Skömmuð fyrir að sýna of mikið hold Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2021 12:16 Olivia Breen fékk skammir í hattinn fyrir klæðaburð sinn. getty/Ashley Allen Dómari á enska meistaramóti fatlaðra fetti fingur út í klæðaburð heimsmeistarans Oliviu Breen um helgina. Henni þótti stuttbuxur Breens sýna full mikið hold og fór fram á að hún myndi klæðast meira viðeigandi klæðnaði. „Ég varð mjög reið og þetta var rangt,“ sagði hin 24 ára Breen ósátt í samtali við BBC. „Þeir geta ekki sagt mér hverju ég má og má ekki klæðast. Þetta eru eins og háar bikiníbuxur sem ég hef klæðst í níu ár og það hefur aldrei verið vandamál. Við viljum keppa í eins léttum klæðnaði og mögulegt er. Við eigum að geta klæðst því sem við viljum.“ Hún birti mynd af bikiníbuxunum umdeildu á Instagram í gær. Þar þakkaði hún fyrir öll skilaboðin sem henni hafi borist undanfarna daga. View this post on Instagram A post shared by Olivia Breen (@livvy_breen) Að sögn Breens kom dómarinn að máli við hana eftir keppni í langstökki og setti út á klæðnað hennar. „Hún sagði að klæðnaður minn væri full afhjúpandi og ég ætti að íhuga að kaupa mér stuttbuxur,“ sagði Breen. „Ég var orðlaus og hélt fyrst að hún væri að grínast.“ Breen sagði ennfremur að karlar í íþróttum myndi aldrei fá viðlíka athugasemdir og gagnrýni fyrir klæðaburð. Breen hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari og þá vann hún til bronsverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London 2012. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
„Ég varð mjög reið og þetta var rangt,“ sagði hin 24 ára Breen ósátt í samtali við BBC. „Þeir geta ekki sagt mér hverju ég má og má ekki klæðast. Þetta eru eins og háar bikiníbuxur sem ég hef klæðst í níu ár og það hefur aldrei verið vandamál. Við viljum keppa í eins léttum klæðnaði og mögulegt er. Við eigum að geta klæðst því sem við viljum.“ Hún birti mynd af bikiníbuxunum umdeildu á Instagram í gær. Þar þakkaði hún fyrir öll skilaboðin sem henni hafi borist undanfarna daga. View this post on Instagram A post shared by Olivia Breen (@livvy_breen) Að sögn Breens kom dómarinn að máli við hana eftir keppni í langstökki og setti út á klæðnað hennar. „Hún sagði að klæðnaður minn væri full afhjúpandi og ég ætti að íhuga að kaupa mér stuttbuxur,“ sagði Breen. „Ég var orðlaus og hélt fyrst að hún væri að grínast.“ Breen sagði ennfremur að karlar í íþróttum myndi aldrei fá viðlíka athugasemdir og gagnrýni fyrir klæðaburð. Breen hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari og þá vann hún til bronsverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London 2012.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira