Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 17:36 Rebekka Ósk Sváfnisdóttir var í 53 sólarhringa á blæðingum en þær hófust daginn eftir að hún fór í seinni bólusetningu. Vísir/Getty Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. Á þeim tíu dögum sem liðið hafa frá því að Rebekka stofnaði hópinn, Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19, sem er lokaður og aðeins ætlaður konum sem fundið hafa fyrir svona aukaverkunum, hafa 690 bæst í hópinn. Þá á Rebekka enn eftir að samþykkja 70 konur sem óskað hafa eftir því að vera bætt í hópinn. Rebekka tilkynnti sjálf eigin aukaverkanir um miðjan mánuð til Lyfjastofnunar og hafa nú alls 270 tilkynningar borist Lyfjastofnun um röskun á tíðarhring í kjölfar bólusetningar, sem Fréttablaðið greindi frá í dag. „Ég hvatti til þess inni í hópnum að allar konur myndu gera það sama. Svo ákváðum við að tilkynna til Landlæknis líka. Ég beið með það í nokkra daga og ákvað að stofna undirskriftalista til að senda með og fá sögur kvenna, hvað er það helsta sem er að gerast hjá þeim,“ sagði Rebekka í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Undirskriftalistann sendi hún til Landlæknis í gærkvöldi, með fjölda reynslusaga kvenna sem fundið hafa fyrir þessum aukaverkunum. Ein ólétt sem hefur verið á blæðingum í þrjá mánuði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við mbl.is í morgun að áhugi sé fyrir því á Norðurlöndunum að skoða þessar aukaverkanir betur. Embættið sé meðvitað um þessar aukaverkanir en gat hún ekki svarað því hvort breytingar á tíðarhring í kjölfar bólusetningar gætu haft áhrif til lengri tíma. „Það er akkúrat það sem við vorum að óska eftir að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka. Reynsla kvennanna í Facebook-hópnum af aukaverkununum er mjög misjöfn. Sumar konur lýsa því að hafa verið á blæðingum svo mánuðum skiptir. Aðrar hafa ekki farið á blæðingar í fimm mánuði og dæmi eru um það að konur sem eru að ganga í gegn um breytingaskeiðið hafi fengið tíðir á ný. „Flestar hafa verki í móðurlífi, brjóstaspennu og þreytu og almenn óléttu-einkenni. Flestar eru að glíma við það,“ segir Rebekka. „Það er ólétt kona í hópnum sem fór í bólusetningu og hefur blætt í þrjá mánuði. Hún er undir læknishöndum þannig að við óskum henni góðs gengis bara. Það eru konur sem hafa misst brjóstamjólk, aðrar sem tala um óeðlileg útbrot og ofsakláða, merjast auðveldlega,“ segir Rebekka. Hún kallar eftir því að þessar aukaverkanir verði rannsakaðar í ljósi þess að svo margar konur hafi fundið fyrir breytingum á tíðarhring í kjölfar bólusetningar. „Þótt þetta séu ekki allar alveg eins sögur þá eiga þær allar við okkar æxlunarfæri. Það ber að rannsaka að mínu mati.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Rebekku í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Á þeim tíu dögum sem liðið hafa frá því að Rebekka stofnaði hópinn, Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19, sem er lokaður og aðeins ætlaður konum sem fundið hafa fyrir svona aukaverkunum, hafa 690 bæst í hópinn. Þá á Rebekka enn eftir að samþykkja 70 konur sem óskað hafa eftir því að vera bætt í hópinn. Rebekka tilkynnti sjálf eigin aukaverkanir um miðjan mánuð til Lyfjastofnunar og hafa nú alls 270 tilkynningar borist Lyfjastofnun um röskun á tíðarhring í kjölfar bólusetningar, sem Fréttablaðið greindi frá í dag. „Ég hvatti til þess inni í hópnum að allar konur myndu gera það sama. Svo ákváðum við að tilkynna til Landlæknis líka. Ég beið með það í nokkra daga og ákvað að stofna undirskriftalista til að senda með og fá sögur kvenna, hvað er það helsta sem er að gerast hjá þeim,“ sagði Rebekka í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Undirskriftalistann sendi hún til Landlæknis í gærkvöldi, með fjölda reynslusaga kvenna sem fundið hafa fyrir þessum aukaverkunum. Ein ólétt sem hefur verið á blæðingum í þrjá mánuði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við mbl.is í morgun að áhugi sé fyrir því á Norðurlöndunum að skoða þessar aukaverkanir betur. Embættið sé meðvitað um þessar aukaverkanir en gat hún ekki svarað því hvort breytingar á tíðarhring í kjölfar bólusetningar gætu haft áhrif til lengri tíma. „Það er akkúrat það sem við vorum að óska eftir að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka. Reynsla kvennanna í Facebook-hópnum af aukaverkununum er mjög misjöfn. Sumar konur lýsa því að hafa verið á blæðingum svo mánuðum skiptir. Aðrar hafa ekki farið á blæðingar í fimm mánuði og dæmi eru um það að konur sem eru að ganga í gegn um breytingaskeiðið hafi fengið tíðir á ný. „Flestar hafa verki í móðurlífi, brjóstaspennu og þreytu og almenn óléttu-einkenni. Flestar eru að glíma við það,“ segir Rebekka. „Það er ólétt kona í hópnum sem fór í bólusetningu og hefur blætt í þrjá mánuði. Hún er undir læknishöndum þannig að við óskum henni góðs gengis bara. Það eru konur sem hafa misst brjóstamjólk, aðrar sem tala um óeðlileg útbrot og ofsakláða, merjast auðveldlega,“ segir Rebekka. Hún kallar eftir því að þessar aukaverkanir verði rannsakaðar í ljósi þess að svo margar konur hafi fundið fyrir breytingum á tíðarhring í kjölfar bólusetningar. „Þótt þetta séu ekki allar alveg eins sögur þá eiga þær allar við okkar æxlunarfæri. Það ber að rannsaka að mínu mati.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Rebekku í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31
Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37