Vopnað rán og hópárás í miðbænum Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 06:32 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum útköllum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Upp úr klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um vopnað rán í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maður hafði ógnað starfsmanni með brotinni glerflösku og rænt peningum. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að en fannst seinna um kvöldið. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var nokkur erill í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum um sexleytið. Þrír menn höfðu ráðist á einn. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglumenn komu en vitað er hverjir þeir eru. Brotaþoli hlaut ekki alvarlega áverka af árásinni og leitaði sjálfur á slysadeild. Nokkuð um útköll vegna ölvunar Upp úr ellefu óskuðu dyraverðir á skemmtistað í miðbænum eftir aðstoð lögreglu við að vísa tveimur gestum út af staðnum, þeir höfðu verið að ögra dyravörðum og neituðu að yfirgefa staðinn. Eftir tiltal lögreglumanna samþykktu gestirnir að yfirgefa staðinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mjög ölvaðan mann vera að angra gangandi vegfarendur. Eftir viðræður við lögreglumenn fór maðurinn til síns heima. Klukkutíma síðar var tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað. Sá treysti sér til að labba heim eftir að hafa verið vakinn af lögreglu. Rétt fyrir lokun skemmtistaða klukkan eitt var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í Laugardal þar sem maður var til vandræða. Lögreglumenn ræddu við manninn og vísuðu honum á brott. Eftirlýstur maður reyndi að fara huldu höfði Klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæ en engin slys urðu á fólki. Annar ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera ekki með gild ökuréttindi, hann var handtekinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mann, með klút fyrir andlitinu, vera að reyna að komast inn í bifreiðar í Árbæ. Lögreglumenn fundu manninn sem reyndist einnig vera eftirlýstur og í annarlegu ástandi. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir voru báðir færðir á lögreglustöð en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var nokkur erill í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum um sexleytið. Þrír menn höfðu ráðist á einn. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglumenn komu en vitað er hverjir þeir eru. Brotaþoli hlaut ekki alvarlega áverka af árásinni og leitaði sjálfur á slysadeild. Nokkuð um útköll vegna ölvunar Upp úr ellefu óskuðu dyraverðir á skemmtistað í miðbænum eftir aðstoð lögreglu við að vísa tveimur gestum út af staðnum, þeir höfðu verið að ögra dyravörðum og neituðu að yfirgefa staðinn. Eftir tiltal lögreglumanna samþykktu gestirnir að yfirgefa staðinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mjög ölvaðan mann vera að angra gangandi vegfarendur. Eftir viðræður við lögreglumenn fór maðurinn til síns heima. Klukkutíma síðar var tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað. Sá treysti sér til að labba heim eftir að hafa verið vakinn af lögreglu. Rétt fyrir lokun skemmtistaða klukkan eitt var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í Laugardal þar sem maður var til vandræða. Lögreglumenn ræddu við manninn og vísuðu honum á brott. Eftirlýstur maður reyndi að fara huldu höfði Klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæ en engin slys urðu á fólki. Annar ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera ekki með gild ökuréttindi, hann var handtekinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mann, með klút fyrir andlitinu, vera að reyna að komast inn í bifreiðar í Árbæ. Lögreglumenn fundu manninn sem reyndist einnig vera eftirlýstur og í annarlegu ástandi. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir voru báðir færðir á lögreglustöð en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira