Sýnatökuprófin segja ekki bara já eða nei Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 17:03 Már Kristjánsson segir að öll próf í lækningum eigi það til að gefa óafgerandi niðurstöður. Stöð 2/Sigurjón Það kemur fyrir að falskar jákvæðar niðurstöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Bæði getur verið um tæknileg frávik að ræða en einnig að út komi „mjög óafgerandi niðurstöður“ úr sýnatökunni. Greining sýna virkar nefnilega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau innihaldi kórónuveiru. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, útskýrir málið fyrir Vísi en í fyrradag greindust bæði sjúklingur og starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans með falskt jákvætt sýni. Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður „Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annaðhvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið jákvætt eða neikvætt,“ segir Már. Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm „Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf afgerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent tilvika að niðurstöður rannsókna eru afgerandi að þá eru frávik þar sem að hlutir eru ekki nákvæmlega svona.“ Hann segir það hafa hent í fyrradag. Þegar farið var yfir niðurstöður úr skimun á krabbameinsdeildinni hafi sjúklingur og starfsmaður „virst gefa jákvæð svör“. Þau svör voru þó ekki afgerandi og því var ákveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust neikvæð. „Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niðurstöðurnar verið mjög afgerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar einstaklingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frávik, sem við köllum lág jákvæð sýni. Það er að segja að niðurstöðurnar verða mjög óafgerandi hjá þeim,“ segir Már. „Og svo einstaka sinnum kemur það fyrir að það verða einhver tæknileg frávik bara í keyrslunni að niðurstaðan er þá ekki rétt,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að þetta séu alger undantekningartilvik; í 99 prósentum tilvika séu niðurstöður prófananna alveg ábyggilegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Greining sýna virkar nefnilega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau innihaldi kórónuveiru. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, útskýrir málið fyrir Vísi en í fyrradag greindust bæði sjúklingur og starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans með falskt jákvætt sýni. Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður „Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annaðhvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið jákvætt eða neikvætt,“ segir Már. Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm „Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf afgerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent tilvika að niðurstöður rannsókna eru afgerandi að þá eru frávik þar sem að hlutir eru ekki nákvæmlega svona.“ Hann segir það hafa hent í fyrradag. Þegar farið var yfir niðurstöður úr skimun á krabbameinsdeildinni hafi sjúklingur og starfsmaður „virst gefa jákvæð svör“. Þau svör voru þó ekki afgerandi og því var ákveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust neikvæð. „Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niðurstöðurnar verið mjög afgerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar einstaklingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frávik, sem við köllum lág jákvæð sýni. Það er að segja að niðurstöðurnar verða mjög óafgerandi hjá þeim,“ segir Már. „Og svo einstaka sinnum kemur það fyrir að það verða einhver tæknileg frávik bara í keyrslunni að niðurstaðan er þá ekki rétt,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að þetta séu alger undantekningartilvik; í 99 prósentum tilvika séu niðurstöður prófananna alveg ábyggilegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira