Skoraði á 22 mínútna fresti í riðlakeppninni og setti Ólympíumet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 14:29 Vivianne Miedema er komin með átta mörk á Ólympíuleikunum sem er met. getty/Francois Nel Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema setti met þegar riðlakeppninni í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó lauk í dag. Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland rústaði Kína, 8-2. Hún byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Þremur mínútum síðar var Miedema búin að skora. Hún bætti öðru marki við á 76. mínútu. Miedema skoraði átta mörk í þremur leikjum í riðlakeppninni og þegar búin að bæta metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum. Christine Sinclair skoraði sex mörk fyrir Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012 en Miedema og Barbra Banda frá Sambíu jöfnuðu það í síðustu umferð riðlakeppninnar. Miedema gerði mörkin átta á aðeins 177 mínútum og skoraði því á 22 mínútna fresti. 8 - Vivianne Miedema has scored 8 goals in just 177 minutes of football at the Tokyo @Olympics, scoring every 22 minutes on average - this is already the most goals by a female player at a single Games. Superior. pic.twitter.com/3LhQUjAyXo— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2021 Holland fékk sjö stig í F-riðli og endaði í efsta sæti hans. Evrópumeistararnir skoruðu 21 mark í leikjunum þremur í riðlinum. Þeir mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum HM fyrir tveimur árum þar sem bandaríska liðið vann 2-0 sigur. Bandaríkin gerðu markalaust við jafntefli við Ástralíu í G-riðli og enduðu í 2. sæti hans. Í hinum leiknum í G-riðli vann Svíþjóð 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Anna Anvegård og Madelen Janogy skoruðu mörk sænska liðsins sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð mætir Japan í átta liða úrslitunum. Í E-riðli gerðu Bretland og Kanada 1-1 jafntefli. Adriana Leon, samherji Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, kom Kanada yfir á 55. mínútu en Caroline Weir jafnaði fyrir Bretland fimm mínútum fyrir leikslok. Bretland vann E-riðil og mætir Ástralíu í átta liða úrslitunum. Í hinum leik E-riðils vann Japan 1-0 sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í útsláttarkeppninni. Brasilía, sem vann 1-0 sigur á Sambíu í dag, mætir Kanada í átta liða úrslitunum. Allir fjórir leikirnir í þeim fara fram á föstudaginn. Group stage complete Knockout stage #BarclaysFAWSL x #Tokyo2020 pic.twitter.com/FcwoNUqOj4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) July 27, 2021 Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland rústaði Kína, 8-2. Hún byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Þremur mínútum síðar var Miedema búin að skora. Hún bætti öðru marki við á 76. mínútu. Miedema skoraði átta mörk í þremur leikjum í riðlakeppninni og þegar búin að bæta metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum. Christine Sinclair skoraði sex mörk fyrir Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012 en Miedema og Barbra Banda frá Sambíu jöfnuðu það í síðustu umferð riðlakeppninnar. Miedema gerði mörkin átta á aðeins 177 mínútum og skoraði því á 22 mínútna fresti. 8 - Vivianne Miedema has scored 8 goals in just 177 minutes of football at the Tokyo @Olympics, scoring every 22 minutes on average - this is already the most goals by a female player at a single Games. Superior. pic.twitter.com/3LhQUjAyXo— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2021 Holland fékk sjö stig í F-riðli og endaði í efsta sæti hans. Evrópumeistararnir skoruðu 21 mark í leikjunum þremur í riðlinum. Þeir mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum HM fyrir tveimur árum þar sem bandaríska liðið vann 2-0 sigur. Bandaríkin gerðu markalaust við jafntefli við Ástralíu í G-riðli og enduðu í 2. sæti hans. Í hinum leiknum í G-riðli vann Svíþjóð 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Anna Anvegård og Madelen Janogy skoruðu mörk sænska liðsins sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð mætir Japan í átta liða úrslitunum. Í E-riðli gerðu Bretland og Kanada 1-1 jafntefli. Adriana Leon, samherji Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, kom Kanada yfir á 55. mínútu en Caroline Weir jafnaði fyrir Bretland fimm mínútum fyrir leikslok. Bretland vann E-riðil og mætir Ástralíu í átta liða úrslitunum. Í hinum leik E-riðils vann Japan 1-0 sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í útsláttarkeppninni. Brasilía, sem vann 1-0 sigur á Sambíu í dag, mætir Kanada í átta liða úrslitunum. Allir fjórir leikirnir í þeim fara fram á föstudaginn. Group stage complete Knockout stage #BarclaysFAWSL x #Tokyo2020 pic.twitter.com/FcwoNUqOj4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) July 27, 2021 Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama
Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira