„Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2021 16:01 Ásgeir Helgi Magnússon er formaður Hinsegin daga. hinsegin dagar Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn Hinsegin dagar eru á dagskrá frá þriðja til áttunda ágúst. Skipulagning er í fullum gangi og hefur hún miðað að því að engar aðgerðir séu innanlands. „Við erum í svipaðri stöðu og aðrir viðburðahaldarar. Við vonum það besta og erum í samskiptum við almannavarnir í sambandi við næstu skref. Við erum að skoða það hvernig mögulegar takmarkanir hafa áhrif á okkar viðburði.“ Skipuleggjandi vill að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull.“ Engin gleðiganga í fyrra Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Engin gleðiganga fór fram í fyrra vegna samkomutakmarkanna en stefnt er að því að hún fari fram í ár. „Við erum búin að vera að skipuleggja hana nú þegar engar takmarkanir eru í gildi en það hefur auðvitað verið á bak við eyrað að mögulega verði gripið til aðgerða innanlands. Hátíðin snýst auðvitað um það að við séum sýnileg og minnum á okkar tilverurétt. Það væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð.“ Skertur opnunartími skemmtistaða hefði ekki mikil áhrif Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við útbreiðslu smita. Slíkt myndi ekki hafa mikil áhrif á Hinsegin daga. „Við erum ekki með marga viðburði í mjög lokuðum rýmum eins og á skemmtistöðum þar sem flest smit hafa verið að greinast. Það er nær engin dagskrá fram eftir nóttu þannig að skerðing á opnunartíma skemmtistaða myndi ekki hafa stórvægileg áhrif. Tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gætu þó haft áhrif.“ „Óþægilegar“ tilfinningar Þá segir hann að það standi ekki til að beina þúsundum í miðborgina ef takmarkanir verða settar innanlands. Nú sé það eina í stöðunni að bíða og sjá. „Það er pínu óþægilegt að vera í sömu stöðu og í fyrra. Þetta eru óþægilegar tilfinningar. Þetta er virkilega ömurleg staða að vera komin í aftur. En maður verður að treysta því að ef takmarkanir verði settar þá sé það fyrir okkur öll.“ Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Hinsegin dagar eru á dagskrá frá þriðja til áttunda ágúst. Skipulagning er í fullum gangi og hefur hún miðað að því að engar aðgerðir séu innanlands. „Við erum í svipaðri stöðu og aðrir viðburðahaldarar. Við vonum það besta og erum í samskiptum við almannavarnir í sambandi við næstu skref. Við erum að skoða það hvernig mögulegar takmarkanir hafa áhrif á okkar viðburði.“ Skipuleggjandi vill að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull.“ Engin gleðiganga í fyrra Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Engin gleðiganga fór fram í fyrra vegna samkomutakmarkanna en stefnt er að því að hún fari fram í ár. „Við erum búin að vera að skipuleggja hana nú þegar engar takmarkanir eru í gildi en það hefur auðvitað verið á bak við eyrað að mögulega verði gripið til aðgerða innanlands. Hátíðin snýst auðvitað um það að við séum sýnileg og minnum á okkar tilverurétt. Það væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð.“ Skertur opnunartími skemmtistaða hefði ekki mikil áhrif Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við útbreiðslu smita. Slíkt myndi ekki hafa mikil áhrif á Hinsegin daga. „Við erum ekki með marga viðburði í mjög lokuðum rýmum eins og á skemmtistöðum þar sem flest smit hafa verið að greinast. Það er nær engin dagskrá fram eftir nóttu þannig að skerðing á opnunartíma skemmtistaða myndi ekki hafa stórvægileg áhrif. Tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gætu þó haft áhrif.“ „Óþægilegar“ tilfinningar Þá segir hann að það standi ekki til að beina þúsundum í miðborgina ef takmarkanir verða settar innanlands. Nú sé það eina í stöðunni að bíða og sjá. „Það er pínu óþægilegt að vera í sömu stöðu og í fyrra. Þetta eru óþægilegar tilfinningar. Þetta er virkilega ömurleg staða að vera komin í aftur. En maður verður að treysta því að ef takmarkanir verði settar þá sé það fyrir okkur öll.“
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24