Mikil aukning í innbrotum og eignaspjöllum milli mánaða Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 11:04 Hegningarlagabrot voru fleiri í júní en í maí. VÍSIR/EGILL Hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu voru 955 í júní samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það er fjölgun frá síðasta mánuði. Tilkynningum um innbrot og eignaspjöll hefur fjölgað mikið en ofbeldisbrotum hefur fækkað. Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða og fjölgaði innbrotum á heimili mest. Alls var tilkynnt um 59 innbrot á heimili í júní en ekki hafa borist jafn margar tilkynningar í einum mánuði frá desember 2018. Heildarfjöldi innbrota það sem af er ári er þó svipaður og síðustu tvö ár á undan. Flest innbrot á heimili áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 1, sem nær yfir Miðborg, Vesturbæ, Seltjarnarnes, Háaleiti, Hlíðar og Laugardal. Töluverð fjölgun hefur verið á tilkynningum um eignarspjöll á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 177 tilkynningar skráðar í júní sem eru umtalsvert fleiri tilkynningar en síðustu mánuði á undan. Líta þarf aftur til október 2010 til þess að finna álíka margar tilkynningar um eignarspjöll líkt og bárust í júní. Ekki bara neikvæðar fréttir Tilkynnt var um 116 ofbeldisbrot í júní. Það eru færri tilkynningar en í maí. Það sem af er ári hafa borist álíka margar tilkynningar um ofbeldisbrot líkt og bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Tilvikum þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi fjölgaði nokkuð á milli mánaða. Alls voru átta slík brot skráð í júní. Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði nokkuð á milli mánaða. Alls voru skráðar 57 tilkynningar í júní. Það sem af er ári hafa hins vegar borist um 18 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fækkaði einnig á milli mánaða líkt og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Í júní voru skráð 708 umferðarlagabrot, að hraðamyndavélum undanskildum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 24 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða og fjölgaði innbrotum á heimili mest. Alls var tilkynnt um 59 innbrot á heimili í júní en ekki hafa borist jafn margar tilkynningar í einum mánuði frá desember 2018. Heildarfjöldi innbrota það sem af er ári er þó svipaður og síðustu tvö ár á undan. Flest innbrot á heimili áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 1, sem nær yfir Miðborg, Vesturbæ, Seltjarnarnes, Háaleiti, Hlíðar og Laugardal. Töluverð fjölgun hefur verið á tilkynningum um eignarspjöll á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 177 tilkynningar skráðar í júní sem eru umtalsvert fleiri tilkynningar en síðustu mánuði á undan. Líta þarf aftur til október 2010 til þess að finna álíka margar tilkynningar um eignarspjöll líkt og bárust í júní. Ekki bara neikvæðar fréttir Tilkynnt var um 116 ofbeldisbrot í júní. Það eru færri tilkynningar en í maí. Það sem af er ári hafa borist álíka margar tilkynningar um ofbeldisbrot líkt og bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Tilvikum þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi fjölgaði nokkuð á milli mánaða. Alls voru átta slík brot skráð í júní. Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði nokkuð á milli mánaða. Alls voru skráðar 57 tilkynningar í júní. Það sem af er ári hafa hins vegar borist um 18 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fækkaði einnig á milli mánaða líkt og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Í júní voru skráð 708 umferðarlagabrot, að hraðamyndavélum undanskildum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 24 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira