Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. júlí 2021 14:10 Frá gosinu í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu líklega margir varir við gosmóðu á leið til vinnu í morgun, en nokkuð há gildi á brennisteinsdíoxíð og súlfötum hafa mælst í borginni og í Hvalfirði frá því árla morgun. Ung börn skulu ekki sofa utandyra Samkvæmt ábendingum frá Veðurstofunni skulu einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa gætt þegar fólk erfiðar utandyra. Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að fylgjast með gildum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að gosmóðan komi ekki beint frá gosstöðvunum í Geldingadölum heldur sé um eldri gasmökk að ræða. „Þetta er bara vindáttin sem ræður þessu og eins og núna þegar þetta kemur til okkar þá er þetta að koma utan af sjó. Þetta er hæg vestanátt og þetta mallar svona yfir okkur.“ Sendir Færeyingum góðar kveðjur Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu lengi megi búast við að móðan geri sig heimakomna hér á landi, og það fari helst eftir veðri og vindum. Hún segir almenna ráðið, til þess að forðast að verða fyrir áhrifum móðunnar, að halda sig innan dyra. „Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á heilsuhrausta einstaklinga eða einstaklinga sem eru ekki viðkvæmir fyrir loftögnum. Þetta getur haft áhrif á þá sem eru með einhvers konar öndunarörðugleika eða sjúkdóma.“ Þá hafi gosmóðan sem rekja má til gossins í geldingadölum mælst í Færeyjum í gær og sendir Veðurstofan Færeyingum góðar kveðjur. Salóme segir jafnframt að við séum ekki ein að kljást við gosmóðu, en móðan sé viðvarandi ástand á Hawaii. Þar séu gefnir út leiðbeiningabæklingar fyrir almenning og er nú í skoðun að gefa út svipaðar leiðbeiningar til almennings hérlendis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu líklega margir varir við gosmóðu á leið til vinnu í morgun, en nokkuð há gildi á brennisteinsdíoxíð og súlfötum hafa mælst í borginni og í Hvalfirði frá því árla morgun. Ung börn skulu ekki sofa utandyra Samkvæmt ábendingum frá Veðurstofunni skulu einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa gætt þegar fólk erfiðar utandyra. Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að fylgjast með gildum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að gosmóðan komi ekki beint frá gosstöðvunum í Geldingadölum heldur sé um eldri gasmökk að ræða. „Þetta er bara vindáttin sem ræður þessu og eins og núna þegar þetta kemur til okkar þá er þetta að koma utan af sjó. Þetta er hæg vestanátt og þetta mallar svona yfir okkur.“ Sendir Færeyingum góðar kveðjur Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu lengi megi búast við að móðan geri sig heimakomna hér á landi, og það fari helst eftir veðri og vindum. Hún segir almenna ráðið, til þess að forðast að verða fyrir áhrifum móðunnar, að halda sig innan dyra. „Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á heilsuhrausta einstaklinga eða einstaklinga sem eru ekki viðkvæmir fyrir loftögnum. Þetta getur haft áhrif á þá sem eru með einhvers konar öndunarörðugleika eða sjúkdóma.“ Þá hafi gosmóðan sem rekja má til gossins í geldingadölum mælst í Færeyjum í gær og sendir Veðurstofan Færeyingum góðar kveðjur. Salóme segir jafnframt að við séum ekki ein að kljást við gosmóðu, en móðan sé viðvarandi ástand á Hawaii. Þar séu gefnir út leiðbeiningabæklingar fyrir almenning og er nú í skoðun að gefa út svipaðar leiðbeiningar til almennings hérlendis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52