Bið, end(ómetríósu)alaus bið Heiða Ingimarsdóttir skrifar 28. júlí 2021 13:31 Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Þeir sem þjást af endómetríósu þurfa að berjast við langa biðlista, takmarkað val og skerta þjónustu. Sem í sjálfu sér er algjörlega galið. Þegar þetta er síðan sett í samhengi við það að endómetríósa er sjúkdómur sem 1 af hverjum 10 konum fá þá verður þetta enn óskiljanlegra. Ég sit á spítala í Rúmeníu þar sem systir mín er í aðgerð. Hún er í aðgerð í þessum töluðu orðum. Hún er í aðgerð sem hún gat ekki fengið heima því þar vantar sérþekkingu. Þar var henni sagt af lækni að ef hún hefði ekkert leg þá hefði hún enga endómetríósu. Þetta er ekki rétt, hún er undirlögð af endómetríósu. Hún er því hjá sérfræðingi hér í Rúmenínu, sem sérhæfir sig í endómetríósu einmitt á því svæði sem hún er með hana. Íslendingar eru ekki svo margir og því skiljanlegt að við getum ekki verið með bestu og færustu sérfræðingana í öllu. Það er þó illu verra ef þeir læknar sem við höfum eru ekki tilbúnir að senda fólkið okkar til þeirra sem hafa sérþekkinguna. Með því að segja henni að hún gæti ekki verði með endómetríósu stóð hann í vegi fyrir því að hún kæmist að hjá endómetríósuteymi Landspítalans. Þar sem læknirinn á Íslandi vildi ekki viðurkenna þörfina á aðgerð þá má hún síðan punga út fyrir þessari aðgerðinni alveg sjálf. Ferðakostnaði, aðgerðinni sjálfri og spítaladvölinni. Sjúkratryggingar eru stikkfríar. Með því að greina ekki systur mína bauð læknirinn henni í raun og veru upp á áframhaldandi verkjaköst þar sem hún er svo kvalin að hún liggur í fósturstellingu með hitapoka upp í rúmi um það bil 8 daga í mánuði, hann bauð henni áframhaldandi skerta starfsgetu þrátt fyrir vilja til að vinna og nýta alla þá menntun sem hún hefur á bakinu og hann bauð henni upp á takmarkaða orku fyrir börnin sem hún elskar svo ósköp mikið. Hann bauð henni upp á óbreytt ástand. Hún er heppin, hún hefur val. Hún hefur stuðningsnet sem getur hjálpað henni í gegnum þetta fjárhagslega. Það hafa það því miður ekki allir og því er mikilvægt að við höfum kerfi sem grípur inn í og styður þá sem þurfa slíka þjónustu. Kerfi sem miðar að því að hjálpa fólki að ná heilsu, hjálpar þeim sem hægt er að komast af örorkubótum og hjálpar fólki að sækja þjónustu þangað sem hana er að fá. Þær konur sem þjást af endómetríósu sem hægt er að vinna með á Íslandi sækja síðan til teymis á landsspítalanum sem kallast Endóteymið. Þetta teymi samanstendur af 7 sérfræðingum, af þeim eru 2 – 3 læknar. Setjum þessar tölur aðeins í samhengi. Ef 1 af hverjum 10 konum er með endómetríósu þá gerir það 17975 konur á Íslandi. Það þýðir að meðaltali 8987 endókona á lækni miðað við að læknarnir í teyminu séu tveir eins og raunin er núna. Fjöldi kvenna með endómetríósu er nálægt íbúatölu Garðabæjar en m.v. tölur Hagstofu Íslands þá eru þeir 17693. Á heilsugæslustöðinni í Garðabæ starfa 11 læknar. Það þýðir að meðaltali 1608 sjúklingar á lækni í Garðabæ. Flestir af læknunum í Garðabæ eru heimilislæknar og því hægt að fara á aðrar heilsugæslustöðvar ef allt er fullt hjá þeim. Læknarnir í endóteyminu eru sérhæfðustu læknar Íslands í málefnum kvenna með endómetríósu. Því mega konur bíða frá 12 – 18 mánuði eftir því að fá fyrsta viðtal við teymið. Ferlið sem tekur síðan við er einnig langt og oft vantar næga þekkingu til þess að þessar konur fái bót sinna meina. Því segi ég enn og aftur stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn er það of mikið þegar kemur að heilsu og lífi fólks? Höfundur er kynningarstýra Samtaka um endómetríósu og systir einnar af