Sá fyrsti í NHL til að koma út úr skápnum Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2021 07:02 Luke Prokop er fyrsti NHL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum. Hvorki hefur núspilandi, né fyrrum leikmaður í deildinni gert slíkt. Marissa Baecker/Getty Images Luke Prokop, 19 ára gamall íshokkíleikmaður Nashville Predators í bandarísku NHL-deildinni, varð í gær sá fyrsti í sögu deildarinnar til að koma út úr skápnum. Prokop greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sagði meðal annars: „Þetta hefur verið mikið ferðalag að komast á þennan stað í lífinu, en ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun að koma út,“ „Frá unga aldri hefur mig dreymt um að vera NHL-leikmaður, og ég trúi því að með því að vera ekki í felum og mæta með óbrotið sjálf á svellið muni bæta líkur mínar á að sækjast eftir draumum mínum.“ segir enn fremur í færslu Prokops á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Luke Prokop (@lukeprokop_) Enginn NHL-leikmaður, hvorki á meðal fyrrum leikmanna, né þeirra sem nú eru í deildinni, hefur komið út úr skápnum. Prokop sagði í viðtali við ESPN að hann hafi átt í vandræðum á síðustu leiktíð og þessi ákvörðun muni hjálpa honum í íþróttinni. Hann hafi tekið ákvörðunina um að koma út í apríl síðastliðnum. „Ég lá í rúminu eina nóttina, og hafði eytt stefnumótaappi úr símanum mínum í fjórða eða fimmta sinn, og fann til gríðarlegrar gremju því ég gat ekki verið ég sjálfur,“ „Á því augnabliki sagði ég, „nóg er nóg. Ég samþykki sjálfan mig eins og ég er. Ég vil lifa eftir mínu eigin höfði, og taka sjálfan mig í sátt sem samkynhneigðan mann,“.“ Líkt og fram hefur komið er Prokop fyrsti leikmaðurinn í NHL sem kemur út úr skápnum. Hann fetar í fótspor ruðningsmannsins Carls Nassib sem varð fyrr í sumar fyrsti NFL-leikmaðurinn til að taka það skref. Prokop var valinn af Nashville -liðinu í þriðju umferð nýliðavalsins á síðasta ári. Bandaríkin Íshokkí Hinsegin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Prokop greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sagði meðal annars: „Þetta hefur verið mikið ferðalag að komast á þennan stað í lífinu, en ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun að koma út,“ „Frá unga aldri hefur mig dreymt um að vera NHL-leikmaður, og ég trúi því að með því að vera ekki í felum og mæta með óbrotið sjálf á svellið muni bæta líkur mínar á að sækjast eftir draumum mínum.“ segir enn fremur í færslu Prokops á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Luke Prokop (@lukeprokop_) Enginn NHL-leikmaður, hvorki á meðal fyrrum leikmanna, né þeirra sem nú eru í deildinni, hefur komið út úr skápnum. Prokop sagði í viðtali við ESPN að hann hafi átt í vandræðum á síðustu leiktíð og þessi ákvörðun muni hjálpa honum í íþróttinni. Hann hafi tekið ákvörðunina um að koma út í apríl síðastliðnum. „Ég lá í rúminu eina nóttina, og hafði eytt stefnumótaappi úr símanum mínum í fjórða eða fimmta sinn, og fann til gríðarlegrar gremju því ég gat ekki verið ég sjálfur,“ „Á því augnabliki sagði ég, „nóg er nóg. Ég samþykki sjálfan mig eins og ég er. Ég vil lifa eftir mínu eigin höfði, og taka sjálfan mig í sátt sem samkynhneigðan mann,“.“ Líkt og fram hefur komið er Prokop fyrsti leikmaðurinn í NHL sem kemur út úr skápnum. Hann fetar í fótspor ruðningsmannsins Carls Nassib sem varð fyrr í sumar fyrsti NFL-leikmaðurinn til að taka það skref. Prokop var valinn af Nashville -liðinu í þriðju umferð nýliðavalsins á síðasta ári.
Bandaríkin Íshokkí Hinsegin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira