Prins Póló og Berglind búin að selja Karlsstaði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 15:13 Þau hjónin bjuggu á Karlsstöðum frá árinu 2014, ásamt börnum sínum þremur. Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, og Berglind Häsler hafa gengið frá sölu á jörð sinni, Karlsstöðum í Berufirði. Þar hafa hjónin rekið gistiheimili og veitingastað þar sem mikið hefur verið um tónleikahald. Þau munu þó taka vörumerkið Havarí með sér, sem áfram mun standa fyrir taumlausa gleði og listgjörninga. Vísir greindi frá því í byrjun árs 2019 að Karlsstaðir væru komnir á sölu. Þá var ásett verð 220 milljónir króna, en hafði þá hækkað um tæpar 200 milljónir á 14 árum. Hjónin keyptu jörðina árið 2014. Þau settust að ásamt börnum sínum þremur og fóru í miklar endurbætur. Þau byggðu býlið upp sem ferðaþjónustu undir nafninu Havarí, þar sem stunduð var grænmetisrækt, veitingaþjónusta, rekstur gistiheimilis og matvælaframleiðsla. „Við keyptum þetta bara sem eyðibýli og lögðum alla okkar sál, tíma og sparifé í að byggja þetta upp og við það jókst verðgildið,“ segir Svavar í samtali við Vísi. Það hefur verið mikið líf og fjör á Karlsstöðum undanfarin sumur.Fasteignamiðstöðin Hlátur og grátur við uppbygginguna „Allt frá byrjun voru stórfjölskylda okkar og vinir tilbúnir að taka þátt í þessu með okkur og stundirnar sem við áttum þarna saman voru ævintýralega magnaðar. Handtökin voru nokkur en eitt skref í einu þá gekk þetta upp. Það var mikið hlegið en líka grátið enda ekki átakalaust að reisa þennan fagra bæ upp úr öskustónni.“ Samkvæmt nýjustu auglýsingu inni á fasteignavef Vísis má sjá að settar voru 130 milljónir á eignina sem er töluvert lægra en árið 2019. „Ég held að það verð sem var sett á upphaflega hafi kannski verið sett á af tilfinningalegum ástæðum,“ segir Svavar en tekur fram að allir aðilar hafi gengið sáttir frá borði eftir viðskiptin. Mikið hefur verið um dýrðir á Karlsstöðum sem fyllst hafa af lífi á sumrin frá því það opnaði. Hljómsveitirnar FM Belfast, Hipsumhaps, Góss og tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti voru meðal þeirra sem spiluðu á staðnum síðasta sumar. Fjölmargir tónlistarmenn hafa troðið upp á Karlsstöðum.Fasteignamiðstöðin „Við eigum eftir að sakna sveitarinnar og alls góða fólksins fyrir austan sem tók okkur opnum örmum. Við göngum sátt og hamingjusöm frá borði. Þökkum öllum sem sóttu okkur heim og óskum nýjum bændum á Karlsstöðum alls hins besta í framtíðinni.“ Að sögn Svavars eru nýjir eigendur ungt og skapandi par sem hafa nú þegar tekið við keflinu. Svavar og Berglind munu þó halda vörumerkinu Havarí, sem áfram verður tengt listviðburðum og listrænum gjörningum. „Havarí mun áfram halda úti hressandi galleríi, bæði á netinu og í Faxafeni 10 þar sem fólk getur eignast ódauðleg listaverk eftir prinsinn og hans hirð. Ef einhverjum vantar hressleika í sitt líf þá er aldrei að vita nema prinsinn geti orðið við því. Þannig við hjónin höldum bara okkar striki.“ Svavar og Berglind munu áfram halda úti listagalleríinu Havarí.Havarí „Ágætt að liggja bara úti í móa og tyggja strá“ Svavar hafði þó greint frá því fyrr á árinu að til stæði að halda rekstrinum á Karlsstöðum í algjöru lágmarki nú í sumar. Hann segir það þó ekki hafa haft neitt með fyrirhugaða sölu að gera, heldur hafi hjónin verið önnum kafin í öðrum verkefnum. „Við erum búin að eiga sjö góð sumur, en maður hefur ekkert gert mikið annað á sumrin en að taka á móti gestum. Þannig við vildum bara eiga aðeins meira „introvert“ sumar og slaka á og njóta. Það er ágætt að fá að liggja bara úti í móa og tyggja strá,“ segir Svavar. Hann segir óvíst hvar fjölskyldan muni setjast að næst, en þau séu alltaf með annan fótinn í Reykjavík. Það er þó ýmislegt á döfinni hjá Prins Póló en hann mun meðal annars koma fram á Hornafirði um helgina. „Ég er alltaf að grípa í kórónuna annað slagið svona þegar eftir því er leitað. Þegar skemmtileg tilboð berast þá er alltaf gaman að hitta gott fólk og henda í gigg.