hverjum tíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Þeir sem þjást af endómetríósu þurfa að berjast við langa biðlista, takmarkað val og skerta þjónustu. Sem í sjálfu sér er algjörlega galið. Þegar þetta er síðan sett í samhengi við það að endómetríósa er sjúkdómur sem 1 af hverjum 10 konum fá þá verður þetta enn óskiljanlegra. Ég sit á spítala í Rúmeníu þar sem systir mín er í aðgerð. Hún er í aðgerð í þessum töluðu orðum. Hún er í aðgerð sem hún gat ekki fengið heima því þar vantar sérþekkingu. Þar var henni sagt af lækni að ef hún hefði ekkert leg þá hefði hún enga endómetríósu. Þetta er ekki rétt, hún er undirlögð af endómetríósu. Hún er því hjá sérfræðingi hér í Rúmenínu, sem sérhæfir sig í endómetríósu einmitt á því svæði sem hún er með hana. Íslendingar eru ekki svo margir og því skiljanlegt að við getum ekki verið með bestu og færustu sérfræðingana í öllu. Það er þó illu verra ef þeir læknar sem við höfum eru ekki tilbúnir að senda fólkið okkar til þeirra sem hafa sérþekkinguna. Með því að segja henni að hún gæti ekki verði með endómetríósu stóð hann í vegi fyrir því að hún kæmist að hjá endómetríósuteymi Landspítalans. Þar sem læknirinn á Íslandi vildi ekki viðurkenna þörfina á aðgerð þá má hún síðan punga út fyrir þessari aðgerðinni alveg sjálf. Ferðakostnaði, aðgerðinni sjálfri og spítaladvölinni. Sjúkratryggingar eru stikkfríar. Með því að greina ekki systur mína bauð læknirinn henni í raun og veru upp á áframhaldandi verkjaköst þar sem hún er svo kvalin að hún liggur í fósturstellingu með hitapoka upp í rúmi um það bil 8 daga í mánuði, hann bauð henni áframhaldandi skerta starfsgetu þrátt fyrir vilja til að vinna og nýta alla þá menntun sem hún hefur á bakinu og hann bauð henni upp á takmarkaða orku fyrir börnin sem hún elskar svo ósköp mikið. Hann bauð henni upp á óbreytt ástand. Hún er heppin, hún hefur val. Hún hefur stuðningsnet sem getur hjálpað henni í gegnum þetta fjárhagslega. Það hafa það því miður ekki allir og því er mikilvægt að við höfum kerfi sem grípur inn í og styður þá sem þurfa slíka þjónustu. Kerfi sem miðar að því að hjálpa fólki að ná heilsu, hjálpar þeim sem hægt er að komast af örorkubótum og hjálpar fólki að sækja þjónustu þangað sem hana er að fá. Þær konur sem þjást af endómetríósu sem hægt er að vinna með á Íslandi sækja síðan til teymis á landsspítalanum sem kallast Endóteymið. Þetta teymi samanstendur af 7 sérfræðingum, af þeim eru 2 – 3 læknar. Setjum þessar tölur aðeins í samhengi. Ef 1 af hverjum 10 konum er með endómetríósu þá gerir það 17975 konur á Íslandi. Það þýðir að meðaltali 8987 endókona á lækni miðað við að læknarnir í teyminu séu tveir eins og raunin er núna. Fjöldi kvenna með endómetríósu er nálægt íbúatölu Garðabæjar en m.v. tölur Hagstofu Íslands þá eru þeir 17693. Á heilsugæslustöðinni í Garðabæ starfa 11 læknar. Það þýðir að meðaltali 1608 sjúklingar á lækni í Garðabæ. Flestir af læknunum í Garðabæ eru heimilislæknar og því hægt að fara á aðrar heilsugæslustöðvar ef allt er fullt hjá þeim. Læknarnir í endóteyminu eru sérhæfðustu læknar Íslands í málefnum kvenna með endómetríósu. Því mega konur bíða frá 12 – 18 mánuði eftir því að fá fyrsta viðtal við teymið. Ferlið sem tekur síðan við er einnig langt og oft vantar næga þekkingu til þess að þessar konur fái bót sinna meina. Því segi ég enn og aftur stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn er það of mikið þegar kemur að heilsu og lífi fólks? Höfundur er kynningarstýra Samtaka um endómetríósu og systir einnar af hverjum tíu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun