Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2021 19:35 Alma D. Möller segir að það sé til skoðunar að taka upp hraðpróf í meiri mæli, til dæmis fyrir fjölmenna viðburði. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. „Það er verið að skoða notkun hraðprófa í meiri mæli og verður settur sérstakur hópur í það. Það getur vel verið að til lengri tíma verði einmitt meira notað af þeim fyrir fjölmenna viðburði og þess háttar,” segir Alma Möller landlæknir. Hér á landi eru hraðpróf notuð af heilsugæslunni til að sýna fram á neikvæða niðurstöðu á landamærum Annars staðar í heiminum eru hraðpróf notuð á fjölmennum vinnustöðum og í skólum, svo dæmi séu tekin, og í Frakklandi hafa verið settir upp sérstakir hraðprófsbásar fyrir fólk á leið á næturlífið. Sömuleiðis er þar gerð krafa um að fólk framvísi neikvæðu prófi áður en það sækir vinsæla ferðamannastaði. Sama var upp á teningnum fyrir fjölmenna tónlistarhátíð í Bretlandi í nýliðinni viku og í Austurríki, Belgíu og Danmörku eru prófin notuð í miklum mæli, svo dæmi séu tekin. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að taka prófin í meiri notkun. „Það er í farvatninu og við erum að tala um að við séum tilbúin að taka við hraðprófum hjá fólki sem er að koma til landsins en ekki bara PCR-prófum þannig að útbreiðslan verður meiri og þetta er eitthvað sem mér finnst að við þurfum að skoða á stórum vinnustöðum og svo framvegis, hvort það sé rétt að taka með reglubundnum hætti hraðpróf,” segir hún. Aðspurð segir hún þó ekki standa til bjóða upp á svokölluð heimapróf sem fólk geti sjálft keypt í apótekum, en það er hægt víða í Evrópu. „En þetta mun örugglega verða partur af þessari nýju mynd í bólusetningum á Íslandi,“ segir Svandís Alma tekur undir. „Landspítalinn er að ríða á vaðið og notar hraðpróf við skimun innanhúss þannig að við munum sjá hvernig það kemur út. En við höfum alltaf viljað nota PCR-prófin því þau eru best en kannski til lengri tíma munu hraðprófin koma meira inn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Það er verið að skoða notkun hraðprófa í meiri mæli og verður settur sérstakur hópur í það. Það getur vel verið að til lengri tíma verði einmitt meira notað af þeim fyrir fjölmenna viðburði og þess háttar,” segir Alma Möller landlæknir. Hér á landi eru hraðpróf notuð af heilsugæslunni til að sýna fram á neikvæða niðurstöðu á landamærum Annars staðar í heiminum eru hraðpróf notuð á fjölmennum vinnustöðum og í skólum, svo dæmi séu tekin, og í Frakklandi hafa verið settir upp sérstakir hraðprófsbásar fyrir fólk á leið á næturlífið. Sömuleiðis er þar gerð krafa um að fólk framvísi neikvæðu prófi áður en það sækir vinsæla ferðamannastaði. Sama var upp á teningnum fyrir fjölmenna tónlistarhátíð í Bretlandi í nýliðinni viku og í Austurríki, Belgíu og Danmörku eru prófin notuð í miklum mæli, svo dæmi séu tekin. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að taka prófin í meiri notkun. „Það er í farvatninu og við erum að tala um að við séum tilbúin að taka við hraðprófum hjá fólki sem er að koma til landsins en ekki bara PCR-prófum þannig að útbreiðslan verður meiri og þetta er eitthvað sem mér finnst að við þurfum að skoða á stórum vinnustöðum og svo framvegis, hvort það sé rétt að taka með reglubundnum hætti hraðpróf,” segir hún. Aðspurð segir hún þó ekki standa til bjóða upp á svokölluð heimapróf sem fólk geti sjálft keypt í apótekum, en það er hægt víða í Evrópu. „En þetta mun örugglega verða partur af þessari nýju mynd í bólusetningum á Íslandi,“ segir Svandís Alma tekur undir. „Landspítalinn er að ríða á vaðið og notar hraðpróf við skimun innanhúss þannig að við munum sjá hvernig það kemur út. En við höfum alltaf viljað nota PCR-prófin því þau eru best en kannski til lengri tíma munu hraðprófin koma meira inn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira