Fótbolti

Tilbúinn að gefa Lingard annað tækifæri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lingard í leiknum í dag.
Lingard í leiknum í dag. vísir/Getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, kveðst hafa hlutverk fyrir enska miðjumanninn Jesse Lingard í leikmannahópi liðsins fyrir komandi leiktíð.

Lingard spilaði engan deildarleik fyrir Man Utd á síðustu leiktíð og var lánaður frá félaginu til West Ham í lok janúar. 

Þar sló Lingard í gegn og skoraði níu mörk í 16 leikjum fyrir Lundúnarliðið sem átti góðu gengi að fagna.

Lingard var í byrjunarliði Man Utd í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar en hann fór fram í dag þegar liðið lagði B-deildarlið Derby. Solskjær var spurður út í Lingard í leikslok.

„Hann var einn af jákvæðu punktunum. Hann er leikmaður Manchester United og vill berjast fyrir sínu sæti. Hann kemur til baka fullur sjálfstrausts og með mikla orku. Það sáu allir hvernig hann stóð sig hjá West Ham.“

„Hann er hluti af mínum áætlunum. Ég reikna með honum í Man Utd þegar tímabilið byrjar,“ sagði Solskjær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×