“ Tónlist Múlaþing Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Vísir greindi frá því í byrjun árs 2019 að Karlsstaðir væru komnir á sölu. Þá var ásett verð 220 milljónir króna, en hafði þá hækkað um tæpar 200 milljónir á 14 árum. Hjónin keyptu jörðina árið 2014. Þau settust að ásamt börnum sínum þremur og fóru í miklar endurbætur. Þau byggðu býlið upp sem ferðaþjónustu undir nafninu Havarí, þar sem stunduð var grænmetisrækt, veitingaþjónusta, rekstur gistiheimilis og matvælaframleiðsla. „Við keyptum þetta bara sem eyðibýli og lögðum alla okkar sál, tíma og sparifé í að byggja þetta upp og við það jókst verðgildið,“ segir Svavar í samtali við Vísi. Það hefur verið mikið líf og fjör á Karlsstöðum undanfarin sumur.Fasteignamiðstöðin Hlátur og grátur við uppbygginguna „Allt frá byrjun voru stórfjölskylda okkar og vinir tilbúnir að taka þátt í þessu með okkur og stundirnar sem við áttum þarna saman voru ævintýralega magnaðar. Handtökin voru nokkur en eitt skref í einu þá gekk þetta upp. Það var mikið hlegið en líka grátið enda ekki átakalaust að reisa þennan fagra bæ upp úr öskustónni.“ Samkvæmt nýjustu auglýsingu inni á fasteignavef Vísis má sjá að settar voru 130 milljónir á eignina sem er töluvert lægra en árið 2019. „Ég held að það verð sem var sett á upphaflega hafi kannski verið sett á af tilfinningalegum ástæðum,“ segir Svavar en tekur fram að allir aðilar hafi gengið sáttir frá borði eftir viðskiptin. Mikið hefur verið um dýrðir á Karlsstöðum sem fyllst hafa af lífi á sumrin frá því það opnaði. Hljómsveitirnar FM Belfast, Hipsumhaps, Góss og tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti voru meðal þeirra sem spiluðu á staðnum síðasta sumar. Fjölmargir tónlistarmenn hafa troðið upp á Karlsstöðum.Fasteignamiðstöðin „Við eigum eftir að sakna sveitarinnar og alls góða fólksins fyrir austan sem tók okkur opnum örmum. Við göngum sátt og hamingjusöm frá borði. Þökkum öllum sem sóttu okkur heim og óskum nýjum bændum á Karlsstöðum alls hins besta í framtíðinni.“ Að sögn Svavars eru nýjir eigendur ungt og skapandi par sem hafa nú þegar tekið við keflinu. Svavar og Berglind munu þó halda vörumerkinu Havarí, sem áfram verður tengt listviðburðum og listrænum gjörningum. „Havarí mun áfram halda úti hressandi galleríi, bæði á netinu og í Faxafeni 10 þar sem fólk getur eignast ódauðleg listaverk eftir prinsinn og hans hirð. Ef einhverjum vantar hressleika í sitt líf þá er aldrei að vita nema prinsinn geti orðið við því. Þannig við hjónin höldum bara okkar striki.“ Svavar og Berglind munu áfram halda úti listagalleríinu Havarí.Havarí „Ágætt að liggja bara úti í móa og tyggja strá“ Svavar hafði þó greint frá því fyrr á árinu að til stæði að halda rekstrinum á Karlsstöðum í algjöru lágmarki nú í sumar. Hann segir það þó ekki hafa haft neitt með fyrirhugaða sölu að gera, heldur hafi hjónin verið önnum kafin í öðrum verkefnum. „Við erum búin að eiga sjö góð sumur, en maður hefur ekkert gert mikið annað á sumrin en að taka á móti gestum. Þannig við vildum bara eiga aðeins meira „introvert“ sumar og slaka á og njóta. Það er ágætt að fá að liggja bara úti í móa og tyggja strá,“ segir Svavar. Hann segir óvíst hvar fjölskyldan muni setjast að næst, en þau séu alltaf með annan fótinn í Reykjavík. Það er þó ýmislegt á döfinni hjá Prins Póló en hann mun meðal annars koma fram á Hornafirði um helgina. „Ég er alltaf að grípa í kórónuna annað slagið svona þegar eftir því er leitað. Þegar skemmtileg tilboð berast þá er alltaf gaman að hitta gott fólk og henda í gigg.“
Tónlist Múlaþing Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira