„Staðsetningarbúnaður, Go-pro myndavél og sími Johns Snorra bjargað af K2. Sajid Sadpara mun fara vandlega yfir allt efni tækjabúnaðarins í fyrramálið. Munum við finna sönnun þess að þeir hafi komist á toppinn að vetri til?“
Þetta skrifar kvikmyndagerðarmaðurinn og félagi Johns Snorra, Elia Saikaly, ásamt því að deila myndskeiði af búnaðinum. Undir myndskeiðinu segist hann vonast til þess að finna einhver svör um afdrif göngugarpanna sem fórust á K2 í febrúar síðastliðnum.
John Snorri s Inreach, GoPro and mobile phone recovered from K2. Sajid Sadpara will be carefully examining the content of each device this morning.
— Elia Saikaly (@EliaSaikaly) July 31, 2021
Will we find evidence of a winter summit?#JohnSnorri #AliSadpara #JPMohr #SajidSadpara #K2 #Didtheysummit #K2TheCalling pic.twitter.com/1Rp1yIBPJr
Umræddur Saijid Sadpara er sonur Ali Sadpara sem fórst ásamt þeim John Snorra og Juan Pablo Mohr. Þeir ætluðu að freista þess að verða fyrstu mennirnir til þess að komast á tind K2, næst hæsta fjalls jarðar að vetri til.
Pakistönsk yfirvöld töldu þremenningana formlega af þann 18. febrúar síðastliðinn og í síðustu viku bárust fréttir þess efnis að lík þeirra hefðu fundist.
Á búnaði þeirra mátti sjá að þeir voru á leið niður og telja leitarmenn það vera staðfestingu á því að þeir hafi náð toppnum en látist á leið sinni niður. Búist er við því að efni tækjabúnaðarins muni geta staðfest það.