„Við erum ekki landamæraeftirlit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2021 12:41 Birgir Jónsson forstjóri Play. Þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi við byrðingu í flug með flugfélaginu Play, verður ekki hleypt um borð á leið til Íslands. Forstjóri félagsins segir ákvörðunina innan lagalegs ramma enda sinni flugfélagið ekki landamæraeftirliti. Þessar reglur taka gildi frá og með morgundeginum. Bólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða neikvætt hraðpróf við byrðingu, annars verður þeim ekki hleypt um borð í flugvélar félagsins. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf. Þessar reglur eiga þó ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. „Þessi ákvörðun er tekin til að taka af allan vafa um að það sé nauðsynlegt að farþegar framvísi þessum neikvæðu prófum strax við mætingu í flug. Við höfum heyrt af fólki sem ætlaði sér í raun og veru að henda prófinu, ef það hefði reynst jákvætt, og fara í flugið og greiða sekt við komuna til Íslands til þess að minnka kostnaðinn við það að vera í sóttkví erlendis. Við tökum þessa ákvörðun til að vernda áhöfn og farþega,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í hádegisfréttum Bylgjunnar. Birgir telur að með þessu sé flugfélagið innan lagalegs ramma, en íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að snúa til síns heima. Skylda að tryggja öryggi farþega „Við erum ekki landamæraeftirlit. Það er ekki okkar hlutverk að hleypa farþegum til landsins. Við erum bara einkafyrirtæki sem er að fljúga farþegum og það er algjörlega okkar réttur eins og við túlkum það og í raun og veru okkar skylda að tryggja öryggi annarra farþega og okkar starfsmanna þannig að við metum þetta svo. Ég held að fólk væri mjög óánægt með það ef að við værum að fljúga sýktu fólki vísvitandi til landsins. Það yrði ekki litið jákvæðum augum á okkar fyrirtæki ef við myndum meta málið þannig.“ Félagið mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-prófi, í næsta flug flugfélagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, þegar þeir hafa framvísað neikvæðu prófi. „Það kemur ekki til auka kostnaðar fyrir farþegana af okkar hálfu en auðvitað þarf fólk að bera kostnað af því að vera erlendis í sóttkví á meðan að sýking stendur yfir.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að bólusettum nægir að framvísa hraðprófi, en ekki einungis PCR-prófi, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00 Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Þessar reglur taka gildi frá og með morgundeginum. Bólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða neikvætt hraðpróf við byrðingu, annars verður þeim ekki hleypt um borð í flugvélar félagsins. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf. Þessar reglur eiga þó ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. „Þessi ákvörðun er tekin til að taka af allan vafa um að það sé nauðsynlegt að farþegar framvísi þessum neikvæðu prófum strax við mætingu í flug. Við höfum heyrt af fólki sem ætlaði sér í raun og veru að henda prófinu, ef það hefði reynst jákvætt, og fara í flugið og greiða sekt við komuna til Íslands til þess að minnka kostnaðinn við það að vera í sóttkví erlendis. Við tökum þessa ákvörðun til að vernda áhöfn og farþega,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í hádegisfréttum Bylgjunnar. Birgir telur að með þessu sé flugfélagið innan lagalegs ramma, en íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að snúa til síns heima. Skylda að tryggja öryggi farþega „Við erum ekki landamæraeftirlit. Það er ekki okkar hlutverk að hleypa farþegum til landsins. Við erum bara einkafyrirtæki sem er að fljúga farþegum og það er algjörlega okkar réttur eins og við túlkum það og í raun og veru okkar skylda að tryggja öryggi annarra farþega og okkar starfsmanna þannig að við metum þetta svo. Ég held að fólk væri mjög óánægt með það ef að við værum að fljúga sýktu fólki vísvitandi til landsins. Það yrði ekki litið jákvæðum augum á okkar fyrirtæki ef við myndum meta málið þannig.“ Félagið mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-prófi, í næsta flug flugfélagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, þegar þeir hafa framvísað neikvæðu prófi. „Það kemur ekki til auka kostnaðar fyrir farþegana af okkar hálfu en auðvitað þarf fólk að bera kostnað af því að vera erlendis í sóttkví á meðan að sýking stendur yfir.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að bólusettum nægir að framvísa hraðprófi, en ekki einungis PCR-prófi, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00 Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12
Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00
Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53