Einn lagður inn á spítala með Covid-19 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 14:49 Tíu liggja nú inni á spítalanum með Covid og eru tveir þeirra á gjörgæslu. vísir/vilhelm Einn var lagður inn á Landspítalann með Covid-19 í gær og eru nú samtals tíu Covid-sjúklingar inniliggjandi á spítalanum, þar af tveir á gjörgæslu. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Spítalinn er hættur að gefa upp hvort þeir sem leggjast inn á spítalann séu bólusettir eða ekki en vitað er að þeir sem liggja á gjörgæslu eru báðir óbólusettir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, sagði í samtali við Vísi í gær að fólk sem legðist inn á spítala með Covid væri yfirleitt með frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. „Þetta eru oftast til dæmis nýrnabilun eða óráð eða eitthvað þess háttar,“ sagði hann. Már Kristjánsson segir alvarleg veikindi mun fátíðari meðal bólusettra.Stöð 2/Sigurjón Hann sagði að um tveir af hverjum þremur sem smitast í þessari bylgju séu 40 ára og yngri. Flestir þeirra hafi aðeins fengið eina sprautu af bóluefni Jansen, sem virðist veita minni vörn en tveir skammtar af öðrum efnum. Því ríður á að bólusetja þann hóp með skammti tvö eins og er fyrirhugað að gera strax í ágúst. Meira um vökvatengd vandamál með delta Már segir greinilegan mun á veikindum þeirra sem eru bólusettir og hinna sem eru það ekki: „Þeir sem eru fullbólusettir hafa mildari einkenni og alvarleg veikindi eru fátíðari. Hins vegar er það þannig að það sem hefur lagt fólk inn á spítalann eru yfirleitt frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. Þá eru þetta eins og ég segi einhver einkenni, nýrnabilun kannski eða óráð.“ Hann segir að með delta-afbrigðinu hafi komið fram mun fleiri tilvik þar sem fólk glímir við vökvatengd vandamál í veikindunum: „ Fólk hefur verið með ógleði og niðurgang og svo eru það þeir sem eru með hita að þá verður talsvert vökvatap í líkamanum,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Spítalinn er hættur að gefa upp hvort þeir sem leggjast inn á spítalann séu bólusettir eða ekki en vitað er að þeir sem liggja á gjörgæslu eru báðir óbólusettir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, sagði í samtali við Vísi í gær að fólk sem legðist inn á spítala með Covid væri yfirleitt með frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. „Þetta eru oftast til dæmis nýrnabilun eða óráð eða eitthvað þess háttar,“ sagði hann. Már Kristjánsson segir alvarleg veikindi mun fátíðari meðal bólusettra.Stöð 2/Sigurjón Hann sagði að um tveir af hverjum þremur sem smitast í þessari bylgju séu 40 ára og yngri. Flestir þeirra hafi aðeins fengið eina sprautu af bóluefni Jansen, sem virðist veita minni vörn en tveir skammtar af öðrum efnum. Því ríður á að bólusetja þann hóp með skammti tvö eins og er fyrirhugað að gera strax í ágúst. Meira um vökvatengd vandamál með delta Már segir greinilegan mun á veikindum þeirra sem eru bólusettir og hinna sem eru það ekki: „Þeir sem eru fullbólusettir hafa mildari einkenni og alvarleg veikindi eru fátíðari. Hins vegar er það þannig að það sem hefur lagt fólk inn á spítalann eru yfirleitt frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. Þá eru þetta eins og ég segi einhver einkenni, nýrnabilun kannski eða óráð.“ Hann segir að með delta-afbrigðinu hafi komið fram mun fleiri tilvik þar sem fólk glímir við vökvatengd vandamál í veikindunum: „ Fólk hefur verið með ógleði og niðurgang og svo eru það þeir sem eru með hita að þá verður talsvert vökvatap í líkamanum,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira