Sancho skrifaði undir fimm ára samning með möguleika á ári til viðbótar í dag. Hann fer í þriðja sæti yfir dýrustu leikmenn í sögu úrvalsdeildarinnar, en kostnaðurinn er sambærilegur við kaup United á Romelu Lukaku 2017 og kaup Liverpool á Virgil van Dijk árið 2018.
Paul Pogba og Harry Maguire, leikmenn Manchester United, voru báðir dýrari við komu sína til félagsins heldur en Sancho og eru dýrustu leikmenn í sögu félaga í ensku úrvalsdeildinni. Pogba, Maguire, Sancho og Lukaku eru í efstu fjórum sætunum yfir þá dýrustu og hefur Manchester United því keypt fjóra dýrustu leikmenn í sögu deildarinnar.
Næstur á lista yfir þá dýrustu sem United hefur keypt er Argentínumaðurinn Ángel Di María sem keyptur var frá Real Madrid á 75 milljónir evra sumarið 2014. Hann er tíundi á lista yfir þá dýrustu í deildinni en lista yfir dýrustu tíu leikmennina má sjá að neðan.
Dýrustu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
1. Paul Pogba til Manchester United frá Juventus á 105 milljónir evra árið 2016
2. Harry Maguire til Manchester United frá Leicester City á 87 milljónir evra árið 2019
3. Jadon Sancho til Manchester United frá Borussia Dortmund á 85 milljónir evra árið 2021
4. Romelu Lukaku til Manchester United frá Everton á 84,7 milljónir evra árið 2017
5. Virgil van Dijk til Liverpool frá Southampton á 84,6 milljónir evra árið 2018
6. Kai Havertz til Chelsea frá Bayer Leverkusen á 80 milljónir evra árið 2020
7. Nicolas Pépé til Arsenal frá Lille á 80 milljónir evra árið 2019
8. Kepa Arrizabalaga til Chelsea frá Athletic Bilbao á 80 milljónir evra árið 2018
9. Kevin De Bruyne til Manchester City frá Wolfsburg á 76 milljónir evra árið 2015
10. Ángel Di María til Manchester United frá Real Madrid á 75 milljónir evra árið 2014