Stíflan var sprengd seint á þriðjudagskvöld en hún var fyrir ofan borgina Luoyang. Úrhellisrigning hefur orsakað gríðarleg flóð, sérstaklega í Henan-héraði sem hefur orðið fyrir hvað mestum áhrifum og þá sérstaklega borgin Zhengzhou, höfuðborg héraðsins. Fréttastofa AP greinir frá.
Tugir festust inni í neðanjarðarlestum, skólum og skrifstofum í nótt og minnst 25 hafa farist. Sjö er saknað vegna flóðanna.
3/3: More extraordinary scenes from the floods in central China - commuters on the Zhengzhou subway. There are other videos circulating on WeChat that show people in even worse predicaments - appears to be very destructive flooding. pic.twitter.com/hCJYq3ANyU
— Bill Birtles (@billbirtles) July 20, 2021
Myndir á samfélagsmiðlum sýna hvernig heilu göturnar er á floti og eitt myndband virðist meðal annars sýna lestarvagn hálffullan af vatni. Talið er að rigningarmagnið í Zhengzhou síðustu þrjá daga jafnist á við það sem yfirleitt rignir á einu ári.
Verulegar truflanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu þar sem flóðin hafa breytt vegum í árfarvegi og skolað burtu bílum og öðrum farartækjum og fyllt kjallara. Minnst tíu lestir, með um 10 þúsund farþegum, voru strand í gær og í nótt og þrjár þeirra högguðust ekki í meira en fjörutíu klukkutíma.
Terrible #floods also in #Henan, China. #ClimateCrisis. No place is "safe" any more.pic.twitter.com/y1htmYmCVI
— Parents For Future #UprootTheSystem 24 Sept 2021 (@parents4future) July 20, 2021
Þá hafa flóðin haft veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið í héraðinu. Úrhellið varð til þess að rafmagnsleysi varð á spítölum og þurftu sjúkrahússstarfsmenn að beita handafli til að blása súrefni í lungu fólks sem er í öndunarvélum. Verið er að flytja um sex hundruð sjúklinga til annarra spítala sem ekki hafa orðið flóðunum að bráð.