Skoraði fyrstu mörkin í MLS gegn stjörnuliði Inter og trónir á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 07:31 Carles Gil fagnar Arnór Ingva eftir annað af mörkum hans í leiknum. @NERevolution Arnór Ingvi Traustason skoraði tvö mörk í sigri New England Revolution á Inter Miami í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum í nótt. Voru þetta fyrstu mörk hans fyrir félagið. Er liðið því enn á toppi Austurdeildar. Guðmundur Þórarinsson spilaði nær allan leikinn í 1-0 sigri New York City á CF Montréal en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahóp síðarnefnda liðsins. Fyrrum fótboltamaðurinn David Beckham á Inter Miami en liðið er á sínu fyrsta tímabili í MLS-deildinni. Lítið hefur gengið hjá lærisveinum Phil Neville það sem af er tímabili og gæti sæti Neville verið heitt eftir útreiðina sem liðið fékk í nótt. Arnór Ingvi skoraði fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðung með frábærum skalla af stuttu færi. That's got to feel so good for @NoriTrausta pic.twitter.com/fG7X7XqPfO— New England Revolution (@NERevolution) July 21, 2021 Staðan var orðin 2-0 eftir tæplega hálftíma leik og Arnór Ingvi gerði í raun út um leikinn á 36. mínútu með öðru marki sínu. Staðan var hins vegar orðin 4-0 í hálfleik og sigurinn svo gott sem kominn í hús. He's cool as ice The goals keep coming @NoriTrausta! pic.twitter.com/OM7Y9IFmiO— New England Revolution (@NERevolution) July 22, 2021 Revolution fullkomnaði niðurlæginguna með fimmta marki leiksins á 83. mínútu, lokatölur 5-0. Í liði Inter Miami voru Blaise Matuidi, Ryan Shawcross og Gonzalo Higuaín. Guðmundur Þórarinsson var í vinstri bakverði New York City og spilaði 83 mínútur í góðum 1-0 sigri á CF Montréal. Sigurmark leiksins skoraði Ismael Tajouri eftir tæplega hálftíma leik. Róbert Orri Þorkelsson gekk nýverið í raðir Montréal en hann var ekki í leikmannahóp liðsins í leiknum. Thanks for rocking with us We move pic.twitter.com/KUfLg2WtAC— New York City FC (@NYCFC) July 22, 2021 Arnór Ingvi og félagar tróna sem fyrr á toppi Austurdeildar MLS með 30 stig að loknum 15 umferðum. CF Montréal eru í 5. sæti með 22 stig eftir 14 leiki á meðan New York City er í 7. sæti með 20 stig eftir 13 leiki. Fótbolti MLS Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson spilaði nær allan leikinn í 1-0 sigri New York City á CF Montréal en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahóp síðarnefnda liðsins. Fyrrum fótboltamaðurinn David Beckham á Inter Miami en liðið er á sínu fyrsta tímabili í MLS-deildinni. Lítið hefur gengið hjá lærisveinum Phil Neville það sem af er tímabili og gæti sæti Neville verið heitt eftir útreiðina sem liðið fékk í nótt. Arnór Ingvi skoraði fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðung með frábærum skalla af stuttu færi. That's got to feel so good for @NoriTrausta pic.twitter.com/fG7X7XqPfO— New England Revolution (@NERevolution) July 21, 2021 Staðan var orðin 2-0 eftir tæplega hálftíma leik og Arnór Ingvi gerði í raun út um leikinn á 36. mínútu með öðru marki sínu. Staðan var hins vegar orðin 4-0 í hálfleik og sigurinn svo gott sem kominn í hús. He's cool as ice The goals keep coming @NoriTrausta! pic.twitter.com/OM7Y9IFmiO— New England Revolution (@NERevolution) July 22, 2021 Revolution fullkomnaði niðurlæginguna með fimmta marki leiksins á 83. mínútu, lokatölur 5-0. Í liði Inter Miami voru Blaise Matuidi, Ryan Shawcross og Gonzalo Higuaín. Guðmundur Þórarinsson var í vinstri bakverði New York City og spilaði 83 mínútur í góðum 1-0 sigri á CF Montréal. Sigurmark leiksins skoraði Ismael Tajouri eftir tæplega hálftíma leik. Róbert Orri Þorkelsson gekk nýverið í raðir Montréal en hann var ekki í leikmannahóp liðsins í leiknum. Thanks for rocking with us We move pic.twitter.com/KUfLg2WtAC— New York City FC (@NYCFC) July 22, 2021 Arnór Ingvi og félagar tróna sem fyrr á toppi Austurdeildar MLS með 30 stig að loknum 15 umferðum. CF Montréal eru í 5. sæti með 22 stig eftir 14 leiki á meðan New York City er í 7. sæti með 20 stig eftir 13 leiki.
Fótbolti MLS Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn