Smith-Rowe skoraði tvö mörk og lagði upp önnur fjögur í 20 leikjum á seinasta tímabili.
Hann mun klæðast treyju númer tíu á næstkomandi tímabili, sem sýnir traustið sem Mikel Arteta, stjóri liðsins, ber til þessa unga leikmanns.
Aston Villa hafði sýnt leikmanninum áhuga, en Arsenal hafnaði tveimur tilboðum þerra í seinasta mánuði. Það seinna er sagt hafa hljóðað upp á 30 milljónir punda.
Smith-Rowe kom í gegnum akademíu Arsenal, og hefur verið hjá félaginu síðan hann var tíu ára gamall.
New season.
— Arsenal (@Arsenal) July 22, 2021
New contract.
New number.
@emilesmithrowe pic.twitter.com/DT13LjBD1B