Um leið og gengið frá láninu framlengdi Arnór samning sinn við CSKA Moskvu um eitt ár.
Arnor @arnorsigurdsson completes loan move to @VeneziaFC_EN. Good luck in Italy! https://t.co/Fe6sawrkas pic.twitter.com/xRMS1x2S2t
— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) July 30, 2021
Arnór kom til CSKA Moskvu frá Norrköping 2018. Hann hefur leikið 68 leiki fyrir félagið og skorað þrettán mörk.
Hjá Venezia hittir Arnór fyrir landa sína, Bjarka Stein Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson. Þá eru nokkrir ungir Íslendingar á mála hjá félaginu. Venezia keppir í vetur í ítölsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í nítján ár.
Arnór, sem er 22 ára, hefur leikið fjórtán A-landsleiki og skorað eitt mark.