Öruggt hjá norska liðinu í fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 09:15 Þórir Hergeirsson vonast eftir öðru Ólympíugulli sínu sem þjálfari norska liðsins. Getty/Oliver Hardt Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann öruggan 39-27 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Norska liðið var með öll völd vellinum frá upphafi leiks í morgun og leiddi með átta marka mun í hálfleik, 18-10. Liðið bætti 21 marki til viðbótar í síðari hálfleik og niðurstaðan tólf marka sigur, 39-27. Línumaðurinn Kari Brattset Dale var markahæst í norska liðinu með ellefu mörk en Veronica Kristiansen skoraði sjö. Þá átti Silje Solberg góðan dag í markinu er hún varði 18 skot, 43% þeirra sem komu á markið. Þórir hefur verið hluti af teyminu kringum norska landsliðið frá 2001 en verið aðalþjálfari þess frá 2009. Hann stýrði liðinu til gullverðlauna á ÓL í Lundúnum 2012 en hlaut brons í Ríó 2016. Eftir sigur dagsins er Noregur á toppi A-riðils keppninnar vegna hagstæðustu markatölunnar. Ekki langt á eftir eru Holland og Svartfjallaland sem einnig unnu örugga sigra. Lois Abbingh var líkt og oft áður markahæst í hollenska landsliðinu, með sjö mörk, í 32-21 sigri á heimakonum í Japan en Holland hafði, líkt og Noregur, leitt 18-10 í hléi. Svartfjallaland vann þá einnig ellefu marka sigur, 33-22, á Angóla. Hægri skyttan Jovanka Radičević skoraði tólf mörk fyrir þeir svartfellsku. Mesta spennan í B-riðlinum Spennan var meiri í eina leik B-riðils sem er yfirstaðinn í Tókýó í dag. Ríkjandi Ólympíumeistarar Rússlands gerðu þar jafntefli við Ameríkumeistara Brasilíu í hörkuleik. Rússland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og náði mest þriggja marka forystu í síðari hálfleik. En Brasilía sneri taflinu við í kjölfarið þegar liðið komst í 22-20. Þær rússnesku skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast yfir, 23-22, og svo aftur 24-23, en þeim brasilísku tókst að næla sér í stig með jöfnunarmarki. Úrslitin 24-24. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í B-riðlinum í dag. Spánn mætir Svíþjóð klukkan 10:30 og Ungverjarland mætir Frakklandi klukkan 12:30. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Norska liðið var með öll völd vellinum frá upphafi leiks í morgun og leiddi með átta marka mun í hálfleik, 18-10. Liðið bætti 21 marki til viðbótar í síðari hálfleik og niðurstaðan tólf marka sigur, 39-27. Línumaðurinn Kari Brattset Dale var markahæst í norska liðinu með ellefu mörk en Veronica Kristiansen skoraði sjö. Þá átti Silje Solberg góðan dag í markinu er hún varði 18 skot, 43% þeirra sem komu á markið. Þórir hefur verið hluti af teyminu kringum norska landsliðið frá 2001 en verið aðalþjálfari þess frá 2009. Hann stýrði liðinu til gullverðlauna á ÓL í Lundúnum 2012 en hlaut brons í Ríó 2016. Eftir sigur dagsins er Noregur á toppi A-riðils keppninnar vegna hagstæðustu markatölunnar. Ekki langt á eftir eru Holland og Svartfjallaland sem einnig unnu örugga sigra. Lois Abbingh var líkt og oft áður markahæst í hollenska landsliðinu, með sjö mörk, í 32-21 sigri á heimakonum í Japan en Holland hafði, líkt og Noregur, leitt 18-10 í hléi. Svartfjallaland vann þá einnig ellefu marka sigur, 33-22, á Angóla. Hægri skyttan Jovanka Radičević skoraði tólf mörk fyrir þeir svartfellsku. Mesta spennan í B-riðlinum Spennan var meiri í eina leik B-riðils sem er yfirstaðinn í Tókýó í dag. Ríkjandi Ólympíumeistarar Rússlands gerðu þar jafntefli við Ameríkumeistara Brasilíu í hörkuleik. Rússland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og náði mest þriggja marka forystu í síðari hálfleik. En Brasilía sneri taflinu við í kjölfarið þegar liðið komst í 22-20. Þær rússnesku skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast yfir, 23-22, og svo aftur 24-23, en þeim brasilísku tókst að næla sér í stig með jöfnunarmarki. Úrslitin 24-24. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í B-riðlinum í dag. Spánn mætir Svíþjóð klukkan 10:30 og Ungverjarland mætir Frakklandi klukkan 12:30.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira