Solskjær framlengir við Manchester United Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 11:30 Solskjær verður áfram við stjórnvölin næstu þrjú árin í rauða hluta Manchester-borgar. Andy Rain/Getty Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. United gaf út tilkynningu þess efnis í dag. Solskjær tók við United af Portúgalanum José Mourinho í árslok 2018 og var þá ráðinn til bráðabirgða. Í kjölfar þess gerði hann þriggja ára samning sem rann til næsta sumars, 2022. Nú hefur United tryggt framtíð Norðmannsins hjá félaginu með nýjum þriggja ára samningi, sem rennur út sumarið 2024. Our past. Our present. . We are delighted to announce that Ole has signed a new deal with the club! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 24, 2021 United fékk 66 stig undir stjórn Solskjærs eftir að hann tók við af Mourinho, en fékk sama stigafjölda á fyrsta heila tímabilinu undir hans stjórn. Á því fyrra hafnaði United í 6. sæti deildarinnar en það dugði til 3. sætis á því síðara. United komst þá í undanúrslit í þremur keppnum; deildabikarnum, FA-bikarnum og Evrópudeildinni tímabilið 2019-20 undir stjórn Solskjærs. Á nýliðinni leiktíð stýrði Solskjær liðinu í annað sæti deildarinnar, á eftir grönnunum í Manchester City, og varð hann þar með sá fyrsti til að stýra United í Meistaradeildarsæti tvö tímabil í röð frá því að Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. Liðið komst þá í úrslit Evrópudeildarinnar en tapaði fyrir spænska liðinu Villarreal eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum. Solskjær leitar enn síns fyrsta titils með félaginu, það er sem stjóri, en hann vann sex Englandsmeistaratitla, auk tveggja bikartitla og Meistaradeildartitils sem leikmaður félagsins árin 1996 til 2007. Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Solskjær tók við United af Portúgalanum José Mourinho í árslok 2018 og var þá ráðinn til bráðabirgða. Í kjölfar þess gerði hann þriggja ára samning sem rann til næsta sumars, 2022. Nú hefur United tryggt framtíð Norðmannsins hjá félaginu með nýjum þriggja ára samningi, sem rennur út sumarið 2024. Our past. Our present. . We are delighted to announce that Ole has signed a new deal with the club! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 24, 2021 United fékk 66 stig undir stjórn Solskjærs eftir að hann tók við af Mourinho, en fékk sama stigafjölda á fyrsta heila tímabilinu undir hans stjórn. Á því fyrra hafnaði United í 6. sæti deildarinnar en það dugði til 3. sætis á því síðara. United komst þá í undanúrslit í þremur keppnum; deildabikarnum, FA-bikarnum og Evrópudeildinni tímabilið 2019-20 undir stjórn Solskjærs. Á nýliðinni leiktíð stýrði Solskjær liðinu í annað sæti deildarinnar, á eftir grönnunum í Manchester City, og varð hann þar með sá fyrsti til að stýra United í Meistaradeildarsæti tvö tímabil í röð frá því að Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. Liðið komst þá í úrslit Evrópudeildarinnar en tapaði fyrir spænska liðinu Villarreal eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum. Solskjær leitar enn síns fyrsta titils með félaginu, það er sem stjóri, en hann vann sex Englandsmeistaratitla, auk tveggja bikartitla og Meistaradeildartitils sem leikmaður félagsins árin 1996 til 2007.
Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira