„Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2021 16:01 Ásgeir Helgi Magnússon er formaður Hinsegin daga. hinsegin dagar Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn Hinsegin dagar eru á dagskrá frá þriðja til áttunda ágúst. Skipulagning er í fullum gangi og hefur hún miðað að því að engar aðgerðir séu innanlands. „Við erum í svipaðri stöðu og aðrir viðburðahaldarar. Við vonum það besta og erum í samskiptum við almannavarnir í sambandi við næstu skref. Við erum að skoða það hvernig mögulegar takmarkanir hafa áhrif á okkar viðburði.“ Skipuleggjandi vill að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull.“ Engin gleðiganga í fyrra Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Engin gleðiganga fór fram í fyrra vegna samkomutakmarkanna en stefnt er að því að hún fari fram í ár. „Við erum búin að vera að skipuleggja hana nú þegar engar takmarkanir eru í gildi en það hefur auðvitað verið á bak við eyrað að mögulega verði gripið til aðgerða innanlands. Hátíðin snýst auðvitað um það að við séum sýnileg og minnum á okkar tilverurétt. Það væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð.“ Skertur opnunartími skemmtistaða hefði ekki mikil áhrif Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við útbreiðslu smita. Slíkt myndi ekki hafa mikil áhrif á Hinsegin daga. „Við erum ekki með marga viðburði í mjög lokuðum rýmum eins og á skemmtistöðum þar sem flest smit hafa verið að greinast. Það er nær engin dagskrá fram eftir nóttu þannig að skerðing á opnunartíma skemmtistaða myndi ekki hafa stórvægileg áhrif. Tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gætu þó haft áhrif.“ „Óþægilegar“ tilfinningar Þá segir hann að það standi ekki til að beina þúsundum í miðborgina ef takmarkanir verða settar innanlands. Nú sé það eina í stöðunni að bíða og sjá. „Það er pínu óþægilegt að vera í sömu stöðu og í fyrra. Þetta eru óþægilegar tilfinningar. Þetta er virkilega ömurleg staða að vera komin í aftur. En maður verður að treysta því að ef takmarkanir verði settar þá sé það fyrir okkur öll.“ Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Hinsegin dagar eru á dagskrá frá þriðja til áttunda ágúst. Skipulagning er í fullum gangi og hefur hún miðað að því að engar aðgerðir séu innanlands. „Við erum í svipaðri stöðu og aðrir viðburðahaldarar. Við vonum það besta og erum í samskiptum við almannavarnir í sambandi við næstu skref. Við erum að skoða það hvernig mögulegar takmarkanir hafa áhrif á okkar viðburði.“ Skipuleggjandi vill að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull.“ Engin gleðiganga í fyrra Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Engin gleðiganga fór fram í fyrra vegna samkomutakmarkanna en stefnt er að því að hún fari fram í ár. „Við erum búin að vera að skipuleggja hana nú þegar engar takmarkanir eru í gildi en það hefur auðvitað verið á bak við eyrað að mögulega verði gripið til aðgerða innanlands. Hátíðin snýst auðvitað um það að við séum sýnileg og minnum á okkar tilverurétt. Það væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð.“ Skertur opnunartími skemmtistaða hefði ekki mikil áhrif Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við útbreiðslu smita. Slíkt myndi ekki hafa mikil áhrif á Hinsegin daga. „Við erum ekki með marga viðburði í mjög lokuðum rýmum eins og á skemmtistöðum þar sem flest smit hafa verið að greinast. Það er nær engin dagskrá fram eftir nóttu þannig að skerðing á opnunartíma skemmtistaða myndi ekki hafa stórvægileg áhrif. Tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gætu þó haft áhrif.“ „Óþægilegar“ tilfinningar Þá segir hann að það standi ekki til að beina þúsundum í miðborgina ef takmarkanir verða settar innanlands. Nú sé það eina í stöðunni að bíða og sjá. „Það er pínu óþægilegt að vera í sömu stöðu og í fyrra. Þetta eru óþægilegar tilfinningar. Þetta er virkilega ömurleg staða að vera komin í aftur. En maður verður að treysta því að ef takmarkanir verði settar þá sé það fyrir okkur öll.“
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24