Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 21:28 Fabian Delph og Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við hvorn annan á æfingu hjá Everton á síðasta ári. Getty/Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. Gylfi Þór er samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu sá leikmaður sem handtekinn var í Bretlandi í síðustu viku í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Gylfi Þór hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Lögreglan í Manchester sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í Bretlandi að umræddur leikmaður væri 31 árs gamall. Á mánudagskvöld gaf Everton út stutta yfirlýsingu þess efnis að félagið hefði vikið leikmanni úr aðalliðinu tímabundið frá störfum vegna lögreglurannsóknar. Samkvæmt breska miðlinum The Athletic er Delph sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing Everton hafi ekki verið afdráttarlausari en aðeins tveir leikmenn aðalliðs Everton eru 31 árs gamlir, Delph og Gylfi Þór. Í frétt Athletic segir að frá því að yfirlýsing Everton kom út hafi hávær orðrómur farið af stað á samfélagsmiðlum að Delph væri sá leikmaður Everton sem handtekinn hafi verið af lögreglu í tengslum við málið. Er hann sagður hafa látið stjórn félagsins vita af þeirri erfiðri stöðu sem málið hafi sett hann í, og að hann sé æfur yfir því að hafa verið bendlaður við málið á samfélagsmiðlum, líkt og áður segir. Í frétt Athletic er Gylfi Þór, án þess þó að vera nafngreindur, einnig sagður hafa ráðið sér öryggisgæslu eftir að málið kom upp. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Gylfi Þór neiti staðfastlega sök í málinu. Enski boltinn Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Gylfi Þór er samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu sá leikmaður sem handtekinn var í Bretlandi í síðustu viku í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Gylfi Þór hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Lögreglan í Manchester sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í Bretlandi að umræddur leikmaður væri 31 árs gamall. Á mánudagskvöld gaf Everton út stutta yfirlýsingu þess efnis að félagið hefði vikið leikmanni úr aðalliðinu tímabundið frá störfum vegna lögreglurannsóknar. Samkvæmt breska miðlinum The Athletic er Delph sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing Everton hafi ekki verið afdráttarlausari en aðeins tveir leikmenn aðalliðs Everton eru 31 árs gamlir, Delph og Gylfi Þór. Í frétt Athletic segir að frá því að yfirlýsing Everton kom út hafi hávær orðrómur farið af stað á samfélagsmiðlum að Delph væri sá leikmaður Everton sem handtekinn hafi verið af lögreglu í tengslum við málið. Er hann sagður hafa látið stjórn félagsins vita af þeirri erfiðri stöðu sem málið hafi sett hann í, og að hann sé æfur yfir því að hafa verið bendlaður við málið á samfélagsmiðlum, líkt og áður segir. Í frétt Athletic er Gylfi Þór, án þess þó að vera nafngreindur, einnig sagður hafa ráðið sér öryggisgæslu eftir að málið kom upp. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Gylfi Þór neiti staðfastlega sök í málinu.
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50
Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52