa eða hoppa fyrir bíla. Hann reyndist vera að reyna að leita sér að fari heim. Lögregla útvegaði honum að lokum leigubíl. Tilkynnt var um umferðarslys í Vesturbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem ökumaður hafði ekið bíl sínum ofan í holu. Þá var ekið á hjólandi mann á ellefta tímanum í morgun. Sá reyndist óslasaður en hjól hans var skaddað. Ökumaðurinn flúði vettvang. Rétt um hálf sjö í morgun var tilkynnt um mann að reyna að komast inn í bíla og skemma eignir. Sá var vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um innbrot í fjölda bifreiða stuttu síðar í Vesturbænum, rúður voru brotnar og ýmsum munum stolið. Eftirför fór fram í gærkvöldi en maður sem grunaður var um ölvunarakstur ók af stað þegar lögregla hafði af honum afskipti. Hann var að lokum handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ grunaður um fíkniefnaakstur með börn í bílnum. Lögreglumál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Frá klukkan þrjú í gær fram til klukkan átta var tilkynnt um þjófnað í verslun, innbrot í fyrirtæki, um mann að opna og fara inn í bíla og þjófnað á munum úr ólæstri bifreið. Þýfi fannst á fjórða tímanum í gær sem haldlagt var af lögreglu og fundust þrjú stolin reiðhjól sömuleiðis sem lögregla lagði hald á. Tilkynnt var um eftirlitslaust barn sem var eitt að hjóla og var því haft samband við forráðamann sem hafði litið af ungu barninu eitt augnablik og misst sjónar á því. Tilkynnt var um mann að drekka undir stýri í bifreið fyrir framan verslun á níunda tímanum í gær og stuttu síðar var tilkynnt um tvo aðila sem voru að neyta fíkniefna í bifreið í miðbænum. Sá sem tilkynnti það til lögreglu sagði þá hafa verið að sveifla hníf en fólkið fannst ekki þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um slys á tólfta tímanum í gær en maður hafði dottið og slasast á mjöðm. Annað slys var tilkynnt eftir miðnætti í nótt, aðili hafði dottið og fengið skurð við auga. Töluvert var um slagsmál í miðbænum í nótt. Tveir menn slógust á öðrum tímanum í miðbænum og annar þeirra með hníf. Þá var stuttu síðar tilkynnt um æstan mann með golfkylfu í hendi í miðbænum. Sá flúði lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um átök í bíl á ferð og stuttu síðar um hópslagsmál í miðbænum. Þar var einn vopnaður hníf og annar hamri. Þeir voru báðir handteknir en látnir lausir stuttu síðar eftir upplýsingaöflun lögreglu. Önnur hópslagsmál voru tilkynnt stuttu fyrir klukkan fimm í nótt en þau voru búin þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um ölvaðan mann á miðri götu rétt eftir klukkan fimm sem var að reyna að stoppa eða hoppa fyrir bíla. Hann reyndist vera að reyna að leita sér að fari heim. Lögregla útvegaði honum að lokum leigubíl. Tilkynnt var um umferðarslys í Vesturbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem ökumaður hafði ekið bíl sínum ofan í holu. Þá var ekið á hjólandi mann á ellefta tímanum í morgun. Sá reyndist óslasaður en hjól hans var skaddað. Ökumaðurinn flúði vettvang. Rétt um hálf sjö í morgun var tilkynnt um mann að reyna að komast inn í bíla og skemma eignir. Sá var vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um innbrot í fjölda bifreiða stuttu síðar í Vesturbænum, rúður voru brotnar og ýmsum munum stolið. Eftirför fór fram í gærkvöldi en maður sem grunaður var um ölvunarakstur ók af stað þegar lögregla hafði af honum afskipti. Hann var að lokum handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ grunaður um fíkniefnaakstur með börn í bílnum.
Lögreglumál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira