Umfjöllun: Þróttur - Keflavík 3-0 | Þróttur upp í þriðja sæti en fimmta tap Keflavíkur í röð Sverrir Már Smárason skrifar 27. júlí 2021 22:45 Þróttur fer upp úr sjötta sæti í það þriðja með sigrinum. Vísir/Hulda Margrét Þróttur R. vann í kvöld sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna og fóru með því upp í 3.sæti deildarinnar. Keflavík er áfram í fallsæti. Þróttarar byrjuðu betur og skoruðu strax á 2.mínútu þegar Dani Rhodes slapp inn í teig Keflavíkur, renndi boltanum á Ólöfu Sigríði sem lék á varnarmann og skoraði örugglega. Öflug byrjun hjá Þrótti. Þróttur hafði áfram yfirhöndina í leiknum allan fyrri hálfleikinn að frádregnum 10 mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Þá náði Keflvíkingar að setja góða pressu á vörn Þróttar en þó ekki að skapa sér nein ákjósanleg marktækifæri. Staðan 1-0 í hálfleik Þrótti í vil. Síðari hálfleikur var nánast sama uppskrift og sá fyrri því strax á 47 mínútu sendi Shea Moyer sendingu í gegn á Ólöfu Sigríði. Ólöf snéri við, lagði boltann aftur út á Shea sem átti hátt skot utan teigs yfir Tiffany í marki Keflavíkur og staðan skyndilega orðin 2-0. Þróttarstúlkur voru þarna komnar í þægilega stöðu og gátu leyft sér að anda rólega. Þær stýrðu áfram leiknum en Keflvíkingar voru ekki á því að gefast upp. Keflavík reyndi að setja Þrótt undir pressu í síðari hálfleik en það gekk ekki nægilega vel, þær sköpuðu sér engin færi. Á 54.mínútu fékk Ísabel Jasmín högg á miðjum velli, þurfti aðhlynningu og svo að fara útaf. Það fór ekki betur en svo að sjúkrabíll var kallaður til og fór Ísabel á börum með honum af vellinum. Gunnar Magnús þjálfari vissi ekki stöðuna strax eftir leik en undirritaður óskar Ísabel góðs bata. Sem fyrr segir stýrðu Þróttarstúlkur leiknum í seinni hálfleik áfram og þær bættu svo við þriðja markinu á 89.mínútu en það gerði Guðrún Gyða Haralz sem skoraði þar með í öðrum leiknum í röð. Álfhildur Rósa sendi boltann á Guðrúnu sem snéri á varnarmann og skaut fyrir utan teig góðu skoti í fjærhornið. Lokatölur 3-0. Af hverju vann Þróttur? Þær voru betri á flestum sviðum nær allan leikinn í kvöld. Þær voru yfirvegaðar og leystu pressu Keflavíkur vel. Einnig mættu þær skarpari inn í báða hálfleika og skoruðu snemma í þeim báðum þar sem vörn Keflavíkur svaf á verðinum. Hverjar stóðu upp úr? Ólöf Sigríður bæði skoraði og lagði upp í leiknum í kvöld og hélt þar uppteknum hætti. Miðjuparið Katherine Cousins og Álfhildur Rósa áttu virkilega öflugan leik og stýrðu miðjunni. Hvað mætti betur fara? Keflavík tókst ekki að skapa sér opin marktækifæri í kvöld og gekk oft á tíðum mjög illa að halda boltanum innan liðsins. Þær sváfu einnig allar á verðinum fyrstu mínútur beggja hálfleika. Þróttarar þurfa að vera stabílli í heilan leik ef þær ætla að keppa við topplið deildarinnar. Þær mega ekki við því að detta svona niður á köflum því góð lið hefðu refsað þeim í kvöld. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fær Keflavík Fylkisstúlkur í heimsókn föstudaginn 6.ágúst í sannkölluðum 6 stiga fallslag. Þróttur leikur næst við Selfoss í baráttunni um 3.sæti deildarinnar mánudaginn 9.ágúst. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF
Þróttur R. vann í kvöld sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna og fóru með því upp í 3.sæti deildarinnar. Keflavík er áfram í fallsæti. Þróttarar byrjuðu betur og skoruðu strax á 2.mínútu þegar Dani Rhodes slapp inn í teig Keflavíkur, renndi boltanum á Ólöfu Sigríði sem lék á varnarmann og skoraði örugglega. Öflug byrjun hjá Þrótti. Þróttur hafði áfram yfirhöndina í leiknum allan fyrri hálfleikinn að frádregnum 10 mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Þá náði Keflvíkingar að setja góða pressu á vörn Þróttar en þó ekki að skapa sér nein ákjósanleg marktækifæri. Staðan 1-0 í hálfleik Þrótti í vil. Síðari hálfleikur var nánast sama uppskrift og sá fyrri því strax á 47 mínútu sendi Shea Moyer sendingu í gegn á Ólöfu Sigríði. Ólöf snéri við, lagði boltann aftur út á Shea sem átti hátt skot utan teigs yfir Tiffany í marki Keflavíkur og staðan skyndilega orðin 2-0. Þróttarstúlkur voru þarna komnar í þægilega stöðu og gátu leyft sér að anda rólega. Þær stýrðu áfram leiknum en Keflvíkingar voru ekki á því að gefast upp. Keflavík reyndi að setja Þrótt undir pressu í síðari hálfleik en það gekk ekki nægilega vel, þær sköpuðu sér engin færi. Á 54.mínútu fékk Ísabel Jasmín högg á miðjum velli, þurfti aðhlynningu og svo að fara útaf. Það fór ekki betur en svo að sjúkrabíll var kallaður til og fór Ísabel á börum með honum af vellinum. Gunnar Magnús þjálfari vissi ekki stöðuna strax eftir leik en undirritaður óskar Ísabel góðs bata. Sem fyrr segir stýrðu Þróttarstúlkur leiknum í seinni hálfleik áfram og þær bættu svo við þriðja markinu á 89.mínútu en það gerði Guðrún Gyða Haralz sem skoraði þar með í öðrum leiknum í röð. Álfhildur Rósa sendi boltann á Guðrúnu sem snéri á varnarmann og skaut fyrir utan teig góðu skoti í fjærhornið. Lokatölur 3-0. Af hverju vann Þróttur? Þær voru betri á flestum sviðum nær allan leikinn í kvöld. Þær voru yfirvegaðar og leystu pressu Keflavíkur vel. Einnig mættu þær skarpari inn í báða hálfleika og skoruðu snemma í þeim báðum þar sem vörn Keflavíkur svaf á verðinum. Hverjar stóðu upp úr? Ólöf Sigríður bæði skoraði og lagði upp í leiknum í kvöld og hélt þar uppteknum hætti. Miðjuparið Katherine Cousins og Álfhildur Rósa áttu virkilega öflugan leik og stýrðu miðjunni. Hvað mætti betur fara? Keflavík tókst ekki að skapa sér opin marktækifæri í kvöld og gekk oft á tíðum mjög illa að halda boltanum innan liðsins. Þær sváfu einnig allar á verðinum fyrstu mínútur beggja hálfleika. Þróttarar þurfa að vera stabílli í heilan leik ef þær ætla að keppa við topplið deildarinnar. Þær mega ekki við því að detta svona niður á köflum því góð lið hefðu refsað þeim í kvöld. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fær Keflavík Fylkisstúlkur í heimsókn föstudaginn 6.ágúst í sannkölluðum 6 stiga fallslag. Þróttur leikur næst við Selfoss í baráttunni um 3.sæti deildarinnar mánudaginn 9.ágúst.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti