Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra Snorri Másson skrifar 28. júlí 2021 11:51 Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala. Vísir/Sigurjón 115 greindust með kórónuveiruna í gær, sem er næstmesti smitfjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldurs. Óbólusettur Íslendingur, yngri en 60 ára, er kominn í gjörgæslu á Landspítalanum vegna Covid-sýkingar. Um 6000 sýni voru tekin í gær, en þau hafa aldrei verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Af þeim hafa hingað til 115 greinst en enn er verið að greina sýni, þannig að þeim gæti fjölgað. Fimm sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að Covid-göngudeildin mat það nauðsynlegt. Runólfur Pálsson, yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að átta liggi á sjúkrahúsi og þar af eru allir bólusettir, nema sá sem liggur á gjörgæslu. Sá sem liggur á gjörgæslu er einnig sá eini sem er yngri en 60 ára. „Ástand þeirra er stöðugt. Það er einn einstaklingur sem var fluttur á gjörgæslu til frekari vöktunar en ástand þeirra er annars stöðugt.“ Nú eru 853 einstaklingar í eftirliti hjá göngudeildinni, sem þýðir að hún leitast við að fylgjast með líðan þeirra. Mun fleiri eru þó líklega smitaðir úti í samfélaginu einkennalausir, að mati Runólfs. Spítalinn átti von á að innlögnum myndi fjölga en ekki er tímabært að fullyrða um hvort þær séu jafntíðar og í fyrri bylgjum. „Ég á von á því að fjöldinn sem veikist alvarlega og muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að hlutfallið sem lendi í þeirri stöðu verði miklu lægra heldur en áður hefur verið.“ Ekki beri að oftúlka innlagnirnar hingað til Helsta verkefni stjórnvalda þessa stundina er að fylgjast með hlutfalli alvarlegra veika á meðal þeirra sem fengið hafa bólusetningu. Því lægra sem það reynist, þeim mun minni samkomutakmörkunum má búast við. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir þolinmæði á meðan þessara upplýsinga er aflað. „Næstu dagar munu kannski skýra myndina betur en ég myndi ekki leggja of mikið upp úr því á þessu stigi þótt þessar innlagnir hafi átt sér stað í gær.“ 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa mælist nú 217,3 hér á landi, sem bendir til þess að Ísland kemst æ nærri því að teljast rautt land samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Það getur haft mikil áhrif á flæði ferðafólks til og frá landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29 Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Um 6000 sýni voru tekin í gær, en þau hafa aldrei verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Af þeim hafa hingað til 115 greinst en enn er verið að greina sýni, þannig að þeim gæti fjölgað. Fimm sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að Covid-göngudeildin mat það nauðsynlegt. Runólfur Pálsson, yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að átta liggi á sjúkrahúsi og þar af eru allir bólusettir, nema sá sem liggur á gjörgæslu. Sá sem liggur á gjörgæslu er einnig sá eini sem er yngri en 60 ára. „Ástand þeirra er stöðugt. Það er einn einstaklingur sem var fluttur á gjörgæslu til frekari vöktunar en ástand þeirra er annars stöðugt.“ Nú eru 853 einstaklingar í eftirliti hjá göngudeildinni, sem þýðir að hún leitast við að fylgjast með líðan þeirra. Mun fleiri eru þó líklega smitaðir úti í samfélaginu einkennalausir, að mati Runólfs. Spítalinn átti von á að innlögnum myndi fjölga en ekki er tímabært að fullyrða um hvort þær séu jafntíðar og í fyrri bylgjum. „Ég á von á því að fjöldinn sem veikist alvarlega og muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að hlutfallið sem lendi í þeirri stöðu verði miklu lægra heldur en áður hefur verið.“ Ekki beri að oftúlka innlagnirnar hingað til Helsta verkefni stjórnvalda þessa stundina er að fylgjast með hlutfalli alvarlegra veika á meðal þeirra sem fengið hafa bólusetningu. Því lægra sem það reynist, þeim mun minni samkomutakmörkunum má búast við. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir þolinmæði á meðan þessara upplýsinga er aflað. „Næstu dagar munu kannski skýra myndina betur en ég myndi ekki leggja of mikið upp úr því á þessu stigi þótt þessar innlagnir hafi átt sér stað í gær.“ 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa mælist nú 217,3 hér á landi, sem bendir til þess að Ísland kemst æ nærri því að teljast rautt land samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Það getur haft mikil áhrif á flæði ferðafólks til og frá landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29 Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44
Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29
Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent