„Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 10:43 Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu. EPA/Liselotte Sabroe „Ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það er auðvitað búinn að vera draumur að spila í Meistaradeild Evrópu síðan ég var lítill, og að skora er náttúrulega bara annar draumur,“ segir Viktor Bjarki Daðason, yngsti markaskorari Íslands í Meistaradeildinni í fótbolta frá upphafi. Viktor Bjarki ræddi við Stefán Árna Pálsson eftir að hafa orðið sá þriðji yngsti í allri sögunni til að skora í Meistaradeildinni, aðeins 17 ára og 113 daga gamall, fyrir FCK gegn Dortmund í vikunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Viktor segir það hafa verið magnað að heyra Meistaradeildarlagið í fyrsta sinn sem leikmaður: „Það var gæsahúð. Ég fékk alltaf gæsahúð þegar ég var uppi í stúku eða hreinlega heima að horfa á Champions League en að vera svo á bekknum þegar lagið var spilað var allt önnur tilfinning.“ Aðeins stjörnurnar Ansu Fati og Lamine Yamal hafa verið yngri og skorað í Meistaradeild Evrópu. Viktor, sem sló ungur í gegn hjá Fram áður en hann fór svo til FCK, er því í þriðja sæti listans en var ekkert að spá í það fyrir fram. „Nei, ég hafði enga hugmynd. Ég var ekki að pæla í því fyrir leikinn. Ég var meira búinn að pæla í að gera mig ready til að koma inn á. Svo fékk ég bara skilaboð eftir leikinn um að ég væri á topp 3 yfir yngstu markaskorara í Champions League. Það er auðvitað líka skemmtilegt. Yamal er líka ungur en er búinn að skapa sér svo stórt nafn að allir í heiminum vita hver hann er. Hann er rosalegur og það er heiður að fá að vera í sama flokki og hann,“ sagði Viktor. Viktor er sonur þeirra Dagbjartar Rutar Bjarnadóttur og Daða Hafþórssonar, fyrrverandi handboltamanns, og þau styðja vel við soninn í fyrstu sporunum í atvinnumennsku: „Pabbi er oftast með mér, því hann getur unnið að heiman, og svo kemur mamma þegar hún getur líka,“ segir Viktor. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29 Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Viktor Bjarki ræddi við Stefán Árna Pálsson eftir að hafa orðið sá þriðji yngsti í allri sögunni til að skora í Meistaradeildinni, aðeins 17 ára og 113 daga gamall, fyrir FCK gegn Dortmund í vikunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Viktor segir það hafa verið magnað að heyra Meistaradeildarlagið í fyrsta sinn sem leikmaður: „Það var gæsahúð. Ég fékk alltaf gæsahúð þegar ég var uppi í stúku eða hreinlega heima að horfa á Champions League en að vera svo á bekknum þegar lagið var spilað var allt önnur tilfinning.“ Aðeins stjörnurnar Ansu Fati og Lamine Yamal hafa verið yngri og skorað í Meistaradeild Evrópu. Viktor, sem sló ungur í gegn hjá Fram áður en hann fór svo til FCK, er því í þriðja sæti listans en var ekkert að spá í það fyrir fram. „Nei, ég hafði enga hugmynd. Ég var ekki að pæla í því fyrir leikinn. Ég var meira búinn að pæla í að gera mig ready til að koma inn á. Svo fékk ég bara skilaboð eftir leikinn um að ég væri á topp 3 yfir yngstu markaskorara í Champions League. Það er auðvitað líka skemmtilegt. Yamal er líka ungur en er búinn að skapa sér svo stórt nafn að allir í heiminum vita hver hann er. Hann er rosalegur og það er heiður að fá að vera í sama flokki og hann,“ sagði Viktor. Viktor er sonur þeirra Dagbjartar Rutar Bjarnadóttur og Daða Hafþórssonar, fyrrverandi handboltamanns, og þau styðja vel við soninn í fyrstu sporunum í atvinnumennsku: „Pabbi er oftast með mér, því hann getur unnið að heiman, og svo kemur mamma þegar hún getur líka,“ segir Viktor.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29 Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29
Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35