Stærsta verkefnið krefst skýrrar sýnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson skrifa 28. júlí 2021 13:00 Fyrir mánuði tilkynnti forsætisráðherra að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands og sagði að staðan á Íslandi væri með besta móti í alþjóðlegu samhengi. Heilbrigðisráðherra hvatti landsmenn til að njóta sumarsins og dómsmálaráðherra óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Ísland var grænasta land í heimi. Aðeins mánuði seinna kallar heilbrigðisráðherra eftir því að staðan, sem þá var því miður orðin umtalsvert dekkri, verði ekki „pólitískt bitbein“. En þegar baráttan við heimsfaraldur er í árum talin geta stjórnvöld ekki lengur bara krafist samstöðu án umræðu. Það er bæði óheilbrigð og ólýðræðisleg krafa. Við þessar aðstæður þarf nauðsynlega að eiga sér stað samtal um hvernig bólusett samfélag tekst á við heimsfaraldur og hvaða leiðir ná bestu jafnvægi með tilliti til þeirra mörgu mikilvægu hagsmuna sem verja þarf. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, um það eru flestir sammála. En almannahagsmunir eru jafnframt önnur velferð fólksins í landinu, atvinna fólks, mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Ein fjölmargra grundvallarspurninga í aðdraganda hausts er til dæmis hvernig réttur barna til skólagöngu verður tryggður. Hvað hefur menntamálráðherra gert til að styðja kennara og nemendur í þeirri áskorun sem þeir standa frammi fyrir í næsta mánuði? Óskýr skilaboð og aukið á glundroðann Aðgerðir sem í eðli sínu eru pólitískar og sem hafa áhrif á daglegt líf, félagslegar aðstæður fólksins í landinu og efnahagslíf geta ekki til lengri tíma verið nánast eingöngu samtal milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna lista um aðgerðir, mánuðum og jafnvel árum saman. Það er uppskrift að því að þjóð sem hefur tekist á við erfiðan heimsfaraldur af mikilli skynsemi og yfirvegun missi þrekið og þolinmæðina. Markmiðin þurfa að vera skýr og skilaboð stjórnvalda sömuleiðis. Svo er einfaldlega ekki í dag. Einstaka ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar auka svo á glundroðann með því að lýsa því opinberlega yfir að þeir dragi aðgerðirnar í efa sem og markmiðin þar að baki, en hafi engu að síður stutt þær. Það er reyndar umhugsunarverð meðferð valds að ráðherra sem dregur aðgerðirnar í efa hafi engu að síður talið eðlilegt að styðja þær. Krafa um hlýðni Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega stærsta pólitíska viðfangsefni samfélagsins. Lýðræðisleg umræða hefur þess vegna sjaldan verið mikilvægari. Án gagnrýninnar umræðu geta stjórnvöld ekki gætt hagsmuna almennings eins og þeim er ætlað. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum væri dapurlegt ef dómurinn verður sá að hugmyndafræðileg umræða hafi verið vængstýfð. Krafa ráðherra um samstöðu án opinnar umræðu stjórnmálanna er ekki krafa um samstöðu heldur krafa um hlýðni. Það er tvennt verulega ólíkt. Þingflokkur Viðreisnar óskaði síðastliðið haust eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi þinginu hálfs mánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir. Við því var orðið, enda er það réttur þingsins og um leið rík skylda þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með stjórnvöldum. Þessi skylda er ríkari nú þegar ljóst er að hið erfiða ástand dregst enn á langinn. Og það samtal snýst auðvitað ekki eingöngu um hverjar tilteknar aðgerðir eru á hverjum tíma um sig heldur um markmið, forsendur – og um framtíðarsýn í baráttunni við heimsfaraldur. Hvernig á að halda áfram með daglegt líf? Leiðarljósið hefur verið að verkefnið sé okkar allra. Stóra áskorunin er enn sjálf glíman við heimsfaraldurinn en við stöndum nú jafnframt frammi fyrir öðrum mikilvægum verkefnum sem einnig varða grundvallarhagsmuni almennings. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá nálgun að fara að ráðgjöf sérfræðinga, að fylgja vísindunum í baráttunni við heimsfaraldurinn og sú afstaða hefur ekki breyst. Verkefnið var upphaflega að verja líf og heilsu, að verja heilbrigðiskerfið og að koma þjóðinni í skjól með bólusetningu. Nú þegar aðgerðir eru í árum taldar þá verður að nálgast verkefnið sem pólitískt, enda eru mikilvægir hagsmunir almennings í þessu máli margþættir. Þar verður eftir sem áður að byggja ákvarðanir á vísindum og í samráði við sérfræðinga en jafnframt að fá fleiri að borðinu til að tryggja sem eðlilegast líf í samfélaginu. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram baráttunni við heimsfaraldur eftir bólusetningu og hvernig á að halda áfram með daglegt líf. Beinskeytt og opið samtal um markmið og leiðir er ekki bara æskilegt núna heldur nauðsynlegt. Verkefnið er enn okkar allra og við erum öll saman í þessu – en samtalið verður að fá að vera það líka. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir mánuði tilkynnti forsætisráðherra að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands og sagði að staðan á Íslandi væri með besta móti í alþjóðlegu samhengi. Heilbrigðisráðherra hvatti landsmenn til að njóta sumarsins og dómsmálaráðherra óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Ísland var grænasta land í heimi. Aðeins mánuði seinna kallar heilbrigðisráðherra eftir því að staðan, sem þá var því miður orðin umtalsvert dekkri, verði ekki „pólitískt bitbein“. En þegar baráttan við heimsfaraldur er í árum talin geta stjórnvöld ekki lengur bara krafist samstöðu án umræðu. Það er bæði óheilbrigð og ólýðræðisleg krafa. Við þessar aðstæður þarf nauðsynlega að eiga sér stað samtal um hvernig bólusett samfélag tekst á við heimsfaraldur og hvaða leiðir ná bestu jafnvægi með tilliti til þeirra mörgu mikilvægu hagsmuna sem verja þarf. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, um það eru flestir sammála. En almannahagsmunir eru jafnframt önnur velferð fólksins í landinu, atvinna fólks, mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Ein fjölmargra grundvallarspurninga í aðdraganda hausts er til dæmis hvernig réttur barna til skólagöngu verður tryggður. Hvað hefur menntamálráðherra gert til að styðja kennara og nemendur í þeirri áskorun sem þeir standa frammi fyrir í næsta mánuði? Óskýr skilaboð og aukið á glundroðann Aðgerðir sem í eðli sínu eru pólitískar og sem hafa áhrif á daglegt líf, félagslegar aðstæður fólksins í landinu og efnahagslíf geta ekki til lengri tíma verið nánast eingöngu samtal milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna lista um aðgerðir, mánuðum og jafnvel árum saman. Það er uppskrift að því að þjóð sem hefur tekist á við erfiðan heimsfaraldur af mikilli skynsemi og yfirvegun missi þrekið og þolinmæðina. Markmiðin þurfa að vera skýr og skilaboð stjórnvalda sömuleiðis. Svo er einfaldlega ekki í dag. Einstaka ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar auka svo á glundroðann með því að lýsa því opinberlega yfir að þeir dragi aðgerðirnar í efa sem og markmiðin þar að baki, en hafi engu að síður stutt þær. Það er reyndar umhugsunarverð meðferð valds að ráðherra sem dregur aðgerðirnar í efa hafi engu að síður talið eðlilegt að styðja þær. Krafa um hlýðni Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega stærsta pólitíska viðfangsefni samfélagsins. Lýðræðisleg umræða hefur þess vegna sjaldan verið mikilvægari. Án gagnrýninnar umræðu geta stjórnvöld ekki gætt hagsmuna almennings eins og þeim er ætlað. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum væri dapurlegt ef dómurinn verður sá að hugmyndafræðileg umræða hafi verið vængstýfð. Krafa ráðherra um samstöðu án opinnar umræðu stjórnmálanna er ekki krafa um samstöðu heldur krafa um hlýðni. Það er tvennt verulega ólíkt. Þingflokkur Viðreisnar óskaði síðastliðið haust eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi þinginu hálfs mánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir. Við því var orðið, enda er það réttur þingsins og um leið rík skylda þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með stjórnvöldum. Þessi skylda er ríkari nú þegar ljóst er að hið erfiða ástand dregst enn á langinn. Og það samtal snýst auðvitað ekki eingöngu um hverjar tilteknar aðgerðir eru á hverjum tíma um sig heldur um markmið, forsendur – og um framtíðarsýn í baráttunni við heimsfaraldur. Hvernig á að halda áfram með daglegt líf? Leiðarljósið hefur verið að verkefnið sé okkar allra. Stóra áskorunin er enn sjálf glíman við heimsfaraldurinn en við stöndum nú jafnframt frammi fyrir öðrum mikilvægum verkefnum sem einnig varða grundvallarhagsmuni almennings. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá nálgun að fara að ráðgjöf sérfræðinga, að fylgja vísindunum í baráttunni við heimsfaraldurinn og sú afstaða hefur ekki breyst. Verkefnið var upphaflega að verja líf og heilsu, að verja heilbrigðiskerfið og að koma þjóðinni í skjól með bólusetningu. Nú þegar aðgerðir eru í árum taldar þá verður að nálgast verkefnið sem pólitískt, enda eru mikilvægir hagsmunir almennings í þessu máli margþættir. Þar verður eftir sem áður að byggja ákvarðanir á vísindum og í samráði við sérfræðinga en jafnframt að fá fleiri að borðinu til að tryggja sem eðlilegast líf í samfélaginu. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram baráttunni við heimsfaraldur eftir bólusetningu og hvernig á að halda áfram með daglegt líf. Beinskeytt og opið samtal um markmið og leiðir er ekki bara æskilegt núna heldur nauðsynlegt. Verkefnið er enn okkar allra og við erum öll saman í þessu – en samtalið verður að fá að vera það líka. